Afstaða Íslands hafði áhrif – Stórmerkur dómur Evrópudómstólsins Stefán Pálsson skrifar 27. desember 2016 07:00 Þann 21. desember sl. felldi Evrópudómstóllinn veigamikinn dóm varðandi viðskiptasamning Marokkó og Evrópusambandsins. Dómurinn er á þá leið að samningurinn nái ekki til varnings sem framleiddur er í hinu hernumda landi Vestur-Sahara. Þetta er stórsigur fyrir Saharawi-þjóðina, sem berst gegn hernámi lands síns en að sama skapi mikið áfall fyrir stjórnvöld í Marokkó. Vestur-Sahara hefur verið kallað síðasta nýlendan í Afríku, en Marokkó lagði landið undir sig með hervaldi eftir að spænskum yfirráðum lauk þar árið 1975. Frá þeim tíma hefur gegndarlaus rányrkja á auðlindum Vestur-Sahara átt sér stað, auk þess sem Marokkóstjórn hefur reynt að fá alþjóðasamfélagið til að viðurkenna landvinninga sína. Hernámið er skýlaust brot á alþjóðalögum og fer fram í trássi við samþykktir Sameinuðu þjóðanna, en hernaðarlegir og efnahagslegir hagsmunir stórþjóðanna, einkum Frakka, hefur orðið til þess að Marokkó hefur fengið að fara sínu fram. Saharawi-fólkið, hinir réttmætu eigendur landsins, hefur lagt mikla áherslu á að fríverslunarsamningar Marokkó við önnur ríki geti ekki náð til hernuminna svæða og um það var tekist í dómsmáli þessu. Fyrir okkur Íslendinga er áhugavert og um leið gleðilegt að vita að meðal þeirra gagna sem lágu til grundvallar í málflutningnum var yfirlýsing utanríkisráðherra Íslands í umræðum á Alþingi fyrr á þessu ári. Þar staðfesti Lilja Dögg Alfreðsdóttir þann skilning Íslands að viðskiptasamningar við Marokkó tækju ekki til hernumins lands. Gott er að sjá svo áþreifanlegt dæmi um að afstaða Íslands geti haft bein áhrif til góðs fyrir baráttu valdalausrar smáþjóðar. Alþingi hefur falið utanríkisráðherra að beita sér í málefnum Vestur-Sahara og tryggja að sjálfsákvörðunarréttur íbúanna verði tryggður. Vonandi verður haldið áfram á þeirri braut. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 21. desember sl. felldi Evrópudómstóllinn veigamikinn dóm varðandi viðskiptasamning Marokkó og Evrópusambandsins. Dómurinn er á þá leið að samningurinn nái ekki til varnings sem framleiddur er í hinu hernumda landi Vestur-Sahara. Þetta er stórsigur fyrir Saharawi-þjóðina, sem berst gegn hernámi lands síns en að sama skapi mikið áfall fyrir stjórnvöld í Marokkó. Vestur-Sahara hefur verið kallað síðasta nýlendan í Afríku, en Marokkó lagði landið undir sig með hervaldi eftir að spænskum yfirráðum lauk þar árið 1975. Frá þeim tíma hefur gegndarlaus rányrkja á auðlindum Vestur-Sahara átt sér stað, auk þess sem Marokkóstjórn hefur reynt að fá alþjóðasamfélagið til að viðurkenna landvinninga sína. Hernámið er skýlaust brot á alþjóðalögum og fer fram í trássi við samþykktir Sameinuðu þjóðanna, en hernaðarlegir og efnahagslegir hagsmunir stórþjóðanna, einkum Frakka, hefur orðið til þess að Marokkó hefur fengið að fara sínu fram. Saharawi-fólkið, hinir réttmætu eigendur landsins, hefur lagt mikla áherslu á að fríverslunarsamningar Marokkó við önnur ríki geti ekki náð til hernuminna svæða og um það var tekist í dómsmáli þessu. Fyrir okkur Íslendinga er áhugavert og um leið gleðilegt að vita að meðal þeirra gagna sem lágu til grundvallar í málflutningnum var yfirlýsing utanríkisráðherra Íslands í umræðum á Alþingi fyrr á þessu ári. Þar staðfesti Lilja Dögg Alfreðsdóttir þann skilning Íslands að viðskiptasamningar við Marokkó tækju ekki til hernumins lands. Gott er að sjá svo áþreifanlegt dæmi um að afstaða Íslands geti haft bein áhrif til góðs fyrir baráttu valdalausrar smáþjóðar. Alþingi hefur falið utanríkisráðherra að beita sér í málefnum Vestur-Sahara og tryggja að sjálfsákvörðunarréttur íbúanna verði tryggður. Vonandi verður haldið áfram á þeirri braut. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar