Fjórföld ástæða fyrir sigurhring Hauka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2016 06:00 Janus Daði hefur farið mikinn. vísir/anton Haukar geta lokað hringnum í kvöld þegar þeir heimsækja nágranna sína í FH í Kaplakrika í 16. umferð Olís-deildar karla í handbolta. Þetta eru síðustu deildarleikir liðanna fyrir tæplega tveggja mánaða jóla- og HM-frí. Haukar hafa unnið átta deildarleiki í röð, eða alla leiki sína síðan þeir töpuðu á móti FH á heimavelli 12. október síðastliðinn. Haukarnir hafa unnið öll hin lið deildarinnar á þessum átta vikum sem eru liðnar og níundi sigurinn getur lokað sigurhring Haukanna. Hafnarfjarðarliðin eru annars einu lið Olís-deildarinnar sem hafa ekki tapað í síðustu fimm umferðum og því tvö af heitustu liðum deildarinnar. FH-ingar hafa náð í 8 af 10 stigum síðan þeir töpuðu á móti Valsmönnum 11. nóvember síðastliðinn. Haukar eru nú tveimur stigum á undan en FH-ingar geta tekið af þeim annað sætið með sigri. Haukar unnu um síðustu helgi auðveldan tíu marka sigur á Akureyri á Ásvöllum, 29-19. Haukar hafa ekki aðeins unnið átta leiki í röð því liðið hefur unnið þessa átta leiki með samtals 60 mörkum eða 7,5 mörkum að meðaltali í leik.Adam Baumruk er mikil skytta.vísir/eyþórSigurgangan hófst á móti Stjörnunni í Mýrinni 20. október og er nú enn í fullum gangi 56 dögum síðar. Adam Haukur Baumruk var markahæstur í sigrinum á Akureyringum en hann er einn af fjórum leikmönnum Haukaliðsins sem hafa skipst á því að vera markahæstir í sigurgöngunni. Allir hafa þeir náð því að vera markahæstir í að minnsta kosti tveimur leikjum í sigurgöngunni. Það sýnir um leið einn helsta styrk Haukaliðsins sem er breiddin. Fjórir leikmenn hafa skoraði yfir 40 mörk í þessum átta sigurleikjum eða yfir fimm mörk að meðaltali í leik. Adam Haukur (49 mörk) er næstmarkahæstur á eftir Daníel Þór Ingasyni (53 mörk) en hinir tveir eru þeir Guðmundur Árni Ólafsson (43 mörk) og Janus Daði Smárason (42 mörk). Varnarleikurinn á líka mikinn þátt í þessu en liðið sem fékk á sig 31 mark í fyrstu sjö leikjunum (2 sigrar og 5 töp) hefur aðeins fengið á sig 26 mörk að meðaltali í sigurgöngunni undanfarnar átta vikur. Leikur FH og Hauka hefst klukkan 19.30. Á sama tíma heimsækir topplið Aftureldingar Gróttu út á Seltjarnarnesi. Mosfellingar verða á toppnum um jólin nái þeir í stig en ef Afturelding tapar og Haukar vinna þá munu Haukarnir sitja á toppi Olís-deildar karla næstu 50 daga. Olís-deild karla Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira
Haukar geta lokað hringnum í kvöld þegar þeir heimsækja nágranna sína í FH í Kaplakrika í 16. umferð Olís-deildar karla í handbolta. Þetta eru síðustu deildarleikir liðanna fyrir tæplega tveggja mánaða jóla- og HM-frí. Haukar hafa unnið átta deildarleiki í röð, eða alla leiki sína síðan þeir töpuðu á móti FH á heimavelli 12. október síðastliðinn. Haukarnir hafa unnið öll hin lið deildarinnar á þessum átta vikum sem eru liðnar og níundi sigurinn getur lokað sigurhring Haukanna. Hafnarfjarðarliðin eru annars einu lið Olís-deildarinnar sem hafa ekki tapað í síðustu fimm umferðum og því tvö af heitustu liðum deildarinnar. FH-ingar hafa náð í 8 af 10 stigum síðan þeir töpuðu á móti Valsmönnum 11. nóvember síðastliðinn. Haukar eru nú tveimur stigum á undan en FH-ingar geta tekið af þeim annað sætið með sigri. Haukar unnu um síðustu helgi auðveldan tíu marka sigur á Akureyri á Ásvöllum, 29-19. Haukar hafa ekki aðeins unnið átta leiki í röð því liðið hefur unnið þessa átta leiki með samtals 60 mörkum eða 7,5 mörkum að meðaltali í leik.Adam Baumruk er mikil skytta.vísir/eyþórSigurgangan hófst á móti Stjörnunni í Mýrinni 20. október og er nú enn í fullum gangi 56 dögum síðar. Adam Haukur Baumruk var markahæstur í sigrinum á Akureyringum en hann er einn af fjórum leikmönnum Haukaliðsins sem hafa skipst á því að vera markahæstir í sigurgöngunni. Allir hafa þeir náð því að vera markahæstir í að minnsta kosti tveimur leikjum í sigurgöngunni. Það sýnir um leið einn helsta styrk Haukaliðsins sem er breiddin. Fjórir leikmenn hafa skoraði yfir 40 mörk í þessum átta sigurleikjum eða yfir fimm mörk að meðaltali í leik. Adam Haukur (49 mörk) er næstmarkahæstur á eftir Daníel Þór Ingasyni (53 mörk) en hinir tveir eru þeir Guðmundur Árni Ólafsson (43 mörk) og Janus Daði Smárason (42 mörk). Varnarleikurinn á líka mikinn þátt í þessu en liðið sem fékk á sig 31 mark í fyrstu sjö leikjunum (2 sigrar og 5 töp) hefur aðeins fengið á sig 26 mörk að meðaltali í sigurgöngunni undanfarnar átta vikur. Leikur FH og Hauka hefst klukkan 19.30. Á sama tíma heimsækir topplið Aftureldingar Gróttu út á Seltjarnarnesi. Mosfellingar verða á toppnum um jólin nái þeir í stig en ef Afturelding tapar og Haukar vinna þá munu Haukarnir sitja á toppi Olís-deildar karla næstu 50 daga.
Olís-deild karla Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira