Tekjur ríkissjóðs auknar um 7 milljarða og afgangur minnkaður Heimir Már Pétursson skrifar 22. desember 2016 18:17 Stefnt er að því að Alþingi ljúki störfum fyrir jólaleyfi í kvöld eða nótt. Nokkuð breið sátt ríkir um afgreiðslu útgjalda og tekjufrumvarpa ríkissjóðs vegna fjárlaga næsta árs. En það liggur fleira fyrir og í dag voru ný lög um kjararáð samþykkt og frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda verður væntanlega að lögum í kvöld eða nótt. Það hefur verið unnið hratt og nokkuð skipulega á Alþingi undanfarnar tvær vikur. Samkomulag náðist milli flokkanna sjö á þinginu um að auka útgjöld ríkissjóðs á næsta ári um 12 milljarða króna. Tekjur næsta árs verða auknar um 7 milljarða og þegar upp er staðið minnkar afgangur á fjárlögum næsta árs um 4,3 milljarða vegna breytinga Alþingis á fjárlögunum og tengdum frumvörpum. Vinstri græn lögðu þó fram breytingatillögur við tekjufrumvörpin í dag til að mynda um komugjöld á ferðamenn, en þær voru allar felldar með mótatkvæðum eða hjásetu allra hinna flokkanna nema Pírata. „Vegna þess að það er kannski svolítið eðlilegt fyrir okkur sem sitjum á þinginu að samþiggja það sem gott er, hafna því sem slæmt er og greina vel þar á milli,“ sagði Smári McCarthy. Heyra mátti að ekki voru allir leiðtogar annarra flokka ánægðir með að Vinstri græn skæru sig úr með þessum tillöguflutningi. „Þrátt fyrir að hér séu ýmsar ágætis tillögur. Við höfum til að mynda verið jákvæð gagnvart komugjaldi. En viljum við leggja það á með tíu daga fyrirvara án þess að það sé hluti af heildstæðri stefnumótun í ferðaþjónustu? Nei það er ekki það sem við styðjum,“ sagði Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar. „Við í Samfylkingunni teljum að það hefði þurft að ganga mikið lengra. Við höfum lagt fram tillögur bæði í okkar stefnuskrá og í minnihlutaáliti hvernig við teldum að ætti að gera það. Við teljum hins vegar að það sé nauðsynlegt á þessum skrýtnu tímum að ná sátt um að klára málið á þennan hátt,“ sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. „Það vill svo til að það var sérstaklega rætt á fundi formanna í gær að það væri hér fullt tillögu frelsi við þetta frumvarp um ýmsar ráðstafanir í ríkisfjármálum og það tillögufrelsi hef ég nýtt mér. Enda var ég kosin á þing fyrir pólitískar skoðanir og þess vegna erum við nú væntanlega öll hér og það er ósköp eðlilegt að við leyfum okkur að ræða þær hér í þingsal. Og ég frábið mér allt tal hér um vinnubrögð herra forseti,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Alþingi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Stefnt er að því að Alþingi ljúki störfum fyrir jólaleyfi í kvöld eða nótt. Nokkuð breið sátt ríkir um afgreiðslu útgjalda og tekjufrumvarpa ríkissjóðs vegna fjárlaga næsta árs. En það liggur fleira fyrir og í dag voru ný lög um kjararáð samþykkt og frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda verður væntanlega að lögum í kvöld eða nótt. Það hefur verið unnið hratt og nokkuð skipulega á Alþingi undanfarnar tvær vikur. Samkomulag náðist milli flokkanna sjö á þinginu um að auka útgjöld ríkissjóðs á næsta ári um 12 milljarða króna. Tekjur næsta árs verða auknar um 7 milljarða og þegar upp er staðið minnkar afgangur á fjárlögum næsta árs um 4,3 milljarða vegna breytinga Alþingis á fjárlögunum og tengdum frumvörpum. Vinstri græn lögðu þó fram breytingatillögur við tekjufrumvörpin í dag til að mynda um komugjöld á ferðamenn, en þær voru allar felldar með mótatkvæðum eða hjásetu allra hinna flokkanna nema Pírata. „Vegna þess að það er kannski svolítið eðlilegt fyrir okkur sem sitjum á þinginu að samþiggja það sem gott er, hafna því sem slæmt er og greina vel þar á milli,“ sagði Smári McCarthy. Heyra mátti að ekki voru allir leiðtogar annarra flokka ánægðir með að Vinstri græn skæru sig úr með þessum tillöguflutningi. „Þrátt fyrir að hér séu ýmsar ágætis tillögur. Við höfum til að mynda verið jákvæð gagnvart komugjaldi. En viljum við leggja það á með tíu daga fyrirvara án þess að það sé hluti af heildstæðri stefnumótun í ferðaþjónustu? Nei það er ekki það sem við styðjum,“ sagði Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar. „Við í Samfylkingunni teljum að það hefði þurft að ganga mikið lengra. Við höfum lagt fram tillögur bæði í okkar stefnuskrá og í minnihlutaáliti hvernig við teldum að ætti að gera það. Við teljum hins vegar að það sé nauðsynlegt á þessum skrýtnu tímum að ná sátt um að klára málið á þennan hátt,“ sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. „Það vill svo til að það var sérstaklega rætt á fundi formanna í gær að það væri hér fullt tillögu frelsi við þetta frumvarp um ýmsar ráðstafanir í ríkisfjármálum og það tillögufrelsi hef ég nýtt mér. Enda var ég kosin á þing fyrir pólitískar skoðanir og þess vegna erum við nú væntanlega öll hér og það er ósköp eðlilegt að við leyfum okkur að ræða þær hér í þingsal. Og ég frábið mér allt tal hér um vinnubrögð herra forseti,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna.
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira