Vinsælustu áfangastaðir Íslendinga árið 2016 nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 30. desember 2016 10:30 Kaupmannahöfn og Lundúnir eru vinsælustu áfangastaðir Íslendinga. Vísir/Vilhelm Kaupmannahöfn og London eru langvinsælustu áfangastaðir Íslendinga árið 2016. Dohop tók saman þá áfangastaði sem oftast voru slegnir inn í leitarvél þeirra af Íslendingum á árinu fyrir Vísi. Tölurnar miðast ekki við keyptar ferðir, heldur þá áfangastaði sem landsmenn hafa oftast slegið inn í leitarvélina. Hér er listinn í heild sinni: 1. Kaupmannahöfn 2. London 3. París 4. Barselóna 5. Osló 6. Tenerife 7. Alicante 8. Berlín 9. Amsterdam 10. Mílanó Kaupmannahöfn er á toppi listans en borgin hefur verið vinsæll áfangastaður Íslendinga í áraraðir. Samkvæmt upplýsingum frá Dohop er borgin jafnframt í öðru sæti á lista yfir borgir þar sem flestir Íslendingar bóka hótel. Lundúnir eru í öðru sæti listans og borgin er efst á lista yfir þá áfangastaði þar sem flestir Íslendingar bóka hótel. Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, eru Lundúnir og Kaupmannahöfn þær borgir sem flestir sækja heim og þannig hafi það lengi verið. París er í þriðja sæti á listanum. Fjölmargir Íslendingar lögðu leið sína til Frakklands á EM í fótbolta og mörg flugfélög bættu við flugum til Parísar og annarra áfangastaða í Frakklandi í júní. Nice komst ekki á lista yfir tíu vinsælustu áfangastaðina en borgin vermir þó tólfta sæti. Barselóna er í fjórða sæti en nú er flogið beint til borgarinnar allt árið um kring. Beint flug er frá Keflavíkurflugvelli til allra áfangastaðanna sem eru á listanum. Flugleitir Íslendinga til Lundúna og Kaupmannahafnar voru yfir 400 þúsund á árinu.mynd/vísirÞrátt fyrir að beint flug sé frá Íslandi til yfir tuttugu áfangastaða í Kanada og Bandaríkjunum komst engin borg vestanhafs á listann. Dohop tók einnig saman tölur um hótelbókanir Íslendinga í gegnum síðuna og þar var New York í áttunda sæti.Mikil aukning í ferðamennsku Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, sagði í samtali við Vísi að ferðalög Íslendinga væru að aukast og farþegatölur ferðaskrifstofunnar væru ekki ólíkar því sem var árið 2007. Hann spáði því að ferðalög Íslendinga til útlanda verði enn meiri á næsta ári. „Sólarlandaferðirnar í vetur hafa selst afar vel hjá okkur,“ fullyrti Tómas. Að sama skapi fjölgar ferðamönnum sem sækja Ísland heim. Samkvæmt vef Isavia hafa 6,3 milljónir manna farið í gegnum flugvöllinn það sem af er árinu, samanborið við rúmlega 4,5 milljónir á sama tíma í fyrra. 317 Íslendingar bókuðu hótel í Reykjavík í gegnum Dohop.mynd/vísir Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Flugfargjöld fara sífellt lækkandi Meðalverð fargjalds í janúar árið 2017 er 20 þúsund krónum lægra en á sama tíma fyrir ári. 29. desember 2016 13:16 55 prósent Íslendinga ferðuðust til útlanda í sumar Um 75 prósent aðspurðra sögðust hafa ferðast innanlands í sumar samkvmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. 25. október 2016 10:59 Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Sjá meira
Kaupmannahöfn og London eru langvinsælustu áfangastaðir Íslendinga árið 2016. Dohop tók saman þá áfangastaði sem oftast voru slegnir inn í leitarvél þeirra af Íslendingum á árinu fyrir Vísi. Tölurnar miðast ekki við keyptar ferðir, heldur þá áfangastaði sem landsmenn hafa oftast slegið inn í leitarvélina. Hér er listinn í heild sinni: 1. Kaupmannahöfn 2. London 3. París 4. Barselóna 5. Osló 6. Tenerife 7. Alicante 8. Berlín 9. Amsterdam 10. Mílanó Kaupmannahöfn er á toppi listans en borgin hefur verið vinsæll áfangastaður Íslendinga í áraraðir. Samkvæmt upplýsingum frá Dohop er borgin jafnframt í öðru sæti á lista yfir borgir þar sem flestir Íslendingar bóka hótel. Lundúnir eru í öðru sæti listans og borgin er efst á lista yfir þá áfangastaði þar sem flestir Íslendingar bóka hótel. Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, eru Lundúnir og Kaupmannahöfn þær borgir sem flestir sækja heim og þannig hafi það lengi verið. París er í þriðja sæti á listanum. Fjölmargir Íslendingar lögðu leið sína til Frakklands á EM í fótbolta og mörg flugfélög bættu við flugum til Parísar og annarra áfangastaða í Frakklandi í júní. Nice komst ekki á lista yfir tíu vinsælustu áfangastaðina en borgin vermir þó tólfta sæti. Barselóna er í fjórða sæti en nú er flogið beint til borgarinnar allt árið um kring. Beint flug er frá Keflavíkurflugvelli til allra áfangastaðanna sem eru á listanum. Flugleitir Íslendinga til Lundúna og Kaupmannahafnar voru yfir 400 þúsund á árinu.mynd/vísirÞrátt fyrir að beint flug sé frá Íslandi til yfir tuttugu áfangastaða í Kanada og Bandaríkjunum komst engin borg vestanhafs á listann. Dohop tók einnig saman tölur um hótelbókanir Íslendinga í gegnum síðuna og þar var New York í áttunda sæti.Mikil aukning í ferðamennsku Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, sagði í samtali við Vísi að ferðalög Íslendinga væru að aukast og farþegatölur ferðaskrifstofunnar væru ekki ólíkar því sem var árið 2007. Hann spáði því að ferðalög Íslendinga til útlanda verði enn meiri á næsta ári. „Sólarlandaferðirnar í vetur hafa selst afar vel hjá okkur,“ fullyrti Tómas. Að sama skapi fjölgar ferðamönnum sem sækja Ísland heim. Samkvæmt vef Isavia hafa 6,3 milljónir manna farið í gegnum flugvöllinn það sem af er árinu, samanborið við rúmlega 4,5 milljónir á sama tíma í fyrra. 317 Íslendingar bókuðu hótel í Reykjavík í gegnum Dohop.mynd/vísir
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Flugfargjöld fara sífellt lækkandi Meðalverð fargjalds í janúar árið 2017 er 20 þúsund krónum lægra en á sama tíma fyrir ári. 29. desember 2016 13:16 55 prósent Íslendinga ferðuðust til útlanda í sumar Um 75 prósent aðspurðra sögðust hafa ferðast innanlands í sumar samkvmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. 25. október 2016 10:59 Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Sjá meira
Flugfargjöld fara sífellt lækkandi Meðalverð fargjalds í janúar árið 2017 er 20 þúsund krónum lægra en á sama tíma fyrir ári. 29. desember 2016 13:16
55 prósent Íslendinga ferðuðust til útlanda í sumar Um 75 prósent aðspurðra sögðust hafa ferðast innanlands í sumar samkvmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. 25. október 2016 10:59