Smári segir Viðreisn og Bjarta framtíð vinna gegn breytingum Heimir Már Pétursson skrifar 21. desember 2016 13:15 Smári McCarthy segir að flokkar sem boðuðu breytingar leggist gegn breytingum. Vísir Fráfarandi stjórnarflokkar ásamt Viðreisn og Bjartri framtíð standa saman að meirihlutaáliti um lífeyrissjóðsfrumvarpið sem kemur til atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag. Smári McCarthy, talsmaður Pírata í málinu, segir að þar með leggist flokkar sem boðuðu breytingar, gegn breytingum og segir málið unnið allt of hratt. Frumvarp fjármálaráðherra um jöfnun lífeyrisréttinda opinberra starfsmanna og fólks á almennum launamarkaði er eitt stærsta málið sem komið hefur til kasta Alþingis í langan tíma. Markmið frumvarpsins er augljóst og felst í nafni þess og felur í sér útgjöld fyrir ríkissjóð upp á 108,5 milljarða króna til uppgjörs skulda ríkissjóðs og sveitarfélaga við lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Fráfarandis stjórnarflokkar ásamt Viðreisn og Bjartri framtíð mynduðu meirihluta í efnhags- og viðskiptanefnd milli fyrstu og annarrar umræðu, sem hófst á Alþingi í gær. Flokkarnir vilja samþykkja frumvarp Bjarna Benediktssonar nánast óbreytt og taka því ekki tillit til gagnrýni samtaka opinberra starfsmanna sem telja réttindi sinna félaga ekki nægjanlega tryggð með frumvarpinu og að það gangi gegn samkomulagi sem gert var milli þeirra, ríkis og sveitarfélaga í september. Vinstri græn og Píratar leggja fram sitt hvort álitið og leggja til breytingar en leggjast almennt gegn frumvarpinu og ætla að greiða atkvæði gegn því. „Það er búið að færa mjög góð rök fyrir því að þessi lausn sé ófullnægjandi. Hún muni ekki duga til að laga það sem er að lífeyriskerfinu. Að auki gengur þetta gegn samkomulagi sem gert var milli starfsmanna hins opinbera og ríkisins,“ segir Smári.Heimatilbúið vandamál Sagt hafi verið að ef um 130 milljarðar króna verði ekki fluttir til fyrir áramót komi næsta ár út með miklum halla nema önnur leið verði fundin til að færa þessa fjármuni til. „Ég lít samt svo á að þetta sé heimatilbúið vandamál. Þetta er eitthvað sem alveg er hægt að finna aðrar leiðir til að leysa. Fyrir utan að það hefur komið fram, m.a. hjá þekktum hagfræðingum, að vandamálið í lífeyriskerfinu sé ekki og verði ekki skortur á peningum,“ segir Smári. Heldur þurfi að laga það sem í raun og veru sé að lífeyriskerfinu. Það vekur athygli að Viðreisn og Björt framtíð mynda meirihluta í málinu með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Smári segist ekki lesa neitt í það varðandi mögulega stjórnarmyndun. „Nema það að þarna hafa kannski tveir flokkar sem hafa talað fyrir breytingum í raun verið að vinna gegn breytingum. Alla vega ekki verið að vinna hlutina á þann hátt sem þeir boðuðu fyrir kosningar um að það yrði farið mjög vel og vandlega ofan í mál. Ef við ætlum að endurbyggja traust almennings til Alþingis verðum við að fara að vinna hlutina miklu betur. Miklu hægar og klára málin af skynsemi. Það er ekki það sem er að fara að gerast í dag,“ segir Smári McCarthy. Fulltrúi Samfylkingarinnar gerir í sínu áliti tvær breytingartillögur sem koma til móts við gagnrýni stéttarfélaganna en ekki liggur fyrir hvernig Samfylkingin ætlar að greiða atkvæði um málið náist þær breytingatillögur ekki í gegn. Alþingi Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Fráfarandi stjórnarflokkar ásamt Viðreisn og Bjartri framtíð standa saman að meirihlutaáliti um lífeyrissjóðsfrumvarpið sem kemur til atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag. Smári McCarthy, talsmaður Pírata í málinu, segir að þar með leggist flokkar sem boðuðu breytingar, gegn breytingum og segir málið unnið allt of hratt. Frumvarp fjármálaráðherra um jöfnun lífeyrisréttinda opinberra starfsmanna og fólks á almennum launamarkaði er eitt stærsta málið sem komið hefur til kasta Alþingis í langan tíma. Markmið frumvarpsins er augljóst og felst í nafni þess og felur í sér útgjöld fyrir ríkissjóð upp á 108,5 milljarða króna til uppgjörs skulda ríkissjóðs og sveitarfélaga við lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Fráfarandis stjórnarflokkar ásamt Viðreisn og Bjartri framtíð mynduðu meirihluta í efnhags- og viðskiptanefnd milli fyrstu og annarrar umræðu, sem hófst á Alþingi í gær. Flokkarnir vilja samþykkja frumvarp Bjarna Benediktssonar nánast óbreytt og taka því ekki tillit til gagnrýni samtaka opinberra starfsmanna sem telja réttindi sinna félaga ekki nægjanlega tryggð með frumvarpinu og að það gangi gegn samkomulagi sem gert var milli þeirra, ríkis og sveitarfélaga í september. Vinstri græn og Píratar leggja fram sitt hvort álitið og leggja til breytingar en leggjast almennt gegn frumvarpinu og ætla að greiða atkvæði gegn því. „Það er búið að færa mjög góð rök fyrir því að þessi lausn sé ófullnægjandi. Hún muni ekki duga til að laga það sem er að lífeyriskerfinu. Að auki gengur þetta gegn samkomulagi sem gert var milli starfsmanna hins opinbera og ríkisins,“ segir Smári.Heimatilbúið vandamál Sagt hafi verið að ef um 130 milljarðar króna verði ekki fluttir til fyrir áramót komi næsta ár út með miklum halla nema önnur leið verði fundin til að færa þessa fjármuni til. „Ég lít samt svo á að þetta sé heimatilbúið vandamál. Þetta er eitthvað sem alveg er hægt að finna aðrar leiðir til að leysa. Fyrir utan að það hefur komið fram, m.a. hjá þekktum hagfræðingum, að vandamálið í lífeyriskerfinu sé ekki og verði ekki skortur á peningum,“ segir Smári. Heldur þurfi að laga það sem í raun og veru sé að lífeyriskerfinu. Það vekur athygli að Viðreisn og Björt framtíð mynda meirihluta í málinu með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Smári segist ekki lesa neitt í það varðandi mögulega stjórnarmyndun. „Nema það að þarna hafa kannski tveir flokkar sem hafa talað fyrir breytingum í raun verið að vinna gegn breytingum. Alla vega ekki verið að vinna hlutina á þann hátt sem þeir boðuðu fyrir kosningar um að það yrði farið mjög vel og vandlega ofan í mál. Ef við ætlum að endurbyggja traust almennings til Alþingis verðum við að fara að vinna hlutina miklu betur. Miklu hægar og klára málin af skynsemi. Það er ekki það sem er að fara að gerast í dag,“ segir Smári McCarthy. Fulltrúi Samfylkingarinnar gerir í sínu áliti tvær breytingartillögur sem koma til móts við gagnrýni stéttarfélaganna en ekki liggur fyrir hvernig Samfylkingin ætlar að greiða atkvæði um málið náist þær breytingatillögur ekki í gegn.
Alþingi Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira