Útblástur og offita Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 13. desember 2016 07:00 Enn eru til þeir sem afneita því að loftlagsbreytingar séu af mannavöldum og vilja helst hætta öllum aðgerðum sem stuðla að minni útblæstri kolefnis. Þetta er þægileg afstaða enda er alltaf auðveldast að gera ekki neitt. Það er samt mikið hugrekki fólgið í því að treysta á að loftslagsbreytingar hafi ekkert með mannlegt eðli að gera. Ég t.d. trúi því ekki að það muni kvikna í húsinu mínu en sannfæring mín nær þó ekki lengra en svo að ég brunatryggi húsið upp í topp og eyði stórfé í reykskynjara, eldvarnateppi og slökkvitæki. Loftslagsmál eru ekki svo flókin þegar þau eru skoðuð í samhengi við offitu. Gróðurhúsaáhrif eru, sem betur fer staðreynd, enda myndi meðalhiti á jörðinni vera -18°C ef þeirra nyti ekki við. Kolefni í lofthjúpnum virkar sem einangrun þannig að hluti af hitageislum frá jörðu endurkastast til baka og gerir loftslagið bærilegra. Matur er kolefni og við mannfólkið borðum kolefni til að brenna í frumum okkar þannig að hitinn í okkur verði bærilegur eða 37°C. Kolefnið er því mikilvægt í hitastjórnun jarðar sem og mannslíkamans. Kolefnið sem við brennum í bílum, skipum og orkuverum fer upp í lofthjúpinn og eykur einangrunina. Á sama hátt verður kolefnið sem við brennum ekki í líkamanum að fitu. Meira kolefni í lofthjúpi myndar meiri einangrun og meiri einangrun veldur minna hitatapi og því hærra hitastigi. Meira af kolefni í líkama okkar veldur meiri fitu og þar með meiri einangrun. Mælingar sýna að styrkur kolefnis eykst hratt í lofthjúpi og hefur aldrei verið meiri. Mælingar sýna einnig að offita eykst á Vesturlöndum og hefur aldrei verið meiri. Við brennum kolefni í formi olíu, kola og gass, í mörg hundruð sinnum meira magni en binst í gróðri. Allt of margir innbyrða miklu meira af kolefni í formi fæðu en þeir brenna með hreyfingu. Þess vegna eykst einangrun í lofthjúpi og utan á mannfólki. Spurningin er því, þurfum við að bregðast við eða er offita kannski ekki af mannavöldum? Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Enn eru til þeir sem afneita því að loftlagsbreytingar séu af mannavöldum og vilja helst hætta öllum aðgerðum sem stuðla að minni útblæstri kolefnis. Þetta er þægileg afstaða enda er alltaf auðveldast að gera ekki neitt. Það er samt mikið hugrekki fólgið í því að treysta á að loftslagsbreytingar hafi ekkert með mannlegt eðli að gera. Ég t.d. trúi því ekki að það muni kvikna í húsinu mínu en sannfæring mín nær þó ekki lengra en svo að ég brunatryggi húsið upp í topp og eyði stórfé í reykskynjara, eldvarnateppi og slökkvitæki. Loftslagsmál eru ekki svo flókin þegar þau eru skoðuð í samhengi við offitu. Gróðurhúsaáhrif eru, sem betur fer staðreynd, enda myndi meðalhiti á jörðinni vera -18°C ef þeirra nyti ekki við. Kolefni í lofthjúpnum virkar sem einangrun þannig að hluti af hitageislum frá jörðu endurkastast til baka og gerir loftslagið bærilegra. Matur er kolefni og við mannfólkið borðum kolefni til að brenna í frumum okkar þannig að hitinn í okkur verði bærilegur eða 37°C. Kolefnið er því mikilvægt í hitastjórnun jarðar sem og mannslíkamans. Kolefnið sem við brennum í bílum, skipum og orkuverum fer upp í lofthjúpinn og eykur einangrunina. Á sama hátt verður kolefnið sem við brennum ekki í líkamanum að fitu. Meira kolefni í lofthjúpi myndar meiri einangrun og meiri einangrun veldur minna hitatapi og því hærra hitastigi. Meira af kolefni í líkama okkar veldur meiri fitu og þar með meiri einangrun. Mælingar sýna að styrkur kolefnis eykst hratt í lofthjúpi og hefur aldrei verið meiri. Mælingar sýna einnig að offita eykst á Vesturlöndum og hefur aldrei verið meiri. Við brennum kolefni í formi olíu, kola og gass, í mörg hundruð sinnum meira magni en binst í gróðri. Allt of margir innbyrða miklu meira af kolefni í formi fæðu en þeir brenna með hreyfingu. Þess vegna eykst einangrun í lofthjúpi og utan á mannfólki. Spurningin er því, þurfum við að bregðast við eða er offita kannski ekki af mannavöldum? Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun