Dómur þyngdur vegna pókerstaðar í Skeifunni Birgir Olgeirsson skrifar 15. desember 2016 16:17 Þríeykið var sakfellt fyrir að reka spilavíti í atvinnuskyni. Hæstiréttur Íslands þyngdi í dag dóm yfir manni sem var sakfelldur fyrir rekstur spilavítisins Poker and Play í Skeifunni frá árinu 2010 til 2012. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt manninn til 12 mánaða fangelsisvistar en þar af voru níu mánuðir á skilorði til tveggja ára. Hæstiréttur ákvað að að þyngja dóminn í 18 mánaða fangelsisvist, en við ákvörðun refsingarinnar var þess gætt að þáttur hans í málinu var veigamestur í þeim brotum sem sakfellt hefur verið fyrir. Ákvað Hæstiréttur að fresta skuli fullnustu 15 mánaða af refsingunni skilorðsbundið í tvö ár. Annar maður og kona höfðu einnig hlotið dóma í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna málsins. Fengu þau níu mánaða fangelsisdóm í héraði, þar af sex mánuði á skilorði til tveggja ára. Hæstiréttur ákvað hins vegar í dag að milda refsingu þeirra þannig að fresta skal fullnustu refsingar þeirra og að hún falli niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms haldi þau skilorði. Var það gert í ljósi þess að þáttur þeirra hafði verið mun veigaminni en mannsins sem fékk þyngsta dóminn og var einnig tekið tillit til þess að málsmeðferðin dróst verulega. Voru þau sakfelld fyrir brot almennra hegningarlaga og fyrir peningaþvætti með því að hafa á tilteknu tímabili rekið fjárhættuspilið og tekið, nýtt eða aflað sér ávinnings með því að reka það í atvinnuskyni og komið öðrum til þátttöku í þeim í húsnæði sem félag, sem þau voru í forsvari fyrir, leigði.Dóm Hæstaréttar má lesa hér. Tengdar fréttir Dæmd í fangelsi fyrir rekstur á spilavíti í Skeifunni Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvo karlmenn og eina konu til refsingar fyrir að reka spilavítið Poker and Play í Skeifunni frá árinu 2010 til 2012. 3. nóvember 2015 09:14 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Hæstiréttur Íslands þyngdi í dag dóm yfir manni sem var sakfelldur fyrir rekstur spilavítisins Poker and Play í Skeifunni frá árinu 2010 til 2012. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt manninn til 12 mánaða fangelsisvistar en þar af voru níu mánuðir á skilorði til tveggja ára. Hæstiréttur ákvað að að þyngja dóminn í 18 mánaða fangelsisvist, en við ákvörðun refsingarinnar var þess gætt að þáttur hans í málinu var veigamestur í þeim brotum sem sakfellt hefur verið fyrir. Ákvað Hæstiréttur að fresta skuli fullnustu 15 mánaða af refsingunni skilorðsbundið í tvö ár. Annar maður og kona höfðu einnig hlotið dóma í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna málsins. Fengu þau níu mánaða fangelsisdóm í héraði, þar af sex mánuði á skilorði til tveggja ára. Hæstiréttur ákvað hins vegar í dag að milda refsingu þeirra þannig að fresta skal fullnustu refsingar þeirra og að hún falli niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms haldi þau skilorði. Var það gert í ljósi þess að þáttur þeirra hafði verið mun veigaminni en mannsins sem fékk þyngsta dóminn og var einnig tekið tillit til þess að málsmeðferðin dróst verulega. Voru þau sakfelld fyrir brot almennra hegningarlaga og fyrir peningaþvætti með því að hafa á tilteknu tímabili rekið fjárhættuspilið og tekið, nýtt eða aflað sér ávinnings með því að reka það í atvinnuskyni og komið öðrum til þátttöku í þeim í húsnæði sem félag, sem þau voru í forsvari fyrir, leigði.Dóm Hæstaréttar má lesa hér.
Tengdar fréttir Dæmd í fangelsi fyrir rekstur á spilavíti í Skeifunni Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvo karlmenn og eina konu til refsingar fyrir að reka spilavítið Poker and Play í Skeifunni frá árinu 2010 til 2012. 3. nóvember 2015 09:14 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Dæmd í fangelsi fyrir rekstur á spilavíti í Skeifunni Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvo karlmenn og eina konu til refsingar fyrir að reka spilavítið Poker and Play í Skeifunni frá árinu 2010 til 2012. 3. nóvember 2015 09:14