Vegir enn lokaðir vegna veðurs: Stórhríð fram undir hádegi en jólakyrrð í kvöld Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. desember 2016 08:55 Vindaspáin á landinu á hádegi í dag. mynd/veðurstofan Það má áfram búast við stórhríð á vegum norðan-og austanlands fram undir hádegi í dag, aðfangadag, meðan leifarnar af Þorláksmessulægðinni sem kom upp að landinu í gær fara yfir. Í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofunnar kemur fram að á suðaustanverðu landinu megi búast við vindhviðum allt frá 30 til 40 metrum á sekúndu, en vindaspána má sjá hér. Vegirnir um Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði , eru enn lokaðir vegna óveðursins. Þá er ófært á Öxi og Breiðdalsheiði en nánari upplýsingar um færð á vegum má nálgast á vef Vegagerðarinnar. „Það er enn stormur á stöku stað á Suðaustur-og Austurlandi en allhvasst og hvasst víðast hvar. Þetta fer síðan hratt batnandi eftir hádegi og í kvöld verður komið alveg merkilega rólegt veður, bara jólakyrrð,“ segir Teitur Arason, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Á morgun, jóladag, er síðan von á annarri lægð sem kemur sunnan og fer austan að þannig að það verður norðlæg átt. „Þá verður sennilega misskiptara veður á milli landshluta, sums staðar verður hvasst en annars staðar verður skaplegt. Það verður hvasst norðvestan til og það kemur vestanstrengur sem sleikir syðsta part landsins. Úti fyrir öllu norðanverðu landinu verður svo norðaustan strengur og svo virðist sem hann komi meira inn á norðanvert landið annað kvöld. Það verður svo strekkings norðanátt austanlands,“ segir Teitur. Á suðvestanverðu landinu og norðaustan til ætti hins vegar að vera sæmilegasta veður.Veðurhorfur á landinu:Norðvestan 20-28 metrar á sekúndu S- og SA-til en N-læg átt, 10-18 metrar á sekúndu annars staðar. Snjókoma eða él og vægt frost en slydda eða rigning með austurströndinni og frostlaust þar fram eftir morgni. Lægir eftir hádegi. Hæg breytileg átt í kvöld og úrkomulítið, en dálítil snjómugga norðanlands og kólnar í veðri.Vaxandi norðaustanátt á morgun, 15-23 metrar á sekúndu SA-til og á Vestfjörðum um hádegi annars víða 8-15 m/s. Snjókoma eða éljagangur en slydda eða rigning með austurströndinni og úrkomulítið SA-til. Hvassari V-átt syðst annað kvöld. Hiti um og undir frostmarki.Á sunnudag (jóladagur):Norðaustan hvassviðri eða stormur um landið norðan- og austanvert. Snjókoma víðast hvar og hríðarveður til fjalla en slydda eða rigning við suðaustur- og austurströndina. Vestlæg átt, 10-18 m/s eftir hádegi sunnan- og suðvestanlands með éljum. Hiti um og undir frostmarki, en frostlaust með austurströndinni.Á mánudag (annar í jólum):Suðvestan 5-13 m/s og víða dálítil él sunnan jökla en allhvöss norðaustanátt og snjókoma fram eftir degi um landið norðanvert. Frost 0 til 8 stig. Vaxandi suðaustanátt og slydda eða snjókoma á Suður- og Vesturlandi um kvöldið, en rigning við sjávarsíðuna og hlýnar í veðri.Á þriðjudag:Sunnan hvassviðri eða stormur og rigning, talsverð eða mikil sunnan- og vestanlands. Úrkomulítið en ört hlýnandi norðan til og líkur á asahláku fram á kvöld. Mun svalari suðvestanátt með éljum vestantil um kvöldið. Hiti 4 til 10 stig. Veður Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Fleiri fréttir E. Agnes tekur við starfi Gríms Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Sjá meira
Það má áfram búast við stórhríð á vegum norðan-og austanlands fram undir hádegi í dag, aðfangadag, meðan leifarnar af Þorláksmessulægðinni sem kom upp að landinu í gær fara yfir. Í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofunnar kemur fram að á suðaustanverðu landinu megi búast við vindhviðum allt frá 30 til 40 metrum á sekúndu, en vindaspána má sjá hér. Vegirnir um Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði , eru enn lokaðir vegna óveðursins. Þá er ófært á Öxi og Breiðdalsheiði en nánari upplýsingar um færð á vegum má nálgast á vef Vegagerðarinnar. „Það er enn stormur á stöku stað á Suðaustur-og Austurlandi en allhvasst og hvasst víðast hvar. Þetta fer síðan hratt batnandi eftir hádegi og í kvöld verður komið alveg merkilega rólegt veður, bara jólakyrrð,“ segir Teitur Arason, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Á morgun, jóladag, er síðan von á annarri lægð sem kemur sunnan og fer austan að þannig að það verður norðlæg átt. „Þá verður sennilega misskiptara veður á milli landshluta, sums staðar verður hvasst en annars staðar verður skaplegt. Það verður hvasst norðvestan til og það kemur vestanstrengur sem sleikir syðsta part landsins. Úti fyrir öllu norðanverðu landinu verður svo norðaustan strengur og svo virðist sem hann komi meira inn á norðanvert landið annað kvöld. Það verður svo strekkings norðanátt austanlands,“ segir Teitur. Á suðvestanverðu landinu og norðaustan til ætti hins vegar að vera sæmilegasta veður.Veðurhorfur á landinu:Norðvestan 20-28 metrar á sekúndu S- og SA-til en N-læg átt, 10-18 metrar á sekúndu annars staðar. Snjókoma eða él og vægt frost en slydda eða rigning með austurströndinni og frostlaust þar fram eftir morgni. Lægir eftir hádegi. Hæg breytileg átt í kvöld og úrkomulítið, en dálítil snjómugga norðanlands og kólnar í veðri.Vaxandi norðaustanátt á morgun, 15-23 metrar á sekúndu SA-til og á Vestfjörðum um hádegi annars víða 8-15 m/s. Snjókoma eða éljagangur en slydda eða rigning með austurströndinni og úrkomulítið SA-til. Hvassari V-átt syðst annað kvöld. Hiti um og undir frostmarki.Á sunnudag (jóladagur):Norðaustan hvassviðri eða stormur um landið norðan- og austanvert. Snjókoma víðast hvar og hríðarveður til fjalla en slydda eða rigning við suðaustur- og austurströndina. Vestlæg átt, 10-18 m/s eftir hádegi sunnan- og suðvestanlands með éljum. Hiti um og undir frostmarki, en frostlaust með austurströndinni.Á mánudag (annar í jólum):Suðvestan 5-13 m/s og víða dálítil él sunnan jökla en allhvöss norðaustanátt og snjókoma fram eftir degi um landið norðanvert. Frost 0 til 8 stig. Vaxandi suðaustanátt og slydda eða snjókoma á Suður- og Vesturlandi um kvöldið, en rigning við sjávarsíðuna og hlýnar í veðri.Á þriðjudag:Sunnan hvassviðri eða stormur og rigning, talsverð eða mikil sunnan- og vestanlands. Úrkomulítið en ört hlýnandi norðan til og líkur á asahláku fram á kvöld. Mun svalari suðvestanátt með éljum vestantil um kvöldið. Hiti 4 til 10 stig.
Veður Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Fleiri fréttir E. Agnes tekur við starfi Gríms Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Sjá meira