Eldræða Fannars um Tryggva Snæ: „Hann á ekki að vera hér í eina mínútu í viðbót“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. desember 2016 16:15 „Hann á að fara út ekki seinna en í gær,“ segir Fannar Ólafsson, fyrrverandi landsliðsmiðherji í körfubolta og sérfræðingur Domino´s-körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport HD, um Tryggva Snæ Hlinason, miðherja Þórs og íslenska landsliðsins. Fannar hélt mikla eldræðu í jólaþætti Körfuboltakvölds um stöðu risans unga og fór ekki leynt með það að hann vill sjá hann fara út í atvinnumennsku eins fljótt og hægt er. Fannar segist vita að stórlið vilji fá Tryggva til sín. „Það eru risastór lið í Evrópu sem vilja fá Tryggva nú þegar út. Ég veit að einn stærsti umboðsmaður Evrópu heimsótti Ísland fyrir ekki mjög löngu síðan. Hann kom á síðustu þremur dögum hingað og það gerist mjög sjaldan,“ segir fannar. „Það sem mig langar til að benda á er að drengurinn á ekki að vera hérna. Hann er í bakkaradeild og er að spila 20 mínútur í leik.“ Staða Tryggva Snæs hjá Þórsliðinu var greind ítarlega í þættinum en þar kom fram að mínútum hans, stigum og framlagspunktum fer fækkandi. Ekki jákvæð þróun hjá einum allra mest spennandi leikmanni þjóðarinnar. „Hann gæti verið valinn í nýliðavalinu í NBA á næsta ári. Ég held að fólk skilji þetta ekki. Hann er tveir og sextán. Þú kennir ekki stærð eða styrk eða hvernig hann getur hreyft sig. Fólk áttar sig ekki á því hvað er að gerast með drenginn. Hann á ekki að vera eina mínútu hérna í viðbót,“ segir Fannar. „Tryggvi er að fara að búa sér til, ef hann hefur löngun til, ofboðslega flottan feril. Það er ekki þannig að svona stórir umboðsmenn komi hingað heim til Íslands og fari yfir svona mál með leikmönnum. Þetta er risastórt. Þetta er miklu stærra en við áttum okkur á,“ segir Fannar Ólafsson. Alla umræðuna og eldmessu Fannars má sjá í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Körfuboltakvöld: Strákarnir hnakkrifust um Keflavík Afar fjörleg umræða úr Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport. 20. desember 2016 17:45 Hlynur og Tyson-Thomas best í fyrri hluta Domino´s-deildanna Tindastóll á tvo í úrvalsliði karla en Keflavík sópaði að sér verðlaunum í kvennaflokki. 16. desember 2016 23:30 Körfuboltakvöld: Tinki Winki er ekki í liðinu og hvar er Pó? Lífleg umræða um stöðu Njarðvíkur í Körfuboltakvöldi. 19. desember 2016 17:45 Sjáðu stórkostleg tilþrif fyrstu ellefu umferðanna í Dominos-deildinni | Myndband Mikið fjör hefur verið í fyrstu ellefu umferður Dominos-deildar karla og mörg falleg tilþrif hafa átt sér stað. 17. desember 2016 22:30 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Fleiri fréttir Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Sjá meira
„Hann á að fara út ekki seinna en í gær,“ segir Fannar Ólafsson, fyrrverandi landsliðsmiðherji í körfubolta og sérfræðingur Domino´s-körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport HD, um Tryggva Snæ Hlinason, miðherja Þórs og íslenska landsliðsins. Fannar hélt mikla eldræðu í jólaþætti Körfuboltakvölds um stöðu risans unga og fór ekki leynt með það að hann vill sjá hann fara út í atvinnumennsku eins fljótt og hægt er. Fannar segist vita að stórlið vilji fá Tryggva til sín. „Það eru risastór lið í Evrópu sem vilja fá Tryggva nú þegar út. Ég veit að einn stærsti umboðsmaður Evrópu heimsótti Ísland fyrir ekki mjög löngu síðan. Hann kom á síðustu þremur dögum hingað og það gerist mjög sjaldan,“ segir fannar. „Það sem mig langar til að benda á er að drengurinn á ekki að vera hérna. Hann er í bakkaradeild og er að spila 20 mínútur í leik.“ Staða Tryggva Snæs hjá Þórsliðinu var greind ítarlega í þættinum en þar kom fram að mínútum hans, stigum og framlagspunktum fer fækkandi. Ekki jákvæð þróun hjá einum allra mest spennandi leikmanni þjóðarinnar. „Hann gæti verið valinn í nýliðavalinu í NBA á næsta ári. Ég held að fólk skilji þetta ekki. Hann er tveir og sextán. Þú kennir ekki stærð eða styrk eða hvernig hann getur hreyft sig. Fólk áttar sig ekki á því hvað er að gerast með drenginn. Hann á ekki að vera eina mínútu hérna í viðbót,“ segir Fannar. „Tryggvi er að fara að búa sér til, ef hann hefur löngun til, ofboðslega flottan feril. Það er ekki þannig að svona stórir umboðsmenn komi hingað heim til Íslands og fari yfir svona mál með leikmönnum. Þetta er risastórt. Þetta er miklu stærra en við áttum okkur á,“ segir Fannar Ólafsson. Alla umræðuna og eldmessu Fannars má sjá í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Körfuboltakvöld: Strákarnir hnakkrifust um Keflavík Afar fjörleg umræða úr Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport. 20. desember 2016 17:45 Hlynur og Tyson-Thomas best í fyrri hluta Domino´s-deildanna Tindastóll á tvo í úrvalsliði karla en Keflavík sópaði að sér verðlaunum í kvennaflokki. 16. desember 2016 23:30 Körfuboltakvöld: Tinki Winki er ekki í liðinu og hvar er Pó? Lífleg umræða um stöðu Njarðvíkur í Körfuboltakvöldi. 19. desember 2016 17:45 Sjáðu stórkostleg tilþrif fyrstu ellefu umferðanna í Dominos-deildinni | Myndband Mikið fjör hefur verið í fyrstu ellefu umferður Dominos-deildar karla og mörg falleg tilþrif hafa átt sér stað. 17. desember 2016 22:30 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Fleiri fréttir Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Sjá meira
Körfuboltakvöld: Strákarnir hnakkrifust um Keflavík Afar fjörleg umræða úr Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport. 20. desember 2016 17:45
Hlynur og Tyson-Thomas best í fyrri hluta Domino´s-deildanna Tindastóll á tvo í úrvalsliði karla en Keflavík sópaði að sér verðlaunum í kvennaflokki. 16. desember 2016 23:30
Körfuboltakvöld: Tinki Winki er ekki í liðinu og hvar er Pó? Lífleg umræða um stöðu Njarðvíkur í Körfuboltakvöldi. 19. desember 2016 17:45
Sjáðu stórkostleg tilþrif fyrstu ellefu umferðanna í Dominos-deildinni | Myndband Mikið fjör hefur verið í fyrstu ellefu umferður Dominos-deildar karla og mörg falleg tilþrif hafa átt sér stað. 17. desember 2016 22:30