Gefur ekki afslátt af stefnu þrátt fyrir veikan þingstyrk Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. desember 2016 13:15 Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar og Oddný G. Harðardóttir þingmaður flokksins og fyrrverandi formaður koma til fundar í þinghúsinu. Formaður Samfylkingarinnar segir að flokkurinn muni halda sínum stefnumálum til streitu og ekki gefa þau eftir í mögulegum stjórnarmyndunarviðræðum við VG og Sjálfstæðisflokkinn þótt flokkurinn sé með lítinn þingstyrk. Stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks gætu strandað á áhugaleysi annarra flokka til að vera þriðja hjólið í slíkri ríkisstjórn. Vinstri græn vilja fá Samfylkinguna inn í ríkisstjórn þessara þriggja flokka en hún hefði 34 þingmenn. Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar hefur átt óformleg samtöl við Katrínu Jakobsdóttur formann Vinstri grænna.Katrínu Jakobsdóttur mistókst að mynda ríkisstjórn á meðan hún hafði stjórnarmyndunarumboðið. Hún kannaði þrjá möguleika áður en hún gekk á fund forseta og skilaði umboðinu.Vísir/Anton„Í mikilvægum málum höfum við verið talsvert frá Sjálfstæðisflokknum. Við höfum lagt áherslu á að þetta geta orðið flókið af þeim sökum. Ég las að Bjarni Benediktsson hefði sagt að gera þyrfti vopnahlé um ákveðin mál. Ég sagði bara, ef það vopnahlé snerist um að við gæfum afslátt af okkar málum þá kæmi það auðvitað ekki til greina,“ segir Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar.Hvaða mál eru þetta sem þið leggið áherslu á? „Við höfum lagt gríðarlega áherslu á uppbyggingu heilbrigðis, mennta- og velferðarkerfisins fyrir alla. Við vitum að við þurfum að afla tekna til þess. Við höfum líka áherslu á breytingar í sjávarútvegi, að þjóðin fái að kjósa í lok kjörtímabilsins um Evrópusambandið eða áframhaldandi viðræður. Við höfum lagt áherslu á að stjórnarskráin sé sett í mjög ákveðin farveg. Þetta eru allt mál sem við getum ekki gefið of mikinn afslátt af,“ segir Logi Már. Logi segir að hjarta VG og Samfylkingarinnar „slái þétt saman“ og það sé ef til vill ástæða þess að VG leggi áherslu á að fá Samfylkinguna að borðinu.Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kom gangandi á fund Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, á þriðja tímanum í gær. Fundurinn átti sér stað á skrifstofu Vinstri grænna við Austurstræti en aðeins augnablikum áður en Bjarni mætti í hús kom Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi formaður Vinstri grænna, á skrifstofuna og þeir tveir urðu samferða í lyftunni upp.vísir/eyþórLjóst er að mörg þessara mála ganga í berhögg við stefnu Sjálfstæðisflokksins. Má þar nefna stjórnarskrármálið ef um er að ræða tillögur stjórnlagaráðs og viðræður við Evrópusambandið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki áhuga á ríkisstjórnarsamstarfi með Pírötum. Þá hafa Vinstri græn ekki áhuga á samstarfi með núverandi ríkisstjórnarflokkkum, Sjálfstæðisflokki og Framsókn. Bandalag Bjartrar framtíðar og Viðreisnar flækir síðan stöðuna enn meira. Ekki virðist vera valkostur að taka annan hvorn flokkinn inn í ríkisstjórn VG og Sjálfstæðisflokksins. Að þessu sögðu er Samfylkingin hugsanlega límið sem þarf. Nefnt hefur verið að það ríki traust milli VG og Samfylkingarinnar og þess vegna sé það ekki endilega pólitísk leikjafræði af hjálfu VG að fá Samfylkinguna að borðinu. Heldur fremur sú staðreynd að þingmenn þessara flokka treysta hver öðrum. Viðræður VG og Sjálfstæðisflokksins stóðu yfir með hléum í allan gærdag.Málamiðlanir mögulega ekki nógu sterkt lím Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í gær í viðtali við fréttastofuna að flokkarnir væru að athuga hvort hægt væri að gera málamiðlanir sem rúmuðust innan stefnu flokkanna. „Eitt af því sem við þurfum að ræða um er hvort það þurfi að gera svo miklar málamiðlanir að báðum aðilum myndi á endanum líða illa með það. Jafnvel þótt það væri hægt að setja þær saman og smíða þær þá væri það hugsanlega ekki nægilega sterkt lím til að mynda ríkisstjórn en þetta eru bara þau mál sem við erum að ræða,“ sagði Bjarni. Forseti Íslands hefur fallist á tillögu forsætisráðherra um að þing verði kallað saman þriðjudaginn 6. desember næstkomandi. Til stendur að afgreiða fjárlagafrumvarp fyrir jól. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni: Spurning hvort hægt sé að gera vopnahlé um ýmis mál Bjarni og Katrín munu ræða saman aftur í kvöld eftir fundarhöld í dag. 30. nóvember 2016 17:09 Benedikt um boð Bjarna um BCD stjórn: „Það freistaði ekki“ Bjarni Benediktsson hafði samband við Benedikt Jóhannesson í hádeginu síðastliðinn mánudag og bar tilboðið undir hann. 30. nóvember 2016 08:45 Funduðu frameftir og halda viðræðum áfram í dag „Við erum ennþá að ræða stóru línurnar,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður VG. 30. nóvember 2016 12:19 VG hörð á því að Samfylkingin verði hluti af samstarfinu Samkvæmt heimildum Vísis er ekki vilji innan Vinstri grænna að fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn án Samfylkingarinnar. 30. nóvember 2016 16:06 Gæti verið erfitt að finna samstarfsflokk Formaður Samfylkingarinnar segir að þrátt fyrir að flokkurinn sé í viðkvæmri stöðu komi ekki til greina að fórna málefnum sem hann leggur mesta áherslu á. Reynt hefur verið að slíta samstarfi Viðreisnar og Bjartrar framtíðar án ára 1. desember 2016 07:00 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Fleiri fréttir Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir að flokkurinn muni halda sínum stefnumálum til streitu og ekki gefa þau eftir í mögulegum stjórnarmyndunarviðræðum við VG og Sjálfstæðisflokkinn þótt flokkurinn sé með lítinn þingstyrk. Stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks gætu strandað á áhugaleysi annarra flokka til að vera þriðja hjólið í slíkri ríkisstjórn. Vinstri græn vilja fá Samfylkinguna inn í ríkisstjórn þessara þriggja flokka en hún hefði 34 þingmenn. Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar hefur átt óformleg samtöl við Katrínu Jakobsdóttur formann Vinstri grænna.Katrínu Jakobsdóttur mistókst að mynda ríkisstjórn á meðan hún hafði stjórnarmyndunarumboðið. Hún kannaði þrjá möguleika áður en hún gekk á fund forseta og skilaði umboðinu.Vísir/Anton„Í mikilvægum málum höfum við verið talsvert frá Sjálfstæðisflokknum. Við höfum lagt áherslu á að þetta geta orðið flókið af þeim sökum. Ég las að Bjarni Benediktsson hefði sagt að gera þyrfti vopnahlé um ákveðin mál. Ég sagði bara, ef það vopnahlé snerist um að við gæfum afslátt af okkar málum þá kæmi það auðvitað ekki til greina,“ segir Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar.Hvaða mál eru þetta sem þið leggið áherslu á? „Við höfum lagt gríðarlega áherslu á uppbyggingu heilbrigðis, mennta- og velferðarkerfisins fyrir alla. Við vitum að við þurfum að afla tekna til þess. Við höfum líka áherslu á breytingar í sjávarútvegi, að þjóðin fái að kjósa í lok kjörtímabilsins um Evrópusambandið eða áframhaldandi viðræður. Við höfum lagt áherslu á að stjórnarskráin sé sett í mjög ákveðin farveg. Þetta eru allt mál sem við getum ekki gefið of mikinn afslátt af,“ segir Logi Már. Logi segir að hjarta VG og Samfylkingarinnar „slái þétt saman“ og það sé ef til vill ástæða þess að VG leggi áherslu á að fá Samfylkinguna að borðinu.Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kom gangandi á fund Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, á þriðja tímanum í gær. Fundurinn átti sér stað á skrifstofu Vinstri grænna við Austurstræti en aðeins augnablikum áður en Bjarni mætti í hús kom Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi formaður Vinstri grænna, á skrifstofuna og þeir tveir urðu samferða í lyftunni upp.vísir/eyþórLjóst er að mörg þessara mála ganga í berhögg við stefnu Sjálfstæðisflokksins. Má þar nefna stjórnarskrármálið ef um er að ræða tillögur stjórnlagaráðs og viðræður við Evrópusambandið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki áhuga á ríkisstjórnarsamstarfi með Pírötum. Þá hafa Vinstri græn ekki áhuga á samstarfi með núverandi ríkisstjórnarflokkkum, Sjálfstæðisflokki og Framsókn. Bandalag Bjartrar framtíðar og Viðreisnar flækir síðan stöðuna enn meira. Ekki virðist vera valkostur að taka annan hvorn flokkinn inn í ríkisstjórn VG og Sjálfstæðisflokksins. Að þessu sögðu er Samfylkingin hugsanlega límið sem þarf. Nefnt hefur verið að það ríki traust milli VG og Samfylkingarinnar og þess vegna sé það ekki endilega pólitísk leikjafræði af hjálfu VG að fá Samfylkinguna að borðinu. Heldur fremur sú staðreynd að þingmenn þessara flokka treysta hver öðrum. Viðræður VG og Sjálfstæðisflokksins stóðu yfir með hléum í allan gærdag.Málamiðlanir mögulega ekki nógu sterkt lím Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í gær í viðtali við fréttastofuna að flokkarnir væru að athuga hvort hægt væri að gera málamiðlanir sem rúmuðust innan stefnu flokkanna. „Eitt af því sem við þurfum að ræða um er hvort það þurfi að gera svo miklar málamiðlanir að báðum aðilum myndi á endanum líða illa með það. Jafnvel þótt það væri hægt að setja þær saman og smíða þær þá væri það hugsanlega ekki nægilega sterkt lím til að mynda ríkisstjórn en þetta eru bara þau mál sem við erum að ræða,“ sagði Bjarni. Forseti Íslands hefur fallist á tillögu forsætisráðherra um að þing verði kallað saman þriðjudaginn 6. desember næstkomandi. Til stendur að afgreiða fjárlagafrumvarp fyrir jól.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni: Spurning hvort hægt sé að gera vopnahlé um ýmis mál Bjarni og Katrín munu ræða saman aftur í kvöld eftir fundarhöld í dag. 30. nóvember 2016 17:09 Benedikt um boð Bjarna um BCD stjórn: „Það freistaði ekki“ Bjarni Benediktsson hafði samband við Benedikt Jóhannesson í hádeginu síðastliðinn mánudag og bar tilboðið undir hann. 30. nóvember 2016 08:45 Funduðu frameftir og halda viðræðum áfram í dag „Við erum ennþá að ræða stóru línurnar,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður VG. 30. nóvember 2016 12:19 VG hörð á því að Samfylkingin verði hluti af samstarfinu Samkvæmt heimildum Vísis er ekki vilji innan Vinstri grænna að fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn án Samfylkingarinnar. 30. nóvember 2016 16:06 Gæti verið erfitt að finna samstarfsflokk Formaður Samfylkingarinnar segir að þrátt fyrir að flokkurinn sé í viðkvæmri stöðu komi ekki til greina að fórna málefnum sem hann leggur mesta áherslu á. Reynt hefur verið að slíta samstarfi Viðreisnar og Bjartrar framtíðar án ára 1. desember 2016 07:00 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Fleiri fréttir Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Sjá meira
Bjarni: Spurning hvort hægt sé að gera vopnahlé um ýmis mál Bjarni og Katrín munu ræða saman aftur í kvöld eftir fundarhöld í dag. 30. nóvember 2016 17:09
Benedikt um boð Bjarna um BCD stjórn: „Það freistaði ekki“ Bjarni Benediktsson hafði samband við Benedikt Jóhannesson í hádeginu síðastliðinn mánudag og bar tilboðið undir hann. 30. nóvember 2016 08:45
Funduðu frameftir og halda viðræðum áfram í dag „Við erum ennþá að ræða stóru línurnar,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður VG. 30. nóvember 2016 12:19
VG hörð á því að Samfylkingin verði hluti af samstarfinu Samkvæmt heimildum Vísis er ekki vilji innan Vinstri grænna að fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn án Samfylkingarinnar. 30. nóvember 2016 16:06
Gæti verið erfitt að finna samstarfsflokk Formaður Samfylkingarinnar segir að þrátt fyrir að flokkurinn sé í viðkvæmri stöðu komi ekki til greina að fórna málefnum sem hann leggur mesta áherslu á. Reynt hefur verið að slíta samstarfi Viðreisnar og Bjartrar framtíðar án ára 1. desember 2016 07:00
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu