Einar skýtur til baka á Loga Geirs sem vill að hann verði rekinn: „Horfi ekki á þennan þátt frekar en margir“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. desember 2016 11:45 Logi Geirsson, fyrrverandi landsliðsmaður, telur að Stjarnan eigi að reka Einar Jónsson. vísir/stefán/ernir Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar í Olís-deild karla í handbolta, gefur lítið fyrir ummæli Loga Geirssonar, sérfræðings Föstudagsboltans, Facebook-þáttar RÚV um íslenska handboltann, en Logi sagði Einar kominn á endastöð í Garðabænum. Logi fór mikinn þegar hann gagnrýndi Einar og Stjörnuliðið síðastliðinn föstudag en það var áður en Stjarnan vann Val á mánudaginn og batt þar endi á tveggja mánaða tímabil þar sem liðið vann ekki leik. Stjarnan er á botni deildarnnar með ellefu stig en fjögur lið hafa jafnmörg stig. „Maður sér hvernig Stjörnuliðið er að virka. Við sáum þegar Stefán Darri [Þórsson] hraunaði yfir Bubba markvörð [Sveinbjörn Pétursson] á Nesinu þegar hann hitti ekki á hann þegar hann var að senda frá miðju. Bubbi var að verja 20 skot í leiknum en Stefán Darri gat ekki neitt,“ sagði Logi um 26-23 tap Stjörnunnar gegn Gróttu laugardaginn 26. nóvember.Stjarnan komst aftur á sigurbraut með því að leggja Val á mánudagskvöldið.vísir/stefánEr þetta ásættanlegt? Hann beindi svo spjótum sínum að þjálfaranum líflega, Einari Jónssyni: „Þjálfarinn hjá Stjörnunni er á háa C-inu. Sjá ekki allir viðbörnubjöllurnar í Garðabænum?“ spurði Logi án þess að nefna Einar á nafn. Stjarnan er nýliði í deildinni en ætlaði sér stóra hluti. Liðið sótti mikinn liðsstyrk fyrir tímabilið og fékk meðal annars atvinnumennina Ólaf Gústafsson og Sveinbjörn Pétursson heim. Þá bætti liðið við sig Stefáni Darra Þórssyni og línumanninum Garðari Sigurjónssyni úr Fram. „Að sjálfsögðu liggur þetta fyrst og fremst þar,“ svaraði Logi aðspurður hvort ábyrgðin liggur hjá Einari. „Ef ég væri í stjórninni hjá Stjörnunni myndi ég láta hann fara. Ég myndi skipta um mann hjá þessu liði.“ „Er ásættanlegt að vera með Garðar, Óla Gúst, Bubba í markinu og fleiri stráka og bara hörku leikmenn að skrapa botninn með níu stig eftir fimmtán umferðir? Það er kominn tími á breytingar í Garðabænum, það er alveg á hreinu,“ sagði Logi Geirsson.Nennir ekki að velta sér upp úr þessu Einar Jónsson, sem gerði Fram nokkuð óvænt að Íslandsmeisturum í Olís-deild karla fyrir fjórum árum, tók við Stjörnunni í fyrra þegar hann sneri aftur frá Noregi. Hann kom Stjörnunni upp úr 1. deildinni í fyrstu tilraun og kom liðinu í undanúrslit bikarsins á síðustu leiktíð. Stjarnan fór vel af stað í vetur en eftir að Einar var úrskurðaður í leikbann fyrir að æsa sig eftir tapleik gegn Aftureldingu vann Garðabæjarliðið ekki leik þar til á sunnudaginn þegar það lagði Valsmenn. Einar gefur lítið fyrir orð Loga Geirssonar og sendi honum og Facebook-þætti Ríkissjónvarpsins væna pillu aðspurður um gagnrýni silfurmannsins í viðtali á handboltavefnum fimmeinn.is. „Ég reyndar sá þetta ekki fyrr en í gær eða fyrradag, enda horfi ég ekki á þennan þátt frekar en margir aðrir,“ sagði Einar sem efaðist um að Logi væri hæfur til að gagnrýna Stjörnuliðið þar sem hann hefur varla séð leik með því í vetur, að sögn þjálfarans. „Ég sjálfur nenni ekki að velta mér upp úr þessum orðum hans. Ég hef ekki séð hann á nema kannski einum leik hjá okkur í vetur, en samt heyri ég að flestir þættirnir fari í að ræða um mig og mitt lið,“ sagði hann. „Hann er sérfræðingurinn sem allir vilja hafa hjá sér sem sýnir kannski best metnaðinn, en hann hlýtur þar af leiðandi að vera okkar helsti sérfræðingur um handboltann hér heima,“ sagði Einar Jónsson. Olís-deild karla Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Sjá meira
Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar í Olís-deild karla í handbolta, gefur lítið fyrir ummæli Loga Geirssonar, sérfræðings Föstudagsboltans, Facebook-þáttar RÚV um íslenska handboltann, en Logi sagði Einar kominn á endastöð í Garðabænum. Logi fór mikinn þegar hann gagnrýndi Einar og Stjörnuliðið síðastliðinn föstudag en það var áður en Stjarnan vann Val á mánudaginn og batt þar endi á tveggja mánaða tímabil þar sem liðið vann ekki leik. Stjarnan er á botni deildarnnar með ellefu stig en fjögur lið hafa jafnmörg stig. „Maður sér hvernig Stjörnuliðið er að virka. Við sáum þegar Stefán Darri [Þórsson] hraunaði yfir Bubba markvörð [Sveinbjörn Pétursson] á Nesinu þegar hann hitti ekki á hann þegar hann var að senda frá miðju. Bubbi var að verja 20 skot í leiknum en Stefán Darri gat ekki neitt,“ sagði Logi um 26-23 tap Stjörnunnar gegn Gróttu laugardaginn 26. nóvember.Stjarnan komst aftur á sigurbraut með því að leggja Val á mánudagskvöldið.vísir/stefánEr þetta ásættanlegt? Hann beindi svo spjótum sínum að þjálfaranum líflega, Einari Jónssyni: „Þjálfarinn hjá Stjörnunni er á háa C-inu. Sjá ekki allir viðbörnubjöllurnar í Garðabænum?“ spurði Logi án þess að nefna Einar á nafn. Stjarnan er nýliði í deildinni en ætlaði sér stóra hluti. Liðið sótti mikinn liðsstyrk fyrir tímabilið og fékk meðal annars atvinnumennina Ólaf Gústafsson og Sveinbjörn Pétursson heim. Þá bætti liðið við sig Stefáni Darra Þórssyni og línumanninum Garðari Sigurjónssyni úr Fram. „Að sjálfsögðu liggur þetta fyrst og fremst þar,“ svaraði Logi aðspurður hvort ábyrgðin liggur hjá Einari. „Ef ég væri í stjórninni hjá Stjörnunni myndi ég láta hann fara. Ég myndi skipta um mann hjá þessu liði.“ „Er ásættanlegt að vera með Garðar, Óla Gúst, Bubba í markinu og fleiri stráka og bara hörku leikmenn að skrapa botninn með níu stig eftir fimmtán umferðir? Það er kominn tími á breytingar í Garðabænum, það er alveg á hreinu,“ sagði Logi Geirsson.Nennir ekki að velta sér upp úr þessu Einar Jónsson, sem gerði Fram nokkuð óvænt að Íslandsmeisturum í Olís-deild karla fyrir fjórum árum, tók við Stjörnunni í fyrra þegar hann sneri aftur frá Noregi. Hann kom Stjörnunni upp úr 1. deildinni í fyrstu tilraun og kom liðinu í undanúrslit bikarsins á síðustu leiktíð. Stjarnan fór vel af stað í vetur en eftir að Einar var úrskurðaður í leikbann fyrir að æsa sig eftir tapleik gegn Aftureldingu vann Garðabæjarliðið ekki leik þar til á sunnudaginn þegar það lagði Valsmenn. Einar gefur lítið fyrir orð Loga Geirssonar og sendi honum og Facebook-þætti Ríkissjónvarpsins væna pillu aðspurður um gagnrýni silfurmannsins í viðtali á handboltavefnum fimmeinn.is. „Ég reyndar sá þetta ekki fyrr en í gær eða fyrradag, enda horfi ég ekki á þennan þátt frekar en margir aðrir,“ sagði Einar sem efaðist um að Logi væri hæfur til að gagnrýna Stjörnuliðið þar sem hann hefur varla séð leik með því í vetur, að sögn þjálfarans. „Ég sjálfur nenni ekki að velta mér upp úr þessum orðum hans. Ég hef ekki séð hann á nema kannski einum leik hjá okkur í vetur, en samt heyri ég að flestir þættirnir fari í að ræða um mig og mitt lið,“ sagði hann. „Hann er sérfræðingurinn sem allir vilja hafa hjá sér sem sýnir kannski best metnaðinn, en hann hlýtur þar af leiðandi að vera okkar helsti sérfræðingur um handboltann hér heima,“ sagði Einar Jónsson.
Olís-deild karla Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Sjá meira