Námsárangur fór fram úr villtustu væntingum Snærós Sindradóttir skrifar 14. desember 2016 07:00 Börn í Reykjanesbæ standa mun betur að vígi en áður. Þrír af skólunum sex eru á topplistanum eftir samræmdu prófin í ár. „Við vildum sanna að þó menntunarstig sé ekki endilega það hæsta á landinu og félagsleg staða allra ekki svo góð þá þarf það ekki að þýða að við getum ekki staðið okkur í skólanum. Við erum búin að sanna það,“ segir Gyða Margrét Arnmundsdóttir, deildarstjóri hjá Reykjanesbæ. Grunnskólanemar bæjarins hafa tekið miklum framförum á fáum árum. Árangurinn má sjá svart á hvítu í nýútkominni PISA-könnun og niðurstöðum samræmdra prófa. Ráðist var í átak í öllum grunnskólum Reykjanesbæjar árið 2011 til að bæta námsárangur skólanna. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær nýtti bærinn sér niðurstöður samræmdra prófa til að fara í naflaskoðun um skólahald bæjarins. Niðurstöður samræmdra prófa eru settar fram á kvarða þar sem landsmeðaltal er á bilinu 29 til 31. Fái skóli meðaltal einkunna fyrir neðan 28 þykir það slæm niðurstaða fyrir skólann. Niðurstöður yfir 32 þykja sérstaklega góðar. Sem dæmi um árangur einstakra skóla í Reykjanesbæ má nefna Akurskóla sem skoraði afleita einkunn, 21,5 hjá sjöunda bekk í íslensku árið 2006. Í ár fékk skólinn aftur á móti 29,5 og náði þá landsmeðaltali. Annað gott dæmi er sjöundi bekkur Holtaskóla. Árið 2006 náðu nemendur einkunninni 25,9 í stærðfræði sem er slök einkunn. Tíu árum síðar, árið 2016, er einkunnin 35,2 sem er einstaklega góður árangur. „Við tókum okkur saman árið 2011 og breyttum vinnulagi í skólunum með utanumhaldi og ráðgjöf bæði í íslensku og stærðfræði. Þá var gerð samfélagsleg samþykkt um að við ætluðum að bæta námsárangur. Þegar við breyttum verklaginu og settum inn markviss skimunarpróf byrjaði það strax að skila sér í niðurstöðum samræmdra prófa,“ segir Gyða Margrét. Samkomulagið gilti á milli stjórnmálamannanna, forstöðumanna skólanna, nemenda og foreldra. „Við vorum með mottóið að við værum öll í sama liði. Skólarnir deildu svo því sem þeir voru að gera vel og sýndu allar mælingar. Þeir deildu sínum aðferðum sem fór að skila sér í þeim skólum sem voru lakari.“ Skimunarpróf voru markvisst lögð fyrir nemendur svo sjá mætti hverjir þyrftu að bæta sig. Brugðist var við vanda einstakra nemenda þegar þurfa þótti. Fundað var með öllum kennurum bæjarins og sérstakir kennsluráðgjafar á bæjarskrifstofunni voru kennurum til halds og trausts. Þá náði verkefnið alla leið niður í leikskóla bæjarins. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir átaksverkefnið ekki hafa kostað mikið. „Ég hef ekki orðið var við að þetta hafi kostað eina einustu krónu. Þetta var bara spurning um verklag og hvernig menn nýttu tímann. Það segir einhvers staðar að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn og þarna tókst að stilla saman strengi.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Reykjanesbær Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
„Við vildum sanna að þó menntunarstig sé ekki endilega það hæsta á landinu og félagsleg staða allra ekki svo góð þá þarf það ekki að þýða að við getum ekki staðið okkur í skólanum. Við erum búin að sanna það,“ segir Gyða Margrét Arnmundsdóttir, deildarstjóri hjá Reykjanesbæ. Grunnskólanemar bæjarins hafa tekið miklum framförum á fáum árum. Árangurinn má sjá svart á hvítu í nýútkominni PISA-könnun og niðurstöðum samræmdra prófa. Ráðist var í átak í öllum grunnskólum Reykjanesbæjar árið 2011 til að bæta námsárangur skólanna. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær nýtti bærinn sér niðurstöður samræmdra prófa til að fara í naflaskoðun um skólahald bæjarins. Niðurstöður samræmdra prófa eru settar fram á kvarða þar sem landsmeðaltal er á bilinu 29 til 31. Fái skóli meðaltal einkunna fyrir neðan 28 þykir það slæm niðurstaða fyrir skólann. Niðurstöður yfir 32 þykja sérstaklega góðar. Sem dæmi um árangur einstakra skóla í Reykjanesbæ má nefna Akurskóla sem skoraði afleita einkunn, 21,5 hjá sjöunda bekk í íslensku árið 2006. Í ár fékk skólinn aftur á móti 29,5 og náði þá landsmeðaltali. Annað gott dæmi er sjöundi bekkur Holtaskóla. Árið 2006 náðu nemendur einkunninni 25,9 í stærðfræði sem er slök einkunn. Tíu árum síðar, árið 2016, er einkunnin 35,2 sem er einstaklega góður árangur. „Við tókum okkur saman árið 2011 og breyttum vinnulagi í skólunum með utanumhaldi og ráðgjöf bæði í íslensku og stærðfræði. Þá var gerð samfélagsleg samþykkt um að við ætluðum að bæta námsárangur. Þegar við breyttum verklaginu og settum inn markviss skimunarpróf byrjaði það strax að skila sér í niðurstöðum samræmdra prófa,“ segir Gyða Margrét. Samkomulagið gilti á milli stjórnmálamannanna, forstöðumanna skólanna, nemenda og foreldra. „Við vorum með mottóið að við værum öll í sama liði. Skólarnir deildu svo því sem þeir voru að gera vel og sýndu allar mælingar. Þeir deildu sínum aðferðum sem fór að skila sér í þeim skólum sem voru lakari.“ Skimunarpróf voru markvisst lögð fyrir nemendur svo sjá mætti hverjir þyrftu að bæta sig. Brugðist var við vanda einstakra nemenda þegar þurfa þótti. Fundað var með öllum kennurum bæjarins og sérstakir kennsluráðgjafar á bæjarskrifstofunni voru kennurum til halds og trausts. Þá náði verkefnið alla leið niður í leikskóla bæjarins. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir átaksverkefnið ekki hafa kostað mikið. „Ég hef ekki orðið var við að þetta hafi kostað eina einustu krónu. Þetta var bara spurning um verklag og hvernig menn nýttu tímann. Það segir einhvers staðar að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn og þarna tókst að stilla saman strengi.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjanesbær Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira