Dómsmál ársins í viðskiptalífinu árið 2016 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. desember 2016 13:45 Nokkrir af þeim sem komu við sögu í umfangsmestu dómsmálum ársins í viðskiptalífinu. Vísir Það var nóg um að vera í dómsölum landsins á árinu sem er að líða, bæði í héraðsdómum sem og í Hæstarétti. Eins og undanfarin ár fylgdist Vísir grannt með hinum ýmsu málum á sviði viðskipta sem komu til kasta dómstóla á árinu þar sem mál sérstaks saksóknara voru fyrirferðamikil eins og undanfarin ár. Í samantektinni sem fylgir hér á eftir er farið stuttlega yfir nokkur af þeim sem hæst báru hverju sinni. Athugið þó að listinn er ekki tæmandi. CLN-málið Sérstakur saksóknari ákærði þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg og Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, fyrir umboðssvik í CLN-málinu svokallaða. Aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í desember 2015 og féll dómur í því í janúar síðastliðnum. Þremenningarnir voru þar sýknaðir en málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem enn á eftir að kveða upp sinn dóm.Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var tíður gestur í dómssal á árinu.Vísir/GVAMarkaðsmisnotkunarmál Kaupþings Þann 6. október síðastliðinn, nákvæmlega átta árum upp á dag eftir að bankarnir féllu á Íslandi og Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, bað guð að blessa Ísland þyngdi Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, í svokölluðu markaðsmisnotkunarmáli bankans. Hreiðar var ákærður ásamt átta öðrum starfsmönnum Kaupþings, þar á meðal þeim Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni bankans, og Ingólfi Helgasyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi. Voru þeir báðir dæmdir í fangelsi, Sigurður í eitt ár og Ingólfur í fjögur og hálft ár.Geirmundur Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri í Keflavík, var sýknaður af ákæru um umboðssvik í nóvember.Fyrrverandi sparisjóðsstjóri sýknaður af ákæru um umboðssvik Geirmundur Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík, var í byrjun nóvember sýknaður af ákæru um umboðssvik í Héraðsdómi Reykjaness. Geirmundur var ákærður fyrir að misnota aðstöðu sína sem sparisjóðsstjóri með lánveitingum til einkahlutafélaga. Fjárhæðirnar sem tíundaðar voru í ákærunni námu 800 milljónum króna. Lárus Welding í dómsal í Aurum-málinu.vísir/gvaVerðsamráðsmál BYKO og Húsasmiðjunnar Átta starfsmenn BYKO og Húsasmiðjunnar voru fyrr í þessum mánuði sakfelldir í Hæstarétti fyrir verðsamráð og samkeppnislagabrot. Rétturinn sneri þar með við sýknudómum Héraðsdóms Reykjavíkur en tveir sýknudómar voru staðfestir. Voru dómar Hæstaréttar skilorðsbundnir að mestu.Aurum-málið Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi þá Lárus Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, í fangelsi í nóvember síðastliðnum fyrir umboðssvik í Aurum-málinu svokallaða. Var Lárus dæmdur í ársfangelsi en Magnús Arnar í tveggja ára fangelsi. Þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, einn stærsti eigandi Glitnis, og Bjarni Jóhannesson, sem var viðskiptastjóri hjá Glitni, voru hins vegar sýknaðir í málinu. Fréttir ársins 2016 Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Það var nóg um að vera í dómsölum landsins á árinu sem er að líða, bæði í héraðsdómum sem og í Hæstarétti. Eins og undanfarin ár fylgdist Vísir grannt með hinum ýmsu málum á sviði viðskipta sem komu til kasta dómstóla á árinu þar sem mál sérstaks saksóknara voru fyrirferðamikil eins og undanfarin ár. Í samantektinni sem fylgir hér á eftir er farið stuttlega yfir nokkur af þeim sem hæst báru hverju sinni. Athugið þó að listinn er ekki tæmandi. CLN-málið Sérstakur saksóknari ákærði þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg og Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, fyrir umboðssvik í CLN-málinu svokallaða. Aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í desember 2015 og féll dómur í því í janúar síðastliðnum. Þremenningarnir voru þar sýknaðir en málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem enn á eftir að kveða upp sinn dóm.Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var tíður gestur í dómssal á árinu.Vísir/GVAMarkaðsmisnotkunarmál Kaupþings Þann 6. október síðastliðinn, nákvæmlega átta árum upp á dag eftir að bankarnir féllu á Íslandi og Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, bað guð að blessa Ísland þyngdi Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, í svokölluðu markaðsmisnotkunarmáli bankans. Hreiðar var ákærður ásamt átta öðrum starfsmönnum Kaupþings, þar á meðal þeim Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni bankans, og Ingólfi Helgasyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi. Voru þeir báðir dæmdir í fangelsi, Sigurður í eitt ár og Ingólfur í fjögur og hálft ár.Geirmundur Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri í Keflavík, var sýknaður af ákæru um umboðssvik í nóvember.Fyrrverandi sparisjóðsstjóri sýknaður af ákæru um umboðssvik Geirmundur Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík, var í byrjun nóvember sýknaður af ákæru um umboðssvik í Héraðsdómi Reykjaness. Geirmundur var ákærður fyrir að misnota aðstöðu sína sem sparisjóðsstjóri með lánveitingum til einkahlutafélaga. Fjárhæðirnar sem tíundaðar voru í ákærunni námu 800 milljónum króna. Lárus Welding í dómsal í Aurum-málinu.vísir/gvaVerðsamráðsmál BYKO og Húsasmiðjunnar Átta starfsmenn BYKO og Húsasmiðjunnar voru fyrr í þessum mánuði sakfelldir í Hæstarétti fyrir verðsamráð og samkeppnislagabrot. Rétturinn sneri þar með við sýknudómum Héraðsdóms Reykjavíkur en tveir sýknudómar voru staðfestir. Voru dómar Hæstaréttar skilorðsbundnir að mestu.Aurum-málið Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi þá Lárus Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, í fangelsi í nóvember síðastliðnum fyrir umboðssvik í Aurum-málinu svokallaða. Var Lárus dæmdur í ársfangelsi en Magnús Arnar í tveggja ára fangelsi. Þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, einn stærsti eigandi Glitnis, og Bjarni Jóhannesson, sem var viðskiptastjóri hjá Glitni, voru hins vegar sýknaðir í málinu.
Fréttir ársins 2016 Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira