Árásin í Berlín: Merkel vill hraða brottvísunarferli hælisleitenda Atli Ísleifsson skrifar 23. desember 2016 14:51 Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að hún vilji fjölga brottvísunum hælisleitenda og hraða brottvísunarferli hjá þeim sem hafa fengið neitun frá yfirvöldum. Merkel greindi frá þessu á fréttamannafundi sínum fyrr í dag. Kanslarinn sagðist hafa rætt við forseta Túnis, Beji Caid Essebsi, fyrr í dag. Sagði hún að þýskum yfirvöldum hafi tekist að hraða brottvísunarferlinu þegar kæmi að túnískum ríkisborgurum. „Ég greindi forseta Túnis frá því að við verðum að hraða ferlinu enn frekar og auk fjölda þeirra sem eru sendir til baka,“ sagði Merkel. Túnisinn Anis Amri var skotinn til bana af lögreglu í Mílanó á Ítalíu í nótt, en hann er grunaður um að hafa borið ábyrgð á hryðjuverkaárásinni á jólamarkaðnum í Berlín á mánudag þar sem tólf manns fórust og tugir særðust. Merkel lagði áherslu á að rannsókninni á árásinni væri á engan hátt lokið, þar sem fram hefur komið að hann hafi áður verið undir eftirliti vegna gruns um að hann væri að undirbúa árás. Sagði Merkel að ef Amri hafi átt samverkamenn verði þeir látnir svara til saka. Merkel sagði enn frekar að Þýskalandi stæði enn ógn af hryðjuverkum og að það krefðist mikillar vinnu að tryggja öryggi almennings. Loks þakkaði hún ítölsku lögreglunni fyrir sitt starf. Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir ISIS birtir myndband af Anis Amri Áróðursdeild ISIS hafa birt myndband þar sem Túnisinn Anis Amri sver hollustu við hryðjuverkasamtökin. 23. desember 2016 14:17 Bauðst til að fremja sjálfsvígsárás Fjölskylda Anis Amri í Túnis er furðu lostin og hneyksluð á honum. Hann komst í kynni við öfgamenn þegar hann sat í fangelsi á Ítalíu. Yfirvöld í Túnis sendu ekki nauðsynlega pappíra til Þýskalands fyrr en á miðvikudaginn. 23. desember 2016 07:00 Árásarmaðurinn í Berlín skotinn til bana í Mílanó Anis Amri er grunaður um að hafa ekið vörubíl inn á jólamarkað í Berlín á mánudag. 23. desember 2016 09:31 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að hún vilji fjölga brottvísunum hælisleitenda og hraða brottvísunarferli hjá þeim sem hafa fengið neitun frá yfirvöldum. Merkel greindi frá þessu á fréttamannafundi sínum fyrr í dag. Kanslarinn sagðist hafa rætt við forseta Túnis, Beji Caid Essebsi, fyrr í dag. Sagði hún að þýskum yfirvöldum hafi tekist að hraða brottvísunarferlinu þegar kæmi að túnískum ríkisborgurum. „Ég greindi forseta Túnis frá því að við verðum að hraða ferlinu enn frekar og auk fjölda þeirra sem eru sendir til baka,“ sagði Merkel. Túnisinn Anis Amri var skotinn til bana af lögreglu í Mílanó á Ítalíu í nótt, en hann er grunaður um að hafa borið ábyrgð á hryðjuverkaárásinni á jólamarkaðnum í Berlín á mánudag þar sem tólf manns fórust og tugir særðust. Merkel lagði áherslu á að rannsókninni á árásinni væri á engan hátt lokið, þar sem fram hefur komið að hann hafi áður verið undir eftirliti vegna gruns um að hann væri að undirbúa árás. Sagði Merkel að ef Amri hafi átt samverkamenn verði þeir látnir svara til saka. Merkel sagði enn frekar að Þýskalandi stæði enn ógn af hryðjuverkum og að það krefðist mikillar vinnu að tryggja öryggi almennings. Loks þakkaði hún ítölsku lögreglunni fyrir sitt starf.
Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir ISIS birtir myndband af Anis Amri Áróðursdeild ISIS hafa birt myndband þar sem Túnisinn Anis Amri sver hollustu við hryðjuverkasamtökin. 23. desember 2016 14:17 Bauðst til að fremja sjálfsvígsárás Fjölskylda Anis Amri í Túnis er furðu lostin og hneyksluð á honum. Hann komst í kynni við öfgamenn þegar hann sat í fangelsi á Ítalíu. Yfirvöld í Túnis sendu ekki nauðsynlega pappíra til Þýskalands fyrr en á miðvikudaginn. 23. desember 2016 07:00 Árásarmaðurinn í Berlín skotinn til bana í Mílanó Anis Amri er grunaður um að hafa ekið vörubíl inn á jólamarkað í Berlín á mánudag. 23. desember 2016 09:31 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
ISIS birtir myndband af Anis Amri Áróðursdeild ISIS hafa birt myndband þar sem Túnisinn Anis Amri sver hollustu við hryðjuverkasamtökin. 23. desember 2016 14:17
Bauðst til að fremja sjálfsvígsárás Fjölskylda Anis Amri í Túnis er furðu lostin og hneyksluð á honum. Hann komst í kynni við öfgamenn þegar hann sat í fangelsi á Ítalíu. Yfirvöld í Túnis sendu ekki nauðsynlega pappíra til Þýskalands fyrr en á miðvikudaginn. 23. desember 2016 07:00
Árásarmaðurinn í Berlín skotinn til bana í Mílanó Anis Amri er grunaður um að hafa ekið vörubíl inn á jólamarkað í Berlín á mánudag. 23. desember 2016 09:31