Þorvaldur skorar á Guðna að veita sér umboð til stjórnarmyndunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. desember 2016 23:00 Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar vill að Guðni Th. Jóhannesson, forseti, veit sér umboð til stjórnarmyndunar. vísir Formaður Alþýðufylkingarinnar skorar á forseta Íslands að veita fylkingunni umboð til að mynda utanþingsstjórn. Þetta kemur fram í opnu bréfi formannsins, Þorvaldar Þorvaldssonar, til Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, sem birtist í Fréttablaðinu í dag. „Í ljósi þess vandræðagangs sem einkennir tilraunir þeirra flokka sem sitja á Alþingi til að reyna að mynda ríkisstjórn viljum við hvetja þig til að leita til Alþýðufylkingarinnar og veita henni umboð til myndunar utanþingsstjórnar,“ segir Þorvaldur. Núverandi stjórnarkreppa varpi ljósi á djúpstæða kreppu í samfélaginu. „Þó að mikið sé talað um efnahagslegt góðæri, nær það aðeins til lítils hluta þjóðarinnar. Auk þess blasir við að þegar næsta efnahagsbóla springur verður það að óbreyttu enn á ný hinn fátæki skari sem verður látinn bera byrðarnar.“ Seðlabanki Íslands lækkaði í morgun stýrivextina um 0,25 prósent meðal annars þar sem hagvöxtur hefði verið umfram spár bankans.Fengu 575 atkvæði Alþýðufylkingin bauð fram í Alþingiskosningunum 2013, sveitastjórnarkosningunum 2014 og aftur í nýafstöðnum kosningum til Alþingis. Þar fékk flokkurinn 575 atkvæði samanlagt eða um 0,3 prósent. Mest var fylgið í norðausturkjördæmi, tæplega eitt prósent. Ljóst er að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er í nokkrum vanda með næstu skref. Fram hefur komið að hans vilji sé að ríkisstjórn sé mynduð fyrir jól en nú eru tíu dagar til jóla. Birgitta Jónsdóttir skilaði umboði til stjórnarmyndunar á Bessastaði á mánudag og eiga flokkarnir nú í óformlegum samtölum hver við annan. Þorvaldur minnir á ítarlega stefnuskrá flokksins í kosningunum.„Féfletta samfélagið í gegnum fjármálakerfið“ „Fjögurra ára áætlun Alþýðufylkingarinnar, sem byggðist á áformum um félagsvæðingu innviða samfélagsins þar sem lykilatriði er að fjármálakerfið verði rekið félagslega, til að það hætti að draga til sín öll tiltæk verðmæti í samfélaginu og svelti þannig velferðina og aðra mikilvæga þjónustu við almenning.“ Hugmyndir annarra flokka séu samhengislausar eða beinlínis handbendi auðstéttarinnar svo hún geti áfram rakað saman gróða á kostnað alþýðunnar. „Þess vegna geta þeir ekki komið sér saman um lausnir á aðsteðjandi vandamálum, enda vilja þeir ekki ráðast að orsökum þeirra.“Grein Þorvaldar má lesa í heild sinni hér en þar ræðir hann nánar um mikilvægi þess að „koma í veg fyrir að fjármálafáveldið í landinu hafi opinn aðgang að því að féfletta samfélagið gegnum fjármálakerfið og aðrar samsteypur auðstéttarinnar.“ Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Formaður Alþýðufylkingarinnar skorar á forseta Íslands að veita fylkingunni umboð til að mynda utanþingsstjórn. Þetta kemur fram í opnu bréfi formannsins, Þorvaldar Þorvaldssonar, til Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, sem birtist í Fréttablaðinu í dag. „Í ljósi þess vandræðagangs sem einkennir tilraunir þeirra flokka sem sitja á Alþingi til að reyna að mynda ríkisstjórn viljum við hvetja þig til að leita til Alþýðufylkingarinnar og veita henni umboð til myndunar utanþingsstjórnar,“ segir Þorvaldur. Núverandi stjórnarkreppa varpi ljósi á djúpstæða kreppu í samfélaginu. „Þó að mikið sé talað um efnahagslegt góðæri, nær það aðeins til lítils hluta þjóðarinnar. Auk þess blasir við að þegar næsta efnahagsbóla springur verður það að óbreyttu enn á ný hinn fátæki skari sem verður látinn bera byrðarnar.“ Seðlabanki Íslands lækkaði í morgun stýrivextina um 0,25 prósent meðal annars þar sem hagvöxtur hefði verið umfram spár bankans.Fengu 575 atkvæði Alþýðufylkingin bauð fram í Alþingiskosningunum 2013, sveitastjórnarkosningunum 2014 og aftur í nýafstöðnum kosningum til Alþingis. Þar fékk flokkurinn 575 atkvæði samanlagt eða um 0,3 prósent. Mest var fylgið í norðausturkjördæmi, tæplega eitt prósent. Ljóst er að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er í nokkrum vanda með næstu skref. Fram hefur komið að hans vilji sé að ríkisstjórn sé mynduð fyrir jól en nú eru tíu dagar til jóla. Birgitta Jónsdóttir skilaði umboði til stjórnarmyndunar á Bessastaði á mánudag og eiga flokkarnir nú í óformlegum samtölum hver við annan. Þorvaldur minnir á ítarlega stefnuskrá flokksins í kosningunum.„Féfletta samfélagið í gegnum fjármálakerfið“ „Fjögurra ára áætlun Alþýðufylkingarinnar, sem byggðist á áformum um félagsvæðingu innviða samfélagsins þar sem lykilatriði er að fjármálakerfið verði rekið félagslega, til að það hætti að draga til sín öll tiltæk verðmæti í samfélaginu og svelti þannig velferðina og aðra mikilvæga þjónustu við almenning.“ Hugmyndir annarra flokka séu samhengislausar eða beinlínis handbendi auðstéttarinnar svo hún geti áfram rakað saman gróða á kostnað alþýðunnar. „Þess vegna geta þeir ekki komið sér saman um lausnir á aðsteðjandi vandamálum, enda vilja þeir ekki ráðast að orsökum þeirra.“Grein Þorvaldar má lesa í heild sinni hér en þar ræðir hann nánar um mikilvægi þess að „koma í veg fyrir að fjármálafáveldið í landinu hafi opinn aðgang að því að féfletta samfélagið gegnum fjármálakerfið og aðrar samsteypur auðstéttarinnar.“
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira