Gefur ekki afslátt af stefnu þrátt fyrir veikan þingstyrk Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. desember 2016 13:15 Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar og Oddný G. Harðardóttir þingmaður flokksins og fyrrverandi formaður koma til fundar í þinghúsinu. Formaður Samfylkingarinnar segir að flokkurinn muni halda sínum stefnumálum til streitu og ekki gefa þau eftir í mögulegum stjórnarmyndunarviðræðum við VG og Sjálfstæðisflokkinn þótt flokkurinn sé með lítinn þingstyrk. Stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks gætu strandað á áhugaleysi annarra flokka til að vera þriðja hjólið í slíkri ríkisstjórn. Vinstri græn vilja fá Samfylkinguna inn í ríkisstjórn þessara þriggja flokka en hún hefði 34 þingmenn. Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar hefur átt óformleg samtöl við Katrínu Jakobsdóttur formann Vinstri grænna.Katrínu Jakobsdóttur mistókst að mynda ríkisstjórn á meðan hún hafði stjórnarmyndunarumboðið. Hún kannaði þrjá möguleika áður en hún gekk á fund forseta og skilaði umboðinu.Vísir/Anton„Í mikilvægum málum höfum við verið talsvert frá Sjálfstæðisflokknum. Við höfum lagt áherslu á að þetta geta orðið flókið af þeim sökum. Ég las að Bjarni Benediktsson hefði sagt að gera þyrfti vopnahlé um ákveðin mál. Ég sagði bara, ef það vopnahlé snerist um að við gæfum afslátt af okkar málum þá kæmi það auðvitað ekki til greina,“ segir Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar.Hvaða mál eru þetta sem þið leggið áherslu á? „Við höfum lagt gríðarlega áherslu á uppbyggingu heilbrigðis, mennta- og velferðarkerfisins fyrir alla. Við vitum að við þurfum að afla tekna til þess. Við höfum líka áherslu á breytingar í sjávarútvegi, að þjóðin fái að kjósa í lok kjörtímabilsins um Evrópusambandið eða áframhaldandi viðræður. Við höfum lagt áherslu á að stjórnarskráin sé sett í mjög ákveðin farveg. Þetta eru allt mál sem við getum ekki gefið of mikinn afslátt af,“ segir Logi Már. Logi segir að hjarta VG og Samfylkingarinnar „slái þétt saman“ og það sé ef til vill ástæða þess að VG leggi áherslu á að fá Samfylkinguna að borðinu.Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kom gangandi á fund Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, á þriðja tímanum í gær. Fundurinn átti sér stað á skrifstofu Vinstri grænna við Austurstræti en aðeins augnablikum áður en Bjarni mætti í hús kom Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi formaður Vinstri grænna, á skrifstofuna og þeir tveir urðu samferða í lyftunni upp.vísir/eyþórLjóst er að mörg þessara mála ganga í berhögg við stefnu Sjálfstæðisflokksins. Má þar nefna stjórnarskrármálið ef um er að ræða tillögur stjórnlagaráðs og viðræður við Evrópusambandið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki áhuga á ríkisstjórnarsamstarfi með Pírötum. Þá hafa Vinstri græn ekki áhuga á samstarfi með núverandi ríkisstjórnarflokkkum, Sjálfstæðisflokki og Framsókn. Bandalag Bjartrar framtíðar og Viðreisnar flækir síðan stöðuna enn meira. Ekki virðist vera valkostur að taka annan hvorn flokkinn inn í ríkisstjórn VG og Sjálfstæðisflokksins. Að þessu sögðu er Samfylkingin hugsanlega límið sem þarf. Nefnt hefur verið að það ríki traust milli VG og Samfylkingarinnar og þess vegna sé það ekki endilega pólitísk leikjafræði af hjálfu VG að fá Samfylkinguna að borðinu. Heldur fremur sú staðreynd að þingmenn þessara flokka treysta hver öðrum. Viðræður VG og Sjálfstæðisflokksins stóðu yfir með hléum í allan gærdag.Málamiðlanir mögulega ekki nógu sterkt lím Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í gær í viðtali við fréttastofuna að flokkarnir væru að athuga hvort hægt væri að gera málamiðlanir sem rúmuðust innan stefnu flokkanna. „Eitt af því sem við þurfum að ræða um er hvort það þurfi að gera svo miklar málamiðlanir að báðum aðilum myndi á endanum líða illa með það. Jafnvel þótt það væri hægt að setja þær saman og smíða þær þá væri það hugsanlega ekki nægilega sterkt lím til að mynda ríkisstjórn en þetta eru bara þau mál sem við erum að ræða,“ sagði Bjarni. Forseti Íslands hefur fallist á tillögu forsætisráðherra um að þing verði kallað saman þriðjudaginn 6. desember næstkomandi. Til stendur að afgreiða fjárlagafrumvarp fyrir jól. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni: Spurning hvort hægt sé að gera vopnahlé um ýmis mál Bjarni og Katrín munu ræða saman aftur í kvöld eftir fundarhöld í dag. 30. nóvember 2016 17:09 Benedikt um boð Bjarna um BCD stjórn: „Það freistaði ekki“ Bjarni Benediktsson hafði samband við Benedikt Jóhannesson í hádeginu síðastliðinn mánudag og bar tilboðið undir hann. 30. nóvember 2016 08:45 Funduðu frameftir og halda viðræðum áfram í dag „Við erum ennþá að ræða stóru línurnar,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður VG. 30. nóvember 2016 12:19 VG hörð á því að Samfylkingin verði hluti af samstarfinu Samkvæmt heimildum Vísis er ekki vilji innan Vinstri grænna að fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn án Samfylkingarinnar. 30. nóvember 2016 16:06 Gæti verið erfitt að finna samstarfsflokk Formaður Samfylkingarinnar segir að þrátt fyrir að flokkurinn sé í viðkvæmri stöðu komi ekki til greina að fórna málefnum sem hann leggur mesta áherslu á. Reynt hefur verið að slíta samstarfi Viðreisnar og Bjartrar framtíðar án ára 1. desember 2016 07:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir að flokkurinn muni halda sínum stefnumálum til streitu og ekki gefa þau eftir í mögulegum stjórnarmyndunarviðræðum við VG og Sjálfstæðisflokkinn þótt flokkurinn sé með lítinn þingstyrk. Stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks gætu strandað á áhugaleysi annarra flokka til að vera þriðja hjólið í slíkri ríkisstjórn. Vinstri græn vilja fá Samfylkinguna inn í ríkisstjórn þessara þriggja flokka en hún hefði 34 þingmenn. Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar hefur átt óformleg samtöl við Katrínu Jakobsdóttur formann Vinstri grænna.Katrínu Jakobsdóttur mistókst að mynda ríkisstjórn á meðan hún hafði stjórnarmyndunarumboðið. Hún kannaði þrjá möguleika áður en hún gekk á fund forseta og skilaði umboðinu.Vísir/Anton„Í mikilvægum málum höfum við verið talsvert frá Sjálfstæðisflokknum. Við höfum lagt áherslu á að þetta geta orðið flókið af þeim sökum. Ég las að Bjarni Benediktsson hefði sagt að gera þyrfti vopnahlé um ákveðin mál. Ég sagði bara, ef það vopnahlé snerist um að við gæfum afslátt af okkar málum þá kæmi það auðvitað ekki til greina,“ segir Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar.Hvaða mál eru þetta sem þið leggið áherslu á? „Við höfum lagt gríðarlega áherslu á uppbyggingu heilbrigðis, mennta- og velferðarkerfisins fyrir alla. Við vitum að við þurfum að afla tekna til þess. Við höfum líka áherslu á breytingar í sjávarútvegi, að þjóðin fái að kjósa í lok kjörtímabilsins um Evrópusambandið eða áframhaldandi viðræður. Við höfum lagt áherslu á að stjórnarskráin sé sett í mjög ákveðin farveg. Þetta eru allt mál sem við getum ekki gefið of mikinn afslátt af,“ segir Logi Már. Logi segir að hjarta VG og Samfylkingarinnar „slái þétt saman“ og það sé ef til vill ástæða þess að VG leggi áherslu á að fá Samfylkinguna að borðinu.Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kom gangandi á fund Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, á þriðja tímanum í gær. Fundurinn átti sér stað á skrifstofu Vinstri grænna við Austurstræti en aðeins augnablikum áður en Bjarni mætti í hús kom Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi formaður Vinstri grænna, á skrifstofuna og þeir tveir urðu samferða í lyftunni upp.vísir/eyþórLjóst er að mörg þessara mála ganga í berhögg við stefnu Sjálfstæðisflokksins. Má þar nefna stjórnarskrármálið ef um er að ræða tillögur stjórnlagaráðs og viðræður við Evrópusambandið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki áhuga á ríkisstjórnarsamstarfi með Pírötum. Þá hafa Vinstri græn ekki áhuga á samstarfi með núverandi ríkisstjórnarflokkkum, Sjálfstæðisflokki og Framsókn. Bandalag Bjartrar framtíðar og Viðreisnar flækir síðan stöðuna enn meira. Ekki virðist vera valkostur að taka annan hvorn flokkinn inn í ríkisstjórn VG og Sjálfstæðisflokksins. Að þessu sögðu er Samfylkingin hugsanlega límið sem þarf. Nefnt hefur verið að það ríki traust milli VG og Samfylkingarinnar og þess vegna sé það ekki endilega pólitísk leikjafræði af hjálfu VG að fá Samfylkinguna að borðinu. Heldur fremur sú staðreynd að þingmenn þessara flokka treysta hver öðrum. Viðræður VG og Sjálfstæðisflokksins stóðu yfir með hléum í allan gærdag.Málamiðlanir mögulega ekki nógu sterkt lím Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í gær í viðtali við fréttastofuna að flokkarnir væru að athuga hvort hægt væri að gera málamiðlanir sem rúmuðust innan stefnu flokkanna. „Eitt af því sem við þurfum að ræða um er hvort það þurfi að gera svo miklar málamiðlanir að báðum aðilum myndi á endanum líða illa með það. Jafnvel þótt það væri hægt að setja þær saman og smíða þær þá væri það hugsanlega ekki nægilega sterkt lím til að mynda ríkisstjórn en þetta eru bara þau mál sem við erum að ræða,“ sagði Bjarni. Forseti Íslands hefur fallist á tillögu forsætisráðherra um að þing verði kallað saman þriðjudaginn 6. desember næstkomandi. Til stendur að afgreiða fjárlagafrumvarp fyrir jól.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni: Spurning hvort hægt sé að gera vopnahlé um ýmis mál Bjarni og Katrín munu ræða saman aftur í kvöld eftir fundarhöld í dag. 30. nóvember 2016 17:09 Benedikt um boð Bjarna um BCD stjórn: „Það freistaði ekki“ Bjarni Benediktsson hafði samband við Benedikt Jóhannesson í hádeginu síðastliðinn mánudag og bar tilboðið undir hann. 30. nóvember 2016 08:45 Funduðu frameftir og halda viðræðum áfram í dag „Við erum ennþá að ræða stóru línurnar,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður VG. 30. nóvember 2016 12:19 VG hörð á því að Samfylkingin verði hluti af samstarfinu Samkvæmt heimildum Vísis er ekki vilji innan Vinstri grænna að fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn án Samfylkingarinnar. 30. nóvember 2016 16:06 Gæti verið erfitt að finna samstarfsflokk Formaður Samfylkingarinnar segir að þrátt fyrir að flokkurinn sé í viðkvæmri stöðu komi ekki til greina að fórna málefnum sem hann leggur mesta áherslu á. Reynt hefur verið að slíta samstarfi Viðreisnar og Bjartrar framtíðar án ára 1. desember 2016 07:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Bjarni: Spurning hvort hægt sé að gera vopnahlé um ýmis mál Bjarni og Katrín munu ræða saman aftur í kvöld eftir fundarhöld í dag. 30. nóvember 2016 17:09
Benedikt um boð Bjarna um BCD stjórn: „Það freistaði ekki“ Bjarni Benediktsson hafði samband við Benedikt Jóhannesson í hádeginu síðastliðinn mánudag og bar tilboðið undir hann. 30. nóvember 2016 08:45
Funduðu frameftir og halda viðræðum áfram í dag „Við erum ennþá að ræða stóru línurnar,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður VG. 30. nóvember 2016 12:19
VG hörð á því að Samfylkingin verði hluti af samstarfinu Samkvæmt heimildum Vísis er ekki vilji innan Vinstri grænna að fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn án Samfylkingarinnar. 30. nóvember 2016 16:06
Gæti verið erfitt að finna samstarfsflokk Formaður Samfylkingarinnar segir að þrátt fyrir að flokkurinn sé í viðkvæmri stöðu komi ekki til greina að fórna málefnum sem hann leggur mesta áherslu á. Reynt hefur verið að slíta samstarfi Viðreisnar og Bjartrar framtíðar án ára 1. desember 2016 07:00