Skrítin staða í fjaðurvigtinni gæti orðið enn flóknari í kvöld Pétur Marinó Jónsson skrifar 10. desember 2016 15:34 UFC 206 fer fram í kvöld og gæti skapast skrítin staða í fjaðurvigtinni með ákveðnum úrslitum. Anthony Pettis mætir Max Holloway í aðalbardaga kvöldsins og þótt um titilbardaga sé að ræða mun Pettis ekki fá neitt belti með sigri. Upphaflega átti bardagi Pettis og Holloway að vera upp á svo kallaðan bráðabirgðartitil í fjaðurvigtinni (e. interim title). Þetta belti virðist vera gjörsamlega tilgangslaust enda er alvöru fjaðurvigtarmeistarinn Jose Aldo heill heilsu og mun berjast snemma á næsta ári.Conor McGregor var auðvitað fjaðurvigtarmeistarinn en þar sem hann hafði ekki varið beltið sitt í 11 mánuði ákvað UFC að svipta hann titlinum. Jose Aldo var áður bráðabirgðarmeistarinn en eftir að Conor var sviptur titlinum var Aldo gerður að alvöru meistaranum. Til að gera málin enn flóknari ákvað UFC að búa til nýjan bráðabirgðartitil fyrir bardaga Holloway og Pettis. Upphaflega átti aðalbardaginn á UFC 206 að vera titilbardagi í léttþungavigtinni á milli Daniel Cormier og Anthony Johnson. En eftir að Cormier meiddist var bardagi Pettis og Holloway færður í aðalbardaga kvöldsins og skyndilega orðinn titilbardagi. Málin urðu hins vegar enn flóknari í gær þegar Anthony Pettis mistókst að ná fjaðurvigtartakmarkinu. Pettis getur því ekki orðið bráðabirgðarmeistari í fjaðurvigt með sigri í kvöld. Andstæðingur hans, Max Holloway, náði fjaðurvigtartakmarkinu hins vegar og hann getur fengið beltið um mittið með sigri í kvöld. Upphaflega átti sigurvegarinn og þá nýkrýndur bráðabirgðarmeistari að mæta Jose Aldo á komandi ári og sameina beltin. En hvað gerist ef Anthony Pettis vinnur? Pettis gat ómögulega náð vigt í gær þar sem líkaminn gaf sig og er óvíst hvort hann muni reyna aftur að berjast í fjaðurvigt. Hver á þá að fá næsta titilbardaga gegn Jose Aldo? Það eru kannski seinnitíma vandamál en eina sem vitað er að bardaginn í kvöld verður áhugaverður. Anthony Pettis er fyrrum léttvigtarmeistari UFC og átti þetta að vera hans annar bardagi í fjaðurvigtinni. Pettis getur sýnt ótrúleg tilþrif í búrinu og er hrein unun að sjá hann upp á sitt besta. Max Holloway hefur farið á kostum síðan hann tapaði fyrir Conor McGregor árið 2013. Holloway hefur unnið níu bardaga í röð og er hann sigurstranglegri í kvöld en fyrrum meistarinn. UFC 206 er hörku bardagakvöld þó engin risa nöfn séu á bardagakvöldinu. Kúrekinn vinsæli Donald Cerrone mætir harðjaxlinum Matt Brown í afar spennandi bardaga. Þá verður gaman að sjá rotarann sem lítur út fyrir að vera 12 ára, Doo Hoi Choi, fá stórt tækifæri gegn Cub Swanson. UFC 206 verður í beinni útsendingu í nótt á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 3. MMA Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Fórnaði frægasta hári handboltans Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Nánast ómögulegt að sigra“ Sjá meira
UFC 206 fer fram í kvöld og gæti skapast skrítin staða í fjaðurvigtinni með ákveðnum úrslitum. Anthony Pettis mætir Max Holloway í aðalbardaga kvöldsins og þótt um titilbardaga sé að ræða mun Pettis ekki fá neitt belti með sigri. Upphaflega átti bardagi Pettis og Holloway að vera upp á svo kallaðan bráðabirgðartitil í fjaðurvigtinni (e. interim title). Þetta belti virðist vera gjörsamlega tilgangslaust enda er alvöru fjaðurvigtarmeistarinn Jose Aldo heill heilsu og mun berjast snemma á næsta ári.Conor McGregor var auðvitað fjaðurvigtarmeistarinn en þar sem hann hafði ekki varið beltið sitt í 11 mánuði ákvað UFC að svipta hann titlinum. Jose Aldo var áður bráðabirgðarmeistarinn en eftir að Conor var sviptur titlinum var Aldo gerður að alvöru meistaranum. Til að gera málin enn flóknari ákvað UFC að búa til nýjan bráðabirgðartitil fyrir bardaga Holloway og Pettis. Upphaflega átti aðalbardaginn á UFC 206 að vera titilbardagi í léttþungavigtinni á milli Daniel Cormier og Anthony Johnson. En eftir að Cormier meiddist var bardagi Pettis og Holloway færður í aðalbardaga kvöldsins og skyndilega orðinn titilbardagi. Málin urðu hins vegar enn flóknari í gær þegar Anthony Pettis mistókst að ná fjaðurvigtartakmarkinu. Pettis getur því ekki orðið bráðabirgðarmeistari í fjaðurvigt með sigri í kvöld. Andstæðingur hans, Max Holloway, náði fjaðurvigtartakmarkinu hins vegar og hann getur fengið beltið um mittið með sigri í kvöld. Upphaflega átti sigurvegarinn og þá nýkrýndur bráðabirgðarmeistari að mæta Jose Aldo á komandi ári og sameina beltin. En hvað gerist ef Anthony Pettis vinnur? Pettis gat ómögulega náð vigt í gær þar sem líkaminn gaf sig og er óvíst hvort hann muni reyna aftur að berjast í fjaðurvigt. Hver á þá að fá næsta titilbardaga gegn Jose Aldo? Það eru kannski seinnitíma vandamál en eina sem vitað er að bardaginn í kvöld verður áhugaverður. Anthony Pettis er fyrrum léttvigtarmeistari UFC og átti þetta að vera hans annar bardagi í fjaðurvigtinni. Pettis getur sýnt ótrúleg tilþrif í búrinu og er hrein unun að sjá hann upp á sitt besta. Max Holloway hefur farið á kostum síðan hann tapaði fyrir Conor McGregor árið 2013. Holloway hefur unnið níu bardaga í röð og er hann sigurstranglegri í kvöld en fyrrum meistarinn. UFC 206 er hörku bardagakvöld þó engin risa nöfn séu á bardagakvöldinu. Kúrekinn vinsæli Donald Cerrone mætir harðjaxlinum Matt Brown í afar spennandi bardaga. Þá verður gaman að sjá rotarann sem lítur út fyrir að vera 12 ára, Doo Hoi Choi, fá stórt tækifæri gegn Cub Swanson. UFC 206 verður í beinni útsendingu í nótt á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 3.
MMA Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Fórnaði frægasta hári handboltans Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Nánast ómögulegt að sigra“ Sjá meira