Bauðst til að fremja sjálfsvígsárás Guðsteinn Bjarnason skrifar 23. desember 2016 07:00 Víðtæk leit stóð yfir í gær að Anis Amri, 24 ára gömlum Túnismanni sem talinn er hafa myrt tólf manns og sært nærri 50 í Berlín á mánudaginn, þegar hann ók 25 tonna flutningabifreið inn í mannfjöldann á jólamarkaði á Breitscheid-torgi. Faðir hans segir í viðtali við breska dagblaðið The Times að hann hafi komist í kynni við öfgamenn, sem fengu hann á sitt band, meðan hann sat í fangelsi á Ítalíu. Þýsk yfirvöld höfðu fylgst með honum vegna gruns um að hann gæti reynt að fremja hryðjuverk. Upplýsingar úr samtölum við öfgapredikara höfðu leitt í ljós að hann hafði sagst reiðubúinn til að fremja sjálfsvígsárás. Eftirlitinu með honum var hins vegar hætt vegna skorts á sönnunargögnum. Það strandaði á pappírum frá Túnis til staðfestingar á því að hann væri þaðan.Þessir pappírar bárust þýskum stjórnvöldum loks á miðvikudaginn, tveimur dögum eftir árásina í Berlín. Fjölskylda hans býr í Túnis, í bænum Ouslatia, og er í áfalli vegna fréttanna. „Þegar ég sá myndina af bróður mínum í fréttum þá trúði ég ekki eigin augum,“ sagði bróðir hans í viðtali við frönsku fréttastofuna AFP. „En ef hann er sekur þá á hann alla fordæmingu skilda. Við afneitum hryðjuverkum og hryðjuverkamönnum, við höfum engin samskipti við hryðjuverkamenn.“ Systir hans segir að hann hafi aldrei gefið neitt í skyn um að eitthvað væri að: „Við vorum alltaf í sambandi á Facebook og hann var alltaf brosandi og kátur. Ég sá þessa mynd fyrst og það var mikið áfall. Ég trúi því ekki að bróðir minn geti gert svona nokkuð.“ Anis Amri sótti um hæli í Þýskalandi í apríl á þessu ári, þóttist þá vera frá Egyptalandi. Umsókninni var hafnað í júní, en ekki var hægt að senda hann strax til Túnis vegna þess að nauðsynleg skilríki skorti. Amri er sagður hafa forðað sér frá Túnis þegar uppreisn braust þar út árið 2011, en þar í landi átti hann yfir höfði sér fangelsisdóm. Amri hélt fyrst til Ítalíu og komst þar fljótlega í kast við lögin, var dæmdur í fangelsi fyrir íkveikju og rán. Hann sat þar fjögur ár í fangelsi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Evrópu Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Víðtæk leit stóð yfir í gær að Anis Amri, 24 ára gömlum Túnismanni sem talinn er hafa myrt tólf manns og sært nærri 50 í Berlín á mánudaginn, þegar hann ók 25 tonna flutningabifreið inn í mannfjöldann á jólamarkaði á Breitscheid-torgi. Faðir hans segir í viðtali við breska dagblaðið The Times að hann hafi komist í kynni við öfgamenn, sem fengu hann á sitt band, meðan hann sat í fangelsi á Ítalíu. Þýsk yfirvöld höfðu fylgst með honum vegna gruns um að hann gæti reynt að fremja hryðjuverk. Upplýsingar úr samtölum við öfgapredikara höfðu leitt í ljós að hann hafði sagst reiðubúinn til að fremja sjálfsvígsárás. Eftirlitinu með honum var hins vegar hætt vegna skorts á sönnunargögnum. Það strandaði á pappírum frá Túnis til staðfestingar á því að hann væri þaðan.Þessir pappírar bárust þýskum stjórnvöldum loks á miðvikudaginn, tveimur dögum eftir árásina í Berlín. Fjölskylda hans býr í Túnis, í bænum Ouslatia, og er í áfalli vegna fréttanna. „Þegar ég sá myndina af bróður mínum í fréttum þá trúði ég ekki eigin augum,“ sagði bróðir hans í viðtali við frönsku fréttastofuna AFP. „En ef hann er sekur þá á hann alla fordæmingu skilda. Við afneitum hryðjuverkum og hryðjuverkamönnum, við höfum engin samskipti við hryðjuverkamenn.“ Systir hans segir að hann hafi aldrei gefið neitt í skyn um að eitthvað væri að: „Við vorum alltaf í sambandi á Facebook og hann var alltaf brosandi og kátur. Ég sá þessa mynd fyrst og það var mikið áfall. Ég trúi því ekki að bróðir minn geti gert svona nokkuð.“ Anis Amri sótti um hæli í Þýskalandi í apríl á þessu ári, þóttist þá vera frá Egyptalandi. Umsókninni var hafnað í júní, en ekki var hægt að senda hann strax til Túnis vegna þess að nauðsynleg skilríki skorti. Amri er sagður hafa forðað sér frá Túnis þegar uppreisn braust þar út árið 2011, en þar í landi átti hann yfir höfði sér fangelsisdóm. Amri hélt fyrst til Ítalíu og komst þar fljótlega í kast við lögin, var dæmdur í fangelsi fyrir íkveikju og rán. Hann sat þar fjögur ár í fangelsi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Evrópu Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira