Forsætisráðherra vill minnihlutastjórn eftir áramót Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 18. desember 2016 19:30 Forsætisráðherra segir að ef ekki takist að mynda meirihlutastjórn á þeim dögum sem eftir eru af árinu þurfi að mynda minnihlutastjórn. Starfi slík stjórn til skemmri tíma þyrfti að ganga aftur til kosninga. Reiknað er með að forseti Íslands veiti einhverjum umboð til stjórnarmyndunar snemma í þessari viku. Forystufólk stjórnmálaflokkanna sem sæti eiga á Alþingi hafa síðustu daga rætt óformlega um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Ekki hefur þó verið tekin ákvörðun um formlegar viðræður milli einstakra flokka en af þingmönnum flokkanna mátti heyra í dag að draga muni til tíðinda á næstu dögum.Formaður Framsóknarflokksins næstur? Forseti Íslands ákvað í byrjun vikunnar að veita engum formanni umboð til stjórnarmyndunar að sinni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur forsetinn verið í reglulegum samskiptum við formenn flokkanna síðustu daga og reiknað er með að hann muni á ný veita umboð til stjórnarmyndunar fljótlega eftir helgi. En eftir að formaður Sjálfstæðisflokksins var með umboðið í tæpar tvær vikur, formaður Vinstri grænna í níu daga og þingmaður Pírata í 10 daga er spurningin – hver fær umboðið næst? Ef forsetinn heldur áfram að veita umboðið í röð eftir stærð flokka er ljóst að næstur í röðinni er Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.Viðræður milli forystumanna Sigurður Ingi segir það rökrétt næsta skref að hann fái umboð til stjórnarmyndunar. Hann hafi átt í samtölum við formenn flestra flokka síðustu daga. „Auðvitað eru viðræður milli forystumanna flokkanna bæði um það hvernig við sjáum fyrir okkur að ljúka þessum verkefnum í þinginu og samhliða líka möguleikana inn í framtíðina,” segir Sigurður. Nú stendur yfir vinna í fjárlaga- og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis við að afgreiða fjárlög og frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda. Sigurður segir þá vinnu geta orðið til þess að liðka fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar. „Í vinnunni inni í þingi núna þá myndast kannski ákveðnar, ég vil ekki kalla það blokkir, heldur meira svona sameiginleg sýn á það hvernig staðan sem við þurfum að leysa núna sem getur hjálpað til við það að menn fari í viðræður um framhaldið,” segir Sigurður.Minnihlutastjórn eftir áramót Formenn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hafa velt upp þeim möguleika að hugsanlega myndist meirihluti fyrir því á Alþingi að ganga aftur til kosninga. „Ég myndi segja það, að ef ekki á þessum dögum sem eftir eru á þessu ári, myndast grundvöllur fyrir meirihlutasamstarfi, þá eiga menn að horfa í það að sjá fyrir sér minnihlutastjórn. Hvort sem hún mun starfa í lengri tíma eða skemmri. Og skemmri, þá er ég að meina að menn verða að vera sammála um að ganga þá aftur til kosninga,” segir Sigurður. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Forsætisráðherra segir að ef ekki takist að mynda meirihlutastjórn á þeim dögum sem eftir eru af árinu þurfi að mynda minnihlutastjórn. Starfi slík stjórn til skemmri tíma þyrfti að ganga aftur til kosninga. Reiknað er með að forseti Íslands veiti einhverjum umboð til stjórnarmyndunar snemma í þessari viku. Forystufólk stjórnmálaflokkanna sem sæti eiga á Alþingi hafa síðustu daga rætt óformlega um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Ekki hefur þó verið tekin ákvörðun um formlegar viðræður milli einstakra flokka en af þingmönnum flokkanna mátti heyra í dag að draga muni til tíðinda á næstu dögum.Formaður Framsóknarflokksins næstur? Forseti Íslands ákvað í byrjun vikunnar að veita engum formanni umboð til stjórnarmyndunar að sinni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur forsetinn verið í reglulegum samskiptum við formenn flokkanna síðustu daga og reiknað er með að hann muni á ný veita umboð til stjórnarmyndunar fljótlega eftir helgi. En eftir að formaður Sjálfstæðisflokksins var með umboðið í tæpar tvær vikur, formaður Vinstri grænna í níu daga og þingmaður Pírata í 10 daga er spurningin – hver fær umboðið næst? Ef forsetinn heldur áfram að veita umboðið í röð eftir stærð flokka er ljóst að næstur í röðinni er Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.Viðræður milli forystumanna Sigurður Ingi segir það rökrétt næsta skref að hann fái umboð til stjórnarmyndunar. Hann hafi átt í samtölum við formenn flestra flokka síðustu daga. „Auðvitað eru viðræður milli forystumanna flokkanna bæði um það hvernig við sjáum fyrir okkur að ljúka þessum verkefnum í þinginu og samhliða líka möguleikana inn í framtíðina,” segir Sigurður. Nú stendur yfir vinna í fjárlaga- og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis við að afgreiða fjárlög og frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda. Sigurður segir þá vinnu geta orðið til þess að liðka fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar. „Í vinnunni inni í þingi núna þá myndast kannski ákveðnar, ég vil ekki kalla það blokkir, heldur meira svona sameiginleg sýn á það hvernig staðan sem við þurfum að leysa núna sem getur hjálpað til við það að menn fari í viðræður um framhaldið,” segir Sigurður.Minnihlutastjórn eftir áramót Formenn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hafa velt upp þeim möguleika að hugsanlega myndist meirihluti fyrir því á Alþingi að ganga aftur til kosninga. „Ég myndi segja það, að ef ekki á þessum dögum sem eftir eru á þessu ári, myndast grundvöllur fyrir meirihlutasamstarfi, þá eiga menn að horfa í það að sjá fyrir sér minnihlutastjórn. Hvort sem hún mun starfa í lengri tíma eða skemmri. Og skemmri, þá er ég að meina að menn verða að vera sammála um að ganga þá aftur til kosninga,” segir Sigurður.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira