Ekkert útlit fyrir Uber á Íslandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. desember 2016 07:00 Leigubílstjórar víða um heim eru ósáttir við Uber og hafa mótmælt starfsemi fyrirtækisins harðlega. Þessir tveir krefjast þess að fyrirtækið stöðvi og líkja því við mafíu. Nordicphotos/AFP Alls fóru 472.672 ferðamenn um Keflavíkurflugvöll árið 2008. Þá voru virk leigubílaleyfi í landinu 537 talsins. Árið 2015 fóru 1.261.938 ferðamenn um Keflavíkurflugvöll en virk leigubílaleyfi voru 547. Á meðan fjöldi ferðamanna næstum þrefaldaðist fjölgaði virkum leigubílaleyfum um tíu. Þetta kemur fram í svari Samgöngustofu við fyrirspurn Fréttablaðsins. Eru þar gefnar tölur um fjölda virkra leigubílaleyfa undanfarin ár. „[H]eildartalan hverju sinni er alltaf hærri þar sem leyfishafi má leggja leyfið inn tímabundið í allt að fjögur ár á tíu ára tímabili og taka þarf tillit til þeirra leyfa,“ segir í svarinu. Eins og er er takmörkun á útgefnum leigubílaleyfum. Þannig er heimild á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum fyrir samtals 560 leigubíla, að teknu tilliti til þeirra leyfa sem eru lögð inn tímabundið. Þá er einnig heimild fyrir 21 leigubíl á Akureyri og átta í Árborg. Þessi takmörkun er sömuleiðis það sem stendur bandaríska leigubílafyrirtækinu Uber fyrir þrifum. Greint var frá því fyrir rétt rúmum tveimur árum að nógu margar undirskriftir hefðu safnast til þess að Uber gæti hafið starfsemi í Reykjavík. Ekkert hefur hins vegar heyrst af þeim áformum síðan þá og er Reykjavík enn eina höfuðborg Norðurlanda þar sem þjónusta Uber er ekki aðgengileg. „Uber fellur því eins og staðan er í dag ekki undir þau lög og reglur sem gilda um leigubifreiðar. Til að Uber gæti starfað hér á landi þyrfti því að koma til breyting á regluverkinu. Eitt það helsta er að gefa þyrfti starfsemina frjálsa,“ segir í svarinu frá Samgöngustofu. Fréttablaðið sendi fyrirspurn bæði á Samgöngustofu og innanríkisráðuneytið um hvort Uber hefði haft samband síðastliðin tvö ár varðandi hugsanlega komu til Íslands. Samkvæmt svörum við þeim fyrirspurnum hefur það ekki gerst. Enn er því óljóst hvort Uber hyggist bjóða upp á þjónustu sína á Íslandi þrátt fyrir að margt hafi bent til þess árið 2014. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Alls fóru 472.672 ferðamenn um Keflavíkurflugvöll árið 2008. Þá voru virk leigubílaleyfi í landinu 537 talsins. Árið 2015 fóru 1.261.938 ferðamenn um Keflavíkurflugvöll en virk leigubílaleyfi voru 547. Á meðan fjöldi ferðamanna næstum þrefaldaðist fjölgaði virkum leigubílaleyfum um tíu. Þetta kemur fram í svari Samgöngustofu við fyrirspurn Fréttablaðsins. Eru þar gefnar tölur um fjölda virkra leigubílaleyfa undanfarin ár. „[H]eildartalan hverju sinni er alltaf hærri þar sem leyfishafi má leggja leyfið inn tímabundið í allt að fjögur ár á tíu ára tímabili og taka þarf tillit til þeirra leyfa,“ segir í svarinu. Eins og er er takmörkun á útgefnum leigubílaleyfum. Þannig er heimild á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum fyrir samtals 560 leigubíla, að teknu tilliti til þeirra leyfa sem eru lögð inn tímabundið. Þá er einnig heimild fyrir 21 leigubíl á Akureyri og átta í Árborg. Þessi takmörkun er sömuleiðis það sem stendur bandaríska leigubílafyrirtækinu Uber fyrir þrifum. Greint var frá því fyrir rétt rúmum tveimur árum að nógu margar undirskriftir hefðu safnast til þess að Uber gæti hafið starfsemi í Reykjavík. Ekkert hefur hins vegar heyrst af þeim áformum síðan þá og er Reykjavík enn eina höfuðborg Norðurlanda þar sem þjónusta Uber er ekki aðgengileg. „Uber fellur því eins og staðan er í dag ekki undir þau lög og reglur sem gilda um leigubifreiðar. Til að Uber gæti starfað hér á landi þyrfti því að koma til breyting á regluverkinu. Eitt það helsta er að gefa þyrfti starfsemina frjálsa,“ segir í svarinu frá Samgöngustofu. Fréttablaðið sendi fyrirspurn bæði á Samgöngustofu og innanríkisráðuneytið um hvort Uber hefði haft samband síðastliðin tvö ár varðandi hugsanlega komu til Íslands. Samkvæmt svörum við þeim fyrirspurnum hefur það ekki gerst. Enn er því óljóst hvort Uber hyggist bjóða upp á þjónustu sína á Íslandi þrátt fyrir að margt hafi bent til þess árið 2014. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira