Óþekktur aðili kannar vindmyllugarð á Mosfellsheiði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. desember 2016 07:00 Mannvirkin gætu orðið enn stærri en nú tíðkast ef verkefni með vindmyllur á Mosfellsheiði dregst á langinn. Myllurnar á myndinni eru nærri Búrfellsvirkjun. Vísir/Valli Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og kunnur áhugamaður og bloggari um orkumál til margra ára, er talsmaður óþekktra aðila sem vilja reisa vindmyllugarð á Mosfellsheiði. Ketill hefur sent forsætisráðuneytinu, Mosfellsbæ, Ölfusi og Grímsnes- og Grafningshreppi erindi fyrir hönd þeirra sem standa að verkefninu. Málið hefur verið tekið fyrir hjá Mosfellsbæ en þar sem Ketill óskaði trúnaðar vegna viðskiptahagsmuna fylgdu málinu engin gögn fyrir almenning að skoða við umfjöllun nefnda og ráða bæjarins. Fréttablaðið fékk þó bréfið afhent með því að strikað var fyrir upphæð áætlaðar fjárfestingar í verkefninu. „Um er að ræða óvenju umhverfisvæna aðferð til raforkuframleiðslu, enda fylgja henni hvorki miðlunarlón, stíflur né brennisteinsmengun. Umhverfisáhrifin eru því með allra minnsta móti,“ segir í bréfi Ketils sem segir um áhugavert tækifæri að ræða. Mögulegt könnunarsvæði nær inn fyrir lögsögu allra þriggja fyrrnefndra sveitarfélaga. „Nánari staðsetning vindlundar innan svæðisins ræðst af margvíslegum þáttum sem þarfnast nánari athugana og rannsókna. Við Fréttablaðið segir Ketill um verkefni til margra ára að ræða. Stærð vindmyllanna ráðist af þeirri tækniþróun sem orðin verði ef og þegar orkuverið verður byggt. „Ef verkefnið dregst lengi er líklegt að tækniþróunin myndi verða til þess að mannvirkin yrðu jafnvel enn þá stærri en þau eru í dag. En miðað við það sem gengur og gerist í dag má ætla að þetta verði 80 til 90 metra há mannvirki.“ Aðspurður um staðarvalið segir Ketill svæðið áhugavert út frá hagkvæmni. „Þar spila saman annars vegar veðurfarsaðstæður og nálægð við flutningsnet og svo atriði sem er erfiðara að mæla – sem eru þessi sjónrænu áhrif sem svona mannvirki valda fólki,“ útskýrir hann. Nesjavallaleið liggur í gegn um svæðið. „Þetta er alls ekki úr allri sjónlínu frá fólki en það sést ekki í þetta frá þéttbýlinu.“ Að sögn Ketils er málið enn til athugunar hjá sveitarfélögunum þremur og forsætisráðuneytinu sem fer með eignarhald á þeim hluta svæðisins sem fellur undir þjóðlendur. „Mér sýnist þessar sveitarstjórnir taka mjög faglega á málinu,“ segir hann um stöðuna. „Það mundi verða sett upp vindmælistöð sem mælir vindinn í mjög mikilli hæð til að staðreyna hversu góð skilyrðin eru,“ segir Ketill um næsta skref. Ketill vill ekkert segja um hverjir standi að baki verkefninu. „Það verður ekki gefið upp fyrr en málið kemst aðeins lengra,“ segir hann. „Ég myndi ekki fara að vinna með einhverjum vafasömum,“ bætir hann við aðspurður hvort um áreiðanlega aðila sé að ræða. Varðandi stærð verkefnisins bendir hann á tvö vindmylluverkefni Landsvirkjunar; við Búrfell og Blöndu sem eru annars vegar 100 MW og hins vegar 200 MW virkjanir. Hann bendir einnig á fyrirtækið Biocraft sem skoðar uppsetningu á 45 MW vindorkuveri í Þykkvabæ. Það mál er nú í umhverfismati. „Þetta verður að minnsta kosti upp á tugi megavatta.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Vindmyllur í Þykkvabæ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og kunnur áhugamaður og bloggari um orkumál til margra ára, er talsmaður óþekktra aðila sem vilja reisa vindmyllugarð á Mosfellsheiði. Ketill hefur sent forsætisráðuneytinu, Mosfellsbæ, Ölfusi og Grímsnes- og Grafningshreppi erindi fyrir hönd þeirra sem standa að verkefninu. Málið hefur verið tekið fyrir hjá Mosfellsbæ en þar sem Ketill óskaði trúnaðar vegna viðskiptahagsmuna fylgdu málinu engin gögn fyrir almenning að skoða við umfjöllun nefnda og ráða bæjarins. Fréttablaðið fékk þó bréfið afhent með því að strikað var fyrir upphæð áætlaðar fjárfestingar í verkefninu. „Um er að ræða óvenju umhverfisvæna aðferð til raforkuframleiðslu, enda fylgja henni hvorki miðlunarlón, stíflur né brennisteinsmengun. Umhverfisáhrifin eru því með allra minnsta móti,“ segir í bréfi Ketils sem segir um áhugavert tækifæri að ræða. Mögulegt könnunarsvæði nær inn fyrir lögsögu allra þriggja fyrrnefndra sveitarfélaga. „Nánari staðsetning vindlundar innan svæðisins ræðst af margvíslegum þáttum sem þarfnast nánari athugana og rannsókna. Við Fréttablaðið segir Ketill um verkefni til margra ára að ræða. Stærð vindmyllanna ráðist af þeirri tækniþróun sem orðin verði ef og þegar orkuverið verður byggt. „Ef verkefnið dregst lengi er líklegt að tækniþróunin myndi verða til þess að mannvirkin yrðu jafnvel enn þá stærri en þau eru í dag. En miðað við það sem gengur og gerist í dag má ætla að þetta verði 80 til 90 metra há mannvirki.“ Aðspurður um staðarvalið segir Ketill svæðið áhugavert út frá hagkvæmni. „Þar spila saman annars vegar veðurfarsaðstæður og nálægð við flutningsnet og svo atriði sem er erfiðara að mæla – sem eru þessi sjónrænu áhrif sem svona mannvirki valda fólki,“ útskýrir hann. Nesjavallaleið liggur í gegn um svæðið. „Þetta er alls ekki úr allri sjónlínu frá fólki en það sést ekki í þetta frá þéttbýlinu.“ Að sögn Ketils er málið enn til athugunar hjá sveitarfélögunum þremur og forsætisráðuneytinu sem fer með eignarhald á þeim hluta svæðisins sem fellur undir þjóðlendur. „Mér sýnist þessar sveitarstjórnir taka mjög faglega á málinu,“ segir hann um stöðuna. „Það mundi verða sett upp vindmælistöð sem mælir vindinn í mjög mikilli hæð til að staðreyna hversu góð skilyrðin eru,“ segir Ketill um næsta skref. Ketill vill ekkert segja um hverjir standi að baki verkefninu. „Það verður ekki gefið upp fyrr en málið kemst aðeins lengra,“ segir hann. „Ég myndi ekki fara að vinna með einhverjum vafasömum,“ bætir hann við aðspurður hvort um áreiðanlega aðila sé að ræða. Varðandi stærð verkefnisins bendir hann á tvö vindmylluverkefni Landsvirkjunar; við Búrfell og Blöndu sem eru annars vegar 100 MW og hins vegar 200 MW virkjanir. Hann bendir einnig á fyrirtækið Biocraft sem skoðar uppsetningu á 45 MW vindorkuveri í Þykkvabæ. Það mál er nú í umhverfismati. „Þetta verður að minnsta kosti upp á tugi megavatta.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Vindmyllur í Þykkvabæ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira