Björgvin Karl Guðmundsson endaði í 7. sæti á sterku crossfit- og fitnessmóti í Dúbaí, Dubai Fitness Championship.
Björgvin fékk alls 939 stig á mótinu. Hann var í 5. sæti fyrir lokagreinarnar þrjár.
Heimsmeistarinn Matthew Fraser hrósaði sigri á mótinu en hann fékk 1132 stig.
Árni Björn Kristjánsson endaði í 27. sæti með 539 stig og Þröstur Ólason í 31. sæti með 494 stig.

