Útblástur og offita Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 13. desember 2016 07:00 Enn eru til þeir sem afneita því að loftlagsbreytingar séu af mannavöldum og vilja helst hætta öllum aðgerðum sem stuðla að minni útblæstri kolefnis. Þetta er þægileg afstaða enda er alltaf auðveldast að gera ekki neitt. Það er samt mikið hugrekki fólgið í því að treysta á að loftslagsbreytingar hafi ekkert með mannlegt eðli að gera. Ég t.d. trúi því ekki að það muni kvikna í húsinu mínu en sannfæring mín nær þó ekki lengra en svo að ég brunatryggi húsið upp í topp og eyði stórfé í reykskynjara, eldvarnateppi og slökkvitæki. Loftslagsmál eru ekki svo flókin þegar þau eru skoðuð í samhengi við offitu. Gróðurhúsaáhrif eru, sem betur fer staðreynd, enda myndi meðalhiti á jörðinni vera -18°C ef þeirra nyti ekki við. Kolefni í lofthjúpnum virkar sem einangrun þannig að hluti af hitageislum frá jörðu endurkastast til baka og gerir loftslagið bærilegra. Matur er kolefni og við mannfólkið borðum kolefni til að brenna í frumum okkar þannig að hitinn í okkur verði bærilegur eða 37°C. Kolefnið er því mikilvægt í hitastjórnun jarðar sem og mannslíkamans. Kolefnið sem við brennum í bílum, skipum og orkuverum fer upp í lofthjúpinn og eykur einangrunina. Á sama hátt verður kolefnið sem við brennum ekki í líkamanum að fitu. Meira kolefni í lofthjúpi myndar meiri einangrun og meiri einangrun veldur minna hitatapi og því hærra hitastigi. Meira af kolefni í líkama okkar veldur meiri fitu og þar með meiri einangrun. Mælingar sýna að styrkur kolefnis eykst hratt í lofthjúpi og hefur aldrei verið meiri. Mælingar sýna einnig að offita eykst á Vesturlöndum og hefur aldrei verið meiri. Við brennum kolefni í formi olíu, kola og gass, í mörg hundruð sinnum meira magni en binst í gróðri. Allt of margir innbyrða miklu meira af kolefni í formi fæðu en þeir brenna með hreyfingu. Þess vegna eykst einangrun í lofthjúpi og utan á mannfólki. Spurningin er því, þurfum við að bregðast við eða er offita kannski ekki af mannavöldum? Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Enn eru til þeir sem afneita því að loftlagsbreytingar séu af mannavöldum og vilja helst hætta öllum aðgerðum sem stuðla að minni útblæstri kolefnis. Þetta er þægileg afstaða enda er alltaf auðveldast að gera ekki neitt. Það er samt mikið hugrekki fólgið í því að treysta á að loftslagsbreytingar hafi ekkert með mannlegt eðli að gera. Ég t.d. trúi því ekki að það muni kvikna í húsinu mínu en sannfæring mín nær þó ekki lengra en svo að ég brunatryggi húsið upp í topp og eyði stórfé í reykskynjara, eldvarnateppi og slökkvitæki. Loftslagsmál eru ekki svo flókin þegar þau eru skoðuð í samhengi við offitu. Gróðurhúsaáhrif eru, sem betur fer staðreynd, enda myndi meðalhiti á jörðinni vera -18°C ef þeirra nyti ekki við. Kolefni í lofthjúpnum virkar sem einangrun þannig að hluti af hitageislum frá jörðu endurkastast til baka og gerir loftslagið bærilegra. Matur er kolefni og við mannfólkið borðum kolefni til að brenna í frumum okkar þannig að hitinn í okkur verði bærilegur eða 37°C. Kolefnið er því mikilvægt í hitastjórnun jarðar sem og mannslíkamans. Kolefnið sem við brennum í bílum, skipum og orkuverum fer upp í lofthjúpinn og eykur einangrunina. Á sama hátt verður kolefnið sem við brennum ekki í líkamanum að fitu. Meira kolefni í lofthjúpi myndar meiri einangrun og meiri einangrun veldur minna hitatapi og því hærra hitastigi. Meira af kolefni í líkama okkar veldur meiri fitu og þar með meiri einangrun. Mælingar sýna að styrkur kolefnis eykst hratt í lofthjúpi og hefur aldrei verið meiri. Mælingar sýna einnig að offita eykst á Vesturlöndum og hefur aldrei verið meiri. Við brennum kolefni í formi olíu, kola og gass, í mörg hundruð sinnum meira magni en binst í gróðri. Allt of margir innbyrða miklu meira af kolefni í formi fæðu en þeir brenna með hreyfingu. Þess vegna eykst einangrun í lofthjúpi og utan á mannfólki. Spurningin er því, þurfum við að bregðast við eða er offita kannski ekki af mannavöldum? Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar