Eldræða Fannars um Tryggva Snæ: „Hann á ekki að vera hér í eina mínútu í viðbót“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. desember 2016 16:15 „Hann á að fara út ekki seinna en í gær,“ segir Fannar Ólafsson, fyrrverandi landsliðsmiðherji í körfubolta og sérfræðingur Domino´s-körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport HD, um Tryggva Snæ Hlinason, miðherja Þórs og íslenska landsliðsins. Fannar hélt mikla eldræðu í jólaþætti Körfuboltakvölds um stöðu risans unga og fór ekki leynt með það að hann vill sjá hann fara út í atvinnumennsku eins fljótt og hægt er. Fannar segist vita að stórlið vilji fá Tryggva til sín. „Það eru risastór lið í Evrópu sem vilja fá Tryggva nú þegar út. Ég veit að einn stærsti umboðsmaður Evrópu heimsótti Ísland fyrir ekki mjög löngu síðan. Hann kom á síðustu þremur dögum hingað og það gerist mjög sjaldan,“ segir fannar. „Það sem mig langar til að benda á er að drengurinn á ekki að vera hérna. Hann er í bakkaradeild og er að spila 20 mínútur í leik.“ Staða Tryggva Snæs hjá Þórsliðinu var greind ítarlega í þættinum en þar kom fram að mínútum hans, stigum og framlagspunktum fer fækkandi. Ekki jákvæð þróun hjá einum allra mest spennandi leikmanni þjóðarinnar. „Hann gæti verið valinn í nýliðavalinu í NBA á næsta ári. Ég held að fólk skilji þetta ekki. Hann er tveir og sextán. Þú kennir ekki stærð eða styrk eða hvernig hann getur hreyft sig. Fólk áttar sig ekki á því hvað er að gerast með drenginn. Hann á ekki að vera eina mínútu hérna í viðbót,“ segir Fannar. „Tryggvi er að fara að búa sér til, ef hann hefur löngun til, ofboðslega flottan feril. Það er ekki þannig að svona stórir umboðsmenn komi hingað heim til Íslands og fari yfir svona mál með leikmönnum. Þetta er risastórt. Þetta er miklu stærra en við áttum okkur á,“ segir Fannar Ólafsson. Alla umræðuna og eldmessu Fannars má sjá í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Körfuboltakvöld: Strákarnir hnakkrifust um Keflavík Afar fjörleg umræða úr Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport. 20. desember 2016 17:45 Hlynur og Tyson-Thomas best í fyrri hluta Domino´s-deildanna Tindastóll á tvo í úrvalsliði karla en Keflavík sópaði að sér verðlaunum í kvennaflokki. 16. desember 2016 23:30 Körfuboltakvöld: Tinki Winki er ekki í liðinu og hvar er Pó? Lífleg umræða um stöðu Njarðvíkur í Körfuboltakvöldi. 19. desember 2016 17:45 Sjáðu stórkostleg tilþrif fyrstu ellefu umferðanna í Dominos-deildinni | Myndband Mikið fjör hefur verið í fyrstu ellefu umferður Dominos-deildar karla og mörg falleg tilþrif hafa átt sér stað. 17. desember 2016 22:30 Mest lesið Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Sjá meira
„Hann á að fara út ekki seinna en í gær,“ segir Fannar Ólafsson, fyrrverandi landsliðsmiðherji í körfubolta og sérfræðingur Domino´s-körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport HD, um Tryggva Snæ Hlinason, miðherja Þórs og íslenska landsliðsins. Fannar hélt mikla eldræðu í jólaþætti Körfuboltakvölds um stöðu risans unga og fór ekki leynt með það að hann vill sjá hann fara út í atvinnumennsku eins fljótt og hægt er. Fannar segist vita að stórlið vilji fá Tryggva til sín. „Það eru risastór lið í Evrópu sem vilja fá Tryggva nú þegar út. Ég veit að einn stærsti umboðsmaður Evrópu heimsótti Ísland fyrir ekki mjög löngu síðan. Hann kom á síðustu þremur dögum hingað og það gerist mjög sjaldan,“ segir fannar. „Það sem mig langar til að benda á er að drengurinn á ekki að vera hérna. Hann er í bakkaradeild og er að spila 20 mínútur í leik.“ Staða Tryggva Snæs hjá Þórsliðinu var greind ítarlega í þættinum en þar kom fram að mínútum hans, stigum og framlagspunktum fer fækkandi. Ekki jákvæð þróun hjá einum allra mest spennandi leikmanni þjóðarinnar. „Hann gæti verið valinn í nýliðavalinu í NBA á næsta ári. Ég held að fólk skilji þetta ekki. Hann er tveir og sextán. Þú kennir ekki stærð eða styrk eða hvernig hann getur hreyft sig. Fólk áttar sig ekki á því hvað er að gerast með drenginn. Hann á ekki að vera eina mínútu hérna í viðbót,“ segir Fannar. „Tryggvi er að fara að búa sér til, ef hann hefur löngun til, ofboðslega flottan feril. Það er ekki þannig að svona stórir umboðsmenn komi hingað heim til Íslands og fari yfir svona mál með leikmönnum. Þetta er risastórt. Þetta er miklu stærra en við áttum okkur á,“ segir Fannar Ólafsson. Alla umræðuna og eldmessu Fannars má sjá í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Körfuboltakvöld: Strákarnir hnakkrifust um Keflavík Afar fjörleg umræða úr Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport. 20. desember 2016 17:45 Hlynur og Tyson-Thomas best í fyrri hluta Domino´s-deildanna Tindastóll á tvo í úrvalsliði karla en Keflavík sópaði að sér verðlaunum í kvennaflokki. 16. desember 2016 23:30 Körfuboltakvöld: Tinki Winki er ekki í liðinu og hvar er Pó? Lífleg umræða um stöðu Njarðvíkur í Körfuboltakvöldi. 19. desember 2016 17:45 Sjáðu stórkostleg tilþrif fyrstu ellefu umferðanna í Dominos-deildinni | Myndband Mikið fjör hefur verið í fyrstu ellefu umferður Dominos-deildar karla og mörg falleg tilþrif hafa átt sér stað. 17. desember 2016 22:30 Mest lesið Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Sjá meira
Körfuboltakvöld: Strákarnir hnakkrifust um Keflavík Afar fjörleg umræða úr Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport. 20. desember 2016 17:45
Hlynur og Tyson-Thomas best í fyrri hluta Domino´s-deildanna Tindastóll á tvo í úrvalsliði karla en Keflavík sópaði að sér verðlaunum í kvennaflokki. 16. desember 2016 23:30
Körfuboltakvöld: Tinki Winki er ekki í liðinu og hvar er Pó? Lífleg umræða um stöðu Njarðvíkur í Körfuboltakvöldi. 19. desember 2016 17:45
Sjáðu stórkostleg tilþrif fyrstu ellefu umferðanna í Dominos-deildinni | Myndband Mikið fjör hefur verið í fyrstu ellefu umferður Dominos-deildar karla og mörg falleg tilþrif hafa átt sér stað. 17. desember 2016 22:30