Könnun sýnir sterkari ACD meirihluta Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. desember 2016 07:00 Áfram yrðu sjö flokkar á Alþingi ef kosið væri aftur til Alþingis. Áfram myndu sjö flokkar eiga fulltrúa á Alþingi ef kosið væri í dag. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Niðurstöður myndu mjög lítið breytast frá kosningunum 29. október. Sjálfstæðisflokkurinn yrði áfram stærsti flokkurinn á Alþingi, fengi 31,8 prósent atkvæða. VG yrði næststærstur með 17 prósent atkvæða, Píratar yrðu þriðji stærsti flokkurinn með 13,1 prósent atkvæða. Framsóknarflokkurinn fengi 9,7 prósent atkvæða, Viðreisn 10,1 prósent atkvæða og Björt framtíð 10,8 prósent atkvæða. Munurinn á Bjartri framtíð, Viðreisn og Framsóknarflokki er innan skekkjumarka. Samfylkingin er áfram minnsti flokkurinn með 5,6 prósenta fylgi. Yrði þetta niðurstaða kosninganna myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá 23 þingmenn kjörna, VG 11, Píratar átta, Björt framtíð, Viðreisn og Framsóknarflokkurinn sex menn hver og Samfylkingin myndi fá þrjá menn. Niðurstaðan bendir því til þess að áfram yrði erfitt að mynda starfhæfan meirihluta. Meirihlutastjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar myndi hafa 35 manna meirihluta að baki sér, en slík stjórn myndi hafa 32 þingmenn í dag. Fimm flokka stjórn Pírata, VG, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar myndi hafa 34 menn að baki sér, yrði jafn sterk og ef hún væri mynduð í dag. Hringt var í 1.268 manns þar til náðist í 791 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 12.-14. desember. Svarhlutfallið var 62,4 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Alls tóku 73 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. 13,2 prósent sögðust ekki vilja svara spurningunni, 9,3 prósent sögðust ekki myndu kjósa eða að þeir myndu skila auðu og 4,6 prósent sögðust óákveðin í afstöðu sinni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira
Áfram myndu sjö flokkar eiga fulltrúa á Alþingi ef kosið væri í dag. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Niðurstöður myndu mjög lítið breytast frá kosningunum 29. október. Sjálfstæðisflokkurinn yrði áfram stærsti flokkurinn á Alþingi, fengi 31,8 prósent atkvæða. VG yrði næststærstur með 17 prósent atkvæða, Píratar yrðu þriðji stærsti flokkurinn með 13,1 prósent atkvæða. Framsóknarflokkurinn fengi 9,7 prósent atkvæða, Viðreisn 10,1 prósent atkvæða og Björt framtíð 10,8 prósent atkvæða. Munurinn á Bjartri framtíð, Viðreisn og Framsóknarflokki er innan skekkjumarka. Samfylkingin er áfram minnsti flokkurinn með 5,6 prósenta fylgi. Yrði þetta niðurstaða kosninganna myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá 23 þingmenn kjörna, VG 11, Píratar átta, Björt framtíð, Viðreisn og Framsóknarflokkurinn sex menn hver og Samfylkingin myndi fá þrjá menn. Niðurstaðan bendir því til þess að áfram yrði erfitt að mynda starfhæfan meirihluta. Meirihlutastjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar myndi hafa 35 manna meirihluta að baki sér, en slík stjórn myndi hafa 32 þingmenn í dag. Fimm flokka stjórn Pírata, VG, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar myndi hafa 34 menn að baki sér, yrði jafn sterk og ef hún væri mynduð í dag. Hringt var í 1.268 manns þar til náðist í 791 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 12.-14. desember. Svarhlutfallið var 62,4 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Alls tóku 73 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. 13,2 prósent sögðust ekki vilja svara spurningunni, 9,3 prósent sögðust ekki myndu kjósa eða að þeir myndu skila auðu og 4,6 prósent sögðust óákveðin í afstöðu sinni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira