Salan á Borgun verstu viðskipti ársins Hafliði Helgason skrifar 28. desember 2016 09:45 Sala Landsbankans á Borgun vakti mikla athygli og hafði að lokum þær afleiðingar að Steinþór Pálsson lét af störfum sem bankastjóri Landsbankans. Vísir/Stefán Sala Landsbankans á hlut sínum í Borgun fékk þann vafasama heiður að vera verstu viðskipti ársins 2016 að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Viðskiptin sjálf áttu sér stað 2014 en eftirmál þeirra litu dagsins ljós á þessu ári sem endaði með skýrslu frá Ríkisendurskoðun og skömmu síðar lét Steinþór Pálsson af störfum sem bankastjóri Landsbankans. Gagnrýni á söluna komst í hámæli þegar í ljós kom að kaupendur að hlut Landsbankans fengu í sinn hlut mikinn söluhagnað vegna eignarhlutar Borgunar í Visa Europe þegar það var selt til Visa Inc. Landsbankinn hafði ekki tryggt sér valrétt að eignarhlutnum eins og gert hafði verið við sölu á Valitor. Fram kom í ummælum dómnefndarfólks Markaðarins að salan hefði verið ógagnsæ. Setja hefði átt Borgun í opið söluferli og að ekki hafi verið vandað nægjanlega til verka. Önnur viðskipti sem tilnefnd voru sem verstu viðskipti ársins voru Brúnegg þar sem í ljós kom að aðbúnaður hænsnfugla var langt frá því að vera fullnægjandi miðað við markaðssetningu vörunnar sem vistvænnar. Þá var einnig nefnd sala Lindarhvols sem fer með eignir ríkisins í Klakka. Þar nefndu dómnefndarmenn ógagnsæi og ófagleg vinnubrögð við söluna sem drægju úr trúverðugleika viðskiptalífsins. Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Landsbankinn tekur skýrslu Ríkisendurskoðunar alvarlega Í skýrslunni er það aðallega gagnrýnt að bankinn hafi selt eignir í lokuðu söluferli á því tímabili sem skýrslan nær til en gagnrýnin snýr meðal annars að sölu bankans á eignarhlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun. 21. nóvember 2016 11:38 Landsbankinn gleymdi líklegast að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe Í drögum að skýrslu sem Ríkisendurskoðun vinnur nú að vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun kemur fram að á fundum með stofnuninni í ágúst og september síðastliðnum hafi Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, viðurkennt að bankinn hafi að öllum líkindum gleymt að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe. 16. nóvember 2016 07:22 Steinþór Pálsson lætur af störfum hjá Landsbankanum Um er að ræða samkomulag bankaráðs og bankastjórans. 30. nóvember 2016 16:04 Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Sala Landsbankans á hlut sínum í Borgun fékk þann vafasama heiður að vera verstu viðskipti ársins 2016 að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Viðskiptin sjálf áttu sér stað 2014 en eftirmál þeirra litu dagsins ljós á þessu ári sem endaði með skýrslu frá Ríkisendurskoðun og skömmu síðar lét Steinþór Pálsson af störfum sem bankastjóri Landsbankans. Gagnrýni á söluna komst í hámæli þegar í ljós kom að kaupendur að hlut Landsbankans fengu í sinn hlut mikinn söluhagnað vegna eignarhlutar Borgunar í Visa Europe þegar það var selt til Visa Inc. Landsbankinn hafði ekki tryggt sér valrétt að eignarhlutnum eins og gert hafði verið við sölu á Valitor. Fram kom í ummælum dómnefndarfólks Markaðarins að salan hefði verið ógagnsæ. Setja hefði átt Borgun í opið söluferli og að ekki hafi verið vandað nægjanlega til verka. Önnur viðskipti sem tilnefnd voru sem verstu viðskipti ársins voru Brúnegg þar sem í ljós kom að aðbúnaður hænsnfugla var langt frá því að vera fullnægjandi miðað við markaðssetningu vörunnar sem vistvænnar. Þá var einnig nefnd sala Lindarhvols sem fer með eignir ríkisins í Klakka. Þar nefndu dómnefndarmenn ógagnsæi og ófagleg vinnubrögð við söluna sem drægju úr trúverðugleika viðskiptalífsins.
Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Landsbankinn tekur skýrslu Ríkisendurskoðunar alvarlega Í skýrslunni er það aðallega gagnrýnt að bankinn hafi selt eignir í lokuðu söluferli á því tímabili sem skýrslan nær til en gagnrýnin snýr meðal annars að sölu bankans á eignarhlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun. 21. nóvember 2016 11:38 Landsbankinn gleymdi líklegast að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe Í drögum að skýrslu sem Ríkisendurskoðun vinnur nú að vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun kemur fram að á fundum með stofnuninni í ágúst og september síðastliðnum hafi Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, viðurkennt að bankinn hafi að öllum líkindum gleymt að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe. 16. nóvember 2016 07:22 Steinþór Pálsson lætur af störfum hjá Landsbankanum Um er að ræða samkomulag bankaráðs og bankastjórans. 30. nóvember 2016 16:04 Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Landsbankinn tekur skýrslu Ríkisendurskoðunar alvarlega Í skýrslunni er það aðallega gagnrýnt að bankinn hafi selt eignir í lokuðu söluferli á því tímabili sem skýrslan nær til en gagnrýnin snýr meðal annars að sölu bankans á eignarhlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun. 21. nóvember 2016 11:38
Landsbankinn gleymdi líklegast að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe Í drögum að skýrslu sem Ríkisendurskoðun vinnur nú að vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun kemur fram að á fundum með stofnuninni í ágúst og september síðastliðnum hafi Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, viðurkennt að bankinn hafi að öllum líkindum gleymt að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe. 16. nóvember 2016 07:22
Steinþór Pálsson lætur af störfum hjá Landsbankanum Um er að ræða samkomulag bankaráðs og bankastjórans. 30. nóvember 2016 16:04