Sá sem er grunaður um árásina í Berlín hafði verið undir eftirlit fyrr á árinu Birgir Olgeirsson skrifar 21. desember 2016 22:38 Myndir af Anis Amri sem lögreglan í Þýskalandi notar til að lýsa eftir honum. Vísir/EPA Túnisinn sem er eftirlýstur vegna árásarinnar á jólamarkað í Berlín hafði verið undir eftirliti yfirvalda fyrr á þessu ári. Maðurinn er 23 ára gamall og heitir Anis Amri. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að hann hafi verið undir eftirliti vegna gruns um að hafa lagt á ráðin um að fjármagna kaup á sjálfvirkum skotvopnum með ráni. Yfirvöld hættu hins vegar rannsókn sinni á Amri vegna skorts á sönnunargögnum. Áður en hann kom til Þýskalands, þar sem hann sótti um hæli, hafði hann afplánað fjögur ár í fangelsi á Ítalíu vegna íkveikju og átti yfir höfði sér fangelsisvist í Túnis. Nú er hans leitað víðs vegar um Evrópu. Handtökuskipun var gefin út á hendur honum eftir að landvistarleyfi hans fannst í vörubílnum sem var ekið inn á jólamarkaðinn í Berlín síðastliðið mánudagskvöld. 12 létu lífið í árásinni og 49 særðust. Yfirvöld í Þýskalandi hafa heitið 100 þúsund evrum, eða sem nemur tæpum 12 milljónum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku hans. Hann er talinn hafa notast við sex nöfn í gegnum tíðina og einnig sagst ýmist vera frá Egyptalandi eða Líbanon. Talið er að hann hafi særst í átökum við bílstjóra vörubílsins. Bílstjórinn fannst látinn í vörubílnum þegar lögreglan kannaði vettvanginn eftir árásina. Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Árásin í Berlín: Leita að Túnisa á sjúkrahúsunum Þýskir fjölmiðlar nafngreina manninn, segja hann vera á aldrinum 21 til 23 ára og hafa áður komið við sögu lögreglu. 21. desember 2016 10:47 Túnisinn hafði átt í samskiptum við predikarann Abu Walaa Umfangsmikil leit stendur nú yfir í Evrópu allri að túnískum manni sem grunaður er um að hafa átt aðild að árásinni á jólamarkaðnum í Berlín. 21. desember 2016 15:14 Umfangsmikil leit að ódæðismanninum í Berlín Þýska lögreglan leitar árásarmanns sem varð tólf að bana. 21. desember 2016 07:42 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Túnisinn sem er eftirlýstur vegna árásarinnar á jólamarkað í Berlín hafði verið undir eftirliti yfirvalda fyrr á þessu ári. Maðurinn er 23 ára gamall og heitir Anis Amri. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að hann hafi verið undir eftirliti vegna gruns um að hafa lagt á ráðin um að fjármagna kaup á sjálfvirkum skotvopnum með ráni. Yfirvöld hættu hins vegar rannsókn sinni á Amri vegna skorts á sönnunargögnum. Áður en hann kom til Þýskalands, þar sem hann sótti um hæli, hafði hann afplánað fjögur ár í fangelsi á Ítalíu vegna íkveikju og átti yfir höfði sér fangelsisvist í Túnis. Nú er hans leitað víðs vegar um Evrópu. Handtökuskipun var gefin út á hendur honum eftir að landvistarleyfi hans fannst í vörubílnum sem var ekið inn á jólamarkaðinn í Berlín síðastliðið mánudagskvöld. 12 létu lífið í árásinni og 49 særðust. Yfirvöld í Þýskalandi hafa heitið 100 þúsund evrum, eða sem nemur tæpum 12 milljónum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku hans. Hann er talinn hafa notast við sex nöfn í gegnum tíðina og einnig sagst ýmist vera frá Egyptalandi eða Líbanon. Talið er að hann hafi særst í átökum við bílstjóra vörubílsins. Bílstjórinn fannst látinn í vörubílnum þegar lögreglan kannaði vettvanginn eftir árásina.
Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Árásin í Berlín: Leita að Túnisa á sjúkrahúsunum Þýskir fjölmiðlar nafngreina manninn, segja hann vera á aldrinum 21 til 23 ára og hafa áður komið við sögu lögreglu. 21. desember 2016 10:47 Túnisinn hafði átt í samskiptum við predikarann Abu Walaa Umfangsmikil leit stendur nú yfir í Evrópu allri að túnískum manni sem grunaður er um að hafa átt aðild að árásinni á jólamarkaðnum í Berlín. 21. desember 2016 15:14 Umfangsmikil leit að ódæðismanninum í Berlín Þýska lögreglan leitar árásarmanns sem varð tólf að bana. 21. desember 2016 07:42 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Árásin í Berlín: Leita að Túnisa á sjúkrahúsunum Þýskir fjölmiðlar nafngreina manninn, segja hann vera á aldrinum 21 til 23 ára og hafa áður komið við sögu lögreglu. 21. desember 2016 10:47
Túnisinn hafði átt í samskiptum við predikarann Abu Walaa Umfangsmikil leit stendur nú yfir í Evrópu allri að túnískum manni sem grunaður er um að hafa átt aðild að árásinni á jólamarkaðnum í Berlín. 21. desember 2016 15:14
Umfangsmikil leit að ódæðismanninum í Berlín Þýska lögreglan leitar árásarmanns sem varð tólf að bana. 21. desember 2016 07:42