Árekstur í hálkunni: Níu tíma bið framundan hjá 190 farþegum í Keflavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2016 10:41 Von er á annarri flugvél frá Evrópu síðdegis en brottför er áætluð klukkan 15:40. Vísir/vilhelm Ekkert varð af flugi Wow Air til Kaupmannahafnar klukkan 6:30 í morgun vegna þess að flugafgreiðslubifreið rann á flugvélina sem var í flugstæði en sú átti að fljúga til Danmerkur. Sleipt var víða á landinu í morgun og Keflavíkurflugvöllur greinilega engin undantekning á því. Vélin er ónothæf til flugs og hefur önnur verið pöntuð að utan til að ferja farþegana til Kaupmannahafnar síðar í dag. Áætluð brottför er klukkan 15:40. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow, segir í samtali við Vísi að 190 farþegar hafi átt bókað far með vélinni. Þeir hafi fengið upplýsingar og tölvupóst um gang mála og verði áfram haldið upplýstum í dag. Eins og staðan sé núna verði brottför klukkan 15:40. Söngkonan Hildur Kristín Stefánsdóttir er einn farþeganna sem sér fram á níu tíma bið í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í dag. Hún segir farþega hafa fengið 1500 krónur frá flugfélaginu vegna tafarinnar en sumir farþeganna sjái fram á að missa af tengiflugi sínu í Kaupmannahöfn vegna tafarinnar.Uppfært klukkan 12:07 Flugvélin var í flugstæði en ekki á flugbrautinni eins og fram kom í fyrri frétt. Beðist er afsökunar á þessu. Fréttir af flugi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Ekkert varð af flugi Wow Air til Kaupmannahafnar klukkan 6:30 í morgun vegna þess að flugafgreiðslubifreið rann á flugvélina sem var í flugstæði en sú átti að fljúga til Danmerkur. Sleipt var víða á landinu í morgun og Keflavíkurflugvöllur greinilega engin undantekning á því. Vélin er ónothæf til flugs og hefur önnur verið pöntuð að utan til að ferja farþegana til Kaupmannahafnar síðar í dag. Áætluð brottför er klukkan 15:40. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow, segir í samtali við Vísi að 190 farþegar hafi átt bókað far með vélinni. Þeir hafi fengið upplýsingar og tölvupóst um gang mála og verði áfram haldið upplýstum í dag. Eins og staðan sé núna verði brottför klukkan 15:40. Söngkonan Hildur Kristín Stefánsdóttir er einn farþeganna sem sér fram á níu tíma bið í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í dag. Hún segir farþega hafa fengið 1500 krónur frá flugfélaginu vegna tafarinnar en sumir farþeganna sjái fram á að missa af tengiflugi sínu í Kaupmannahöfn vegna tafarinnar.Uppfært klukkan 12:07 Flugvélin var í flugstæði en ekki á flugbrautinni eins og fram kom í fyrri frétt. Beðist er afsökunar á þessu.
Fréttir af flugi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira