Verkfall sjómanna getur haft áhrif á þúsundir annarra starfa Jóhann K. Jóhannsson skrifar 17. desember 2016 18:45 Verkalýðsfélög fiskverkafólks búa sig undir það versta vegna verkfalls sjómanna, en til uppsagna getur komið hjá fiskverkafólki dragist verkfall sjómanna á langinn. Þá getur verkfallið haft slæmar afleiðingar fyrir markað með íslenskar sjávarafurðir í útlöndum. „Það er oft talað um að verkföll eigi ekki að bitna á þriðja aðila en ef þau gera það ekki þá bíta þau ekki og verkfallið okkar það auðvitað bítur og til eru þau og menn telja sig vera komna út í horn.“ Þetta sagði Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Verkfall sjómanna hefur víðtæk áhrif. Fiskur er við það að verða uppurinn í landinu og þegar að það gerist þá verður fólkið í fiskvinnslustöðvunum verklaus með tilheyrandi tekjutapi. Formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda segir að verkfallið komi líka til með að hafa slæm áhrif á markaðinn. „Þetta er auðvitað hápunkturinn núna sem við erum að fara í gegnum núna með ferska fiskinn, þessar tvær vikur sem eftir eru á árinu og næstu tvær vikur þar á eftir eru stærsti tíminn í sölunni á ferskum fiski þannig að þetta hefur slæm áhrif það liggur alveg ljóst fyrir og af þessu mun hljótast töluvert tjón þegar okkar kaupendur þurfa að fara leita eitthvað annað,“ sagði Jón Steinn Elíasson, formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda. Í samtali fréttastofunnar við nokkur af verkalýðsfélögum sem hafa fiskvinnslufólk innan sinna raða hafa menn áhyggjur af stöðunni sem upp er kominn. Þegar fiskur klárar í landi hefur það áhrif á um fjögur þúsund starfsmenn. „Sjómannaverkfallið mun fara bíta bara strax á milli jóla og nýárs og svo auðvitað eftir áramótin því þegar það verða mikill skortur á fiski í fisk vinnslustöðvarnar sem að mun hafa þær afleiðingar að fólk verður sent heim. Það veldur mér miklum áhyggjum. Það fólk hefur þann rétt að ef um hráefnisskort er að ræða þá getur það verið áfram á launum hafi það svokallaðan kauptryggingasamning," sagði Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Það sé þó aðeins í takmarkaðan tíma. Fiskvinnslufólk mun líka missa bónusa en kauptryggingasamningur þeirra tryggir aðeins taxta laun. „Ég er alveg klár á því að fiskverkendur munu losa um ráðningarsamninga hjá sínu starfsfólki. Við sjáum fram á það dragist verkfall sjómanna á langinn. Ég hygg að það muni fara bera á því strax eftir áramótin,“ segir Kristján. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Norðmenn taka markaði sem Íslendingar missa á meðan verkfalli stendur Engin lausn í sjónmáli í kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna. 15. desember 2016 14:56 Fiskurinn að klárast hjá fiskvinnslum Áætlað er að um sjö þúsund manns leggi niður störf vegna verkfalls sjómanna. Óttast er að Norðmenn taki yfir erlenda markaði á meðan verkfallið varir. Verð fiskafurða hefur hækkað mikið í vikunni og búist er við að það hækki frekar í næstu viku. 17. desember 2016 07:00 Sjómannaverkfall fram á nýtt ár Um sjö þúsund manns leggja niður störf vegna verkfalls sjómanna sem hófst að nýju í gær. Tekjutap vegna verkfallsins er áætlað um fimm milljarðar króna á viku. Mikill meirihluti sjómanna hafnaði samningnum. 15. desember 2016 07:00 Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið 640 milljónir á dag Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið rúmlega 640 milljónir króna á dag vegna tapaðra útflutningstekna. Á þremur mánuðum selja íslensk fyrirtæki sjávarafurðir fyrir 57 milljarða króna þannig að ljóst er að verkfallið verður mjög kostnaðarsamt ef það dregst á langinn. 16. desember 2016 18:55 Sjómenn fara í verkfall Verkfall sjómanna mun hefjast klukkan átta í kvöld eftir að kjarasamningum var hafnað í kosningu. 14. desember 2016 13:27 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Fleiri fréttir Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Sjá meira
Verkalýðsfélög fiskverkafólks búa sig undir það versta vegna verkfalls sjómanna, en til uppsagna getur komið hjá fiskverkafólki dragist verkfall sjómanna á langinn. Þá getur verkfallið haft slæmar afleiðingar fyrir markað með íslenskar sjávarafurðir í útlöndum. „Það er oft talað um að verkföll eigi ekki að bitna á þriðja aðila en ef þau gera það ekki þá bíta þau ekki og verkfallið okkar það auðvitað bítur og til eru þau og menn telja sig vera komna út í horn.“ Þetta sagði Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Verkfall sjómanna hefur víðtæk áhrif. Fiskur er við það að verða uppurinn í landinu og þegar að það gerist þá verður fólkið í fiskvinnslustöðvunum verklaus með tilheyrandi tekjutapi. Formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda segir að verkfallið komi líka til með að hafa slæm áhrif á markaðinn. „Þetta er auðvitað hápunkturinn núna sem við erum að fara í gegnum núna með ferska fiskinn, þessar tvær vikur sem eftir eru á árinu og næstu tvær vikur þar á eftir eru stærsti tíminn í sölunni á ferskum fiski þannig að þetta hefur slæm áhrif það liggur alveg ljóst fyrir og af þessu mun hljótast töluvert tjón þegar okkar kaupendur þurfa að fara leita eitthvað annað,“ sagði Jón Steinn Elíasson, formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda. Í samtali fréttastofunnar við nokkur af verkalýðsfélögum sem hafa fiskvinnslufólk innan sinna raða hafa menn áhyggjur af stöðunni sem upp er kominn. Þegar fiskur klárar í landi hefur það áhrif á um fjögur þúsund starfsmenn. „Sjómannaverkfallið mun fara bíta bara strax á milli jóla og nýárs og svo auðvitað eftir áramótin því þegar það verða mikill skortur á fiski í fisk vinnslustöðvarnar sem að mun hafa þær afleiðingar að fólk verður sent heim. Það veldur mér miklum áhyggjum. Það fólk hefur þann rétt að ef um hráefnisskort er að ræða þá getur það verið áfram á launum hafi það svokallaðan kauptryggingasamning," sagði Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Það sé þó aðeins í takmarkaðan tíma. Fiskvinnslufólk mun líka missa bónusa en kauptryggingasamningur þeirra tryggir aðeins taxta laun. „Ég er alveg klár á því að fiskverkendur munu losa um ráðningarsamninga hjá sínu starfsfólki. Við sjáum fram á það dragist verkfall sjómanna á langinn. Ég hygg að það muni fara bera á því strax eftir áramótin,“ segir Kristján.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Norðmenn taka markaði sem Íslendingar missa á meðan verkfalli stendur Engin lausn í sjónmáli í kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna. 15. desember 2016 14:56 Fiskurinn að klárast hjá fiskvinnslum Áætlað er að um sjö þúsund manns leggi niður störf vegna verkfalls sjómanna. Óttast er að Norðmenn taki yfir erlenda markaði á meðan verkfallið varir. Verð fiskafurða hefur hækkað mikið í vikunni og búist er við að það hækki frekar í næstu viku. 17. desember 2016 07:00 Sjómannaverkfall fram á nýtt ár Um sjö þúsund manns leggja niður störf vegna verkfalls sjómanna sem hófst að nýju í gær. Tekjutap vegna verkfallsins er áætlað um fimm milljarðar króna á viku. Mikill meirihluti sjómanna hafnaði samningnum. 15. desember 2016 07:00 Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið 640 milljónir á dag Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið rúmlega 640 milljónir króna á dag vegna tapaðra útflutningstekna. Á þremur mánuðum selja íslensk fyrirtæki sjávarafurðir fyrir 57 milljarða króna þannig að ljóst er að verkfallið verður mjög kostnaðarsamt ef það dregst á langinn. 16. desember 2016 18:55 Sjómenn fara í verkfall Verkfall sjómanna mun hefjast klukkan átta í kvöld eftir að kjarasamningum var hafnað í kosningu. 14. desember 2016 13:27 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Fleiri fréttir Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Sjá meira
Norðmenn taka markaði sem Íslendingar missa á meðan verkfalli stendur Engin lausn í sjónmáli í kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna. 15. desember 2016 14:56
Fiskurinn að klárast hjá fiskvinnslum Áætlað er að um sjö þúsund manns leggi niður störf vegna verkfalls sjómanna. Óttast er að Norðmenn taki yfir erlenda markaði á meðan verkfallið varir. Verð fiskafurða hefur hækkað mikið í vikunni og búist er við að það hækki frekar í næstu viku. 17. desember 2016 07:00
Sjómannaverkfall fram á nýtt ár Um sjö þúsund manns leggja niður störf vegna verkfalls sjómanna sem hófst að nýju í gær. Tekjutap vegna verkfallsins er áætlað um fimm milljarðar króna á viku. Mikill meirihluti sjómanna hafnaði samningnum. 15. desember 2016 07:00
Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið 640 milljónir á dag Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið rúmlega 640 milljónir króna á dag vegna tapaðra útflutningstekna. Á þremur mánuðum selja íslensk fyrirtæki sjávarafurðir fyrir 57 milljarða króna þannig að ljóst er að verkfallið verður mjög kostnaðarsamt ef það dregst á langinn. 16. desember 2016 18:55
Sjómenn fara í verkfall Verkfall sjómanna mun hefjast klukkan átta í kvöld eftir að kjarasamningum var hafnað í kosningu. 14. desember 2016 13:27
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent