Vonar að ferðamönnum verði ekki smalað í kirkjugarðana um jólin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. desember 2016 15:07 Það er spurning hvort að ferðamenn muni fjölmenna í kirkjugarðana um jólin. vísir „Ég ætla að vona að það sé ekki verið að smala þeim hingað á aðfangadag og ekki á morgun heldur svo sem,“ segir Kári Garðarsson, garðyrkjustjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis, þegar hann er spurður út í frétt Vísis um að Höfuðborgarstofa bendi ferðamönnum sem eru í borginni um jól og áramót að kíkja í kirkjugarðana. Mikil umferð er vanalega við kirkjugarðana á Þorláksmessu og aðfangadag og mun lögreglan sérstaklega fylgjast með umferð við Fossvogskirkjugarð og Gufuneskirkjugarð. „Miðað við hvernig traffíkin er, sem hefur svo sem verið að breytast í gegnum árin og er mismundandi á milli hverfa, þá er þetta nú ekki það sem við erum að sækjast eftir, ég viðurkenni það alveg eins og er,“ segir Kári og bætir við að umferðin og álagið í görðunum sé nóg fyrir.Myndi keyra um þverbak ef rútur færu að koma „Hér er yfirleitt allt fullt á aðfangadag og þó að þetta dreifist yfir fleiri daga en áður þá er það ennþá mjög algengt að Íslendingar fari í kirkjugarðinn á aðfangadag.“ Aðspurður hvort að starfsfólk kirkjugarðanna hafi orðið vart við ferðamenn í görðunum undanfarin ár á þessum árstíma segir Kári svo ekki vera. „Við erum ekki farin að sjá rútur ennþá og maður leggur ekki merki til þess að ferðamenn séu sérstaklega að koma í garðana en það er líka svo mikill straumur af fólki og mikil traffík að við höfum ekki orðið vör við það þannig.“ Þá kveðst Kári ekki spenntur fyrir því að fara að fá rútur fullar af ferðamönnum í garðana. „Nei, það myndi nú bara keyra um þverbak ef það yrði,“ segir hann.Umferð takmörkuð við garðana Hér að neðan má sjá upplýsingar um það hvernig umferð verður háttað við kirkjugarðana í Reykjavík næstu daga.Búast má við mikilli umferð við kirkjugarða á höfuðborgarsvæðinu á Þorláksmessu og aðfangadag. Lögreglan mun fylgjast sérstaklega með umferð við Fossvogskirkjugarð og Gufuneskirkjugarð og greiða fyrir umferð eins og hægt er.Bílaumferð inn í Fossvogskirkjugarði er takmörkuð á aðfangadag á milli kl 9–15 og aðeins heimil þeim sem framvísa svokölluðu P-merki. Ökumönnum er bent á bílastæði við Fossvogskirkju, Suðurhlíð og Vesturhlíð. Suðurhlíð er opin inn á Kringlumýrarbraut í gegnum planið hjá N1 í Fossvogi frá og með 22. desember. Sú leið er hentug fyrir þá sem eru að fara til Hafnarfjarðar og/eða Kópavogs. Ökumenn sem nýta sér þá leið eru sérstaklega beðnir um að sýna aðgát gagnvart gangandi vegfarendum.Aðkoma að Gufuneskirkjugarði verður eingöngu frá Hallsvegi. Starfsfólk Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma stýrir umferðinni inni í kirkjugarðinum og verður um einskonar hringakstur að ræða. Farið er út úr Gufuneskirkjugarði norðanmegin og inn á Borgaveg. Ökumenn eru beðnir um að aka Borgaveg í vestur og þaðan um Strandveg. Með þessu móti minnkar álagið á Víkurveg og Hallsveg og greiðir fyrir umferð þeirra sem eru að koma í kirkjugarðinn.Sem fyrr hvetur lögreglan ökumenn til að aka varlega og sýna tillitssemi í umferðinni. Rétt er sömuleiðis að vara gangandi vegfarendur við hálku sem er víða að finna á bifreiðastæðum og göngustígum og því vissara að fara að öllu með gát. Ferðamennska á Íslandi Jólafréttir Tengdar fréttir Benda ferðamönnum í Reykjavík á að fara í messu og að kíkja í kirkjugarðana um jólin Þegar flestir Íslendingar verða uppteknir í jólaboðum með fjölskyldum og vinum um hátíðarnar þá munu tug þúsundir ferðamanna vera á ferð og flugi um landið. 22. desember 2016 11:45 Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
„Ég ætla að vona að það sé ekki verið að smala þeim hingað á aðfangadag og ekki á morgun heldur svo sem,“ segir Kári Garðarsson, garðyrkjustjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis, þegar hann er spurður út í frétt Vísis um að Höfuðborgarstofa bendi ferðamönnum sem eru í borginni um jól og áramót að kíkja í kirkjugarðana. Mikil umferð er vanalega við kirkjugarðana á Þorláksmessu og aðfangadag og mun lögreglan sérstaklega fylgjast með umferð við Fossvogskirkjugarð og Gufuneskirkjugarð. „Miðað við hvernig traffíkin er, sem hefur svo sem verið að breytast í gegnum árin og er mismundandi á milli hverfa, þá er þetta nú ekki það sem við erum að sækjast eftir, ég viðurkenni það alveg eins og er,“ segir Kári og bætir við að umferðin og álagið í görðunum sé nóg fyrir.Myndi keyra um þverbak ef rútur færu að koma „Hér er yfirleitt allt fullt á aðfangadag og þó að þetta dreifist yfir fleiri daga en áður þá er það ennþá mjög algengt að Íslendingar fari í kirkjugarðinn á aðfangadag.“ Aðspurður hvort að starfsfólk kirkjugarðanna hafi orðið vart við ferðamenn í görðunum undanfarin ár á þessum árstíma segir Kári svo ekki vera. „Við erum ekki farin að sjá rútur ennþá og maður leggur ekki merki til þess að ferðamenn séu sérstaklega að koma í garðana en það er líka svo mikill straumur af fólki og mikil traffík að við höfum ekki orðið vör við það þannig.“ Þá kveðst Kári ekki spenntur fyrir því að fara að fá rútur fullar af ferðamönnum í garðana. „Nei, það myndi nú bara keyra um þverbak ef það yrði,“ segir hann.Umferð takmörkuð við garðana Hér að neðan má sjá upplýsingar um það hvernig umferð verður háttað við kirkjugarðana í Reykjavík næstu daga.Búast má við mikilli umferð við kirkjugarða á höfuðborgarsvæðinu á Þorláksmessu og aðfangadag. Lögreglan mun fylgjast sérstaklega með umferð við Fossvogskirkjugarð og Gufuneskirkjugarð og greiða fyrir umferð eins og hægt er.Bílaumferð inn í Fossvogskirkjugarði er takmörkuð á aðfangadag á milli kl 9–15 og aðeins heimil þeim sem framvísa svokölluðu P-merki. Ökumönnum er bent á bílastæði við Fossvogskirkju, Suðurhlíð og Vesturhlíð. Suðurhlíð er opin inn á Kringlumýrarbraut í gegnum planið hjá N1 í Fossvogi frá og með 22. desember. Sú leið er hentug fyrir þá sem eru að fara til Hafnarfjarðar og/eða Kópavogs. Ökumenn sem nýta sér þá leið eru sérstaklega beðnir um að sýna aðgát gagnvart gangandi vegfarendum.Aðkoma að Gufuneskirkjugarði verður eingöngu frá Hallsvegi. Starfsfólk Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma stýrir umferðinni inni í kirkjugarðinum og verður um einskonar hringakstur að ræða. Farið er út úr Gufuneskirkjugarði norðanmegin og inn á Borgaveg. Ökumenn eru beðnir um að aka Borgaveg í vestur og þaðan um Strandveg. Með þessu móti minnkar álagið á Víkurveg og Hallsveg og greiðir fyrir umferð þeirra sem eru að koma í kirkjugarðinn.Sem fyrr hvetur lögreglan ökumenn til að aka varlega og sýna tillitssemi í umferðinni. Rétt er sömuleiðis að vara gangandi vegfarendur við hálku sem er víða að finna á bifreiðastæðum og göngustígum og því vissara að fara að öllu með gát.
Ferðamennska á Íslandi Jólafréttir Tengdar fréttir Benda ferðamönnum í Reykjavík á að fara í messu og að kíkja í kirkjugarðana um jólin Þegar flestir Íslendingar verða uppteknir í jólaboðum með fjölskyldum og vinum um hátíðarnar þá munu tug þúsundir ferðamanna vera á ferð og flugi um landið. 22. desember 2016 11:45 Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Benda ferðamönnum í Reykjavík á að fara í messu og að kíkja í kirkjugarðana um jólin Þegar flestir Íslendingar verða uppteknir í jólaboðum með fjölskyldum og vinum um hátíðarnar þá munu tug þúsundir ferðamanna vera á ferð og flugi um landið. 22. desember 2016 11:45