Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Afturelding 23-23 | Jafntefli í háspennuleik Stefán Árni Pálsson í Kaplakrika skrifar 1. desember 2016 22:00 FH-ingurinn Óðinn Þór Ríkharðsson í hraðaupphlaupi. vísir/eyþór FH og Afturelding skildu jöfn í stórleik kvöldsins í Olís-deild karla en leikurinn fór fram í Kaplakrika og fór 23-23. Úrslitin réðust rétt undir lok leiksins.Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Kaplakrika í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Kristófer Fannar Guðmundsson, markvörður Aftureldingar, byrjaði á því að verja sex bolta á fyrstu þremur mínútum leiksins og var eins og að FH-ingar gætu einfaldlega ekki komið handboltanum inn í markið. Afturelding nýtti sér reyndar ekki stöðuna nægilega vel og voru leikmenn liðsins í vandræðum með að skora sjálfir. Fá mörk voru því skoruð á upphafsmínútunum en það átti eftir að breytast fljótlega. Heimamenn komust hægt og rólega í takt við leikinn og voru komnir þremur mörkum yfir, 7-4, þegar þrettán mínútur voru liðnar af leiknum. FH-ingar voru með yfirhöndina næstu mínútur en í stöðunni 9-6 fyrir heimamenn fóru Mosfellingar í gang. Þeir rauðu breyttu stöðinni í 10-9 sér í vil á mjög stuttum tíma og var Aftureldinga formlega mætt til leiks. Jafnræði var á með liðunum út hálfleikinn og var staðan 12-12 í hálfleik. Heimamenn byrjuðu seinni hálfleikinn mjög vel, skoruðu fyrstu þrjú mörkin og breyttu stöðunni í 16-12. Þegar tíu mínútur voru búnar af síðari hálfleiknum hafði Afturelding ekki enn náð að skora. Þegar leið á síðari hálfleikinn komust gestirnir inn í leikinn og þegar hann var hálfnaður var staðan 17-16 fyrir FH. Þegar um tólf mínútur voru eftir af leiknum voru gestirnir komnir yfir 19-18. Leikurinn var mjög spennandi það sem eftir lifði og þegar 45 sekúndur voru eftir var staðan jöfn 22-22. Eftir æsispennandi lokasekúndur fór leikurinn að lokum jafntefli 23-23. Kristófer Fannar var frábær í marki Aftureldingar og varði hann tuttugu skot. Mikk Pinnonen skoraði sjö mörk fyrir gestina og Jóhann Birgir Ingvarsson sex fyrir FH. Afturelding er því enn á toppi deildarinnar með 20 stig. FH-ingar eru með 16 stig.Kristófer í leik með Aftureldingu.vísir/stefánKristófer: Súrt að tapa þessu stigi „Eins og leikurinn spilaðist undir lokin þá hefðum við viljað fara með tvö stig heim,“ segir Kristófer Fannar Guðmundsson, markvörður FH, eftir leikinn í kvöld. „Við sýnum samt karakter að vinna upp fjögurra marka mun sem þeir náðu í byrjun síðari hálfleiksins. Við vorum mjög lélegir í byrjun seinni hálfleiks en náðum sem betur fer að vinna það aftur upp.“ Kristófer segir að sóknarleikur liðsins hafi verið í molum í byrjun síðari hálfleiksins. „Við vorum kannski örlítið óheppnir og að skjóta í stangirnar og svona en við vorum bara ekki að skapa okkur færi eins og við gerum svo vel.“ Fyrri leikur þessara liða fór 28-27 í Mosfellsbænum og þá hafði Afturelding betur. „FH og bara með mjög gott lið og við líka. Þetta eru mjög jöfn lið, í raun bara eins og öll deildin, hún er alveg gríðarlega jöfn. Það geta allir unnið alla.“ Kristófer var sjálfur mjög góður í leiknum í kvöld og varði tuttugu bolta. „Ég er mjög ánægður með minn leik, en samt súrt að tapa þessu stigi.“Einar í leik með FH.Einar Rafn: Agaðir erum við drullu flottir „Við tókum bara sama kerfi og var búið að virka allan leikinn, ég fékk gott færi og það var ekki annað í stöðunni en að setja boltann í netið,“ segir Einar Rafn Eiðsson, leikmaður FH, sem skoraði síðasta mark heimamanna og tryggði þeim eitt stig í leiknum en markið hans koma aðeins nokkrum sekúndum fyrir leikslok. „Um leið og við komumst fjórum mörkum yfir í byrjun síðari hálfleiksins, þá fórum við að flýta okkur og hættum að vera agaðir í okkar leik. Byrjuðum að gera það sem við vorum búnir að vera forðast.“ Hann segir að það sé alltaf nauðsynlegt fyrir FH-liðið að vera agað í sóknarleiknum. „Við höfum verið að spila fantavörn upp á síðkastið og ef við höldum í agann sóknarlega þá erum við drullu flottir.“ Einar segir að deildin sé það jöfn að dagsformið skipti alltaf mestu máli. „Mér finnst samt að við hefðum átt að vinna þennan leik í kvöld, við vorum að spila nægilega vel.“ Olís-deild karla Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
FH og Afturelding skildu jöfn í stórleik kvöldsins í Olís-deild karla en leikurinn fór fram í Kaplakrika og fór 23-23. Úrslitin réðust rétt undir lok leiksins.Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Kaplakrika í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Kristófer Fannar Guðmundsson, markvörður Aftureldingar, byrjaði á því að verja sex bolta á fyrstu þremur mínútum leiksins og var eins og að FH-ingar gætu einfaldlega ekki komið handboltanum inn í markið. Afturelding nýtti sér reyndar ekki stöðuna nægilega vel og voru leikmenn liðsins í vandræðum með að skora sjálfir. Fá mörk voru því skoruð á upphafsmínútunum en það átti eftir að breytast fljótlega. Heimamenn komust hægt og rólega í takt við leikinn og voru komnir þremur mörkum yfir, 7-4, þegar þrettán mínútur voru liðnar af leiknum. FH-ingar voru með yfirhöndina næstu mínútur en í stöðunni 9-6 fyrir heimamenn fóru Mosfellingar í gang. Þeir rauðu breyttu stöðinni í 10-9 sér í vil á mjög stuttum tíma og var Aftureldinga formlega mætt til leiks. Jafnræði var á með liðunum út hálfleikinn og var staðan 12-12 í hálfleik. Heimamenn byrjuðu seinni hálfleikinn mjög vel, skoruðu fyrstu þrjú mörkin og breyttu stöðunni í 16-12. Þegar tíu mínútur voru búnar af síðari hálfleiknum hafði Afturelding ekki enn náð að skora. Þegar leið á síðari hálfleikinn komust gestirnir inn í leikinn og þegar hann var hálfnaður var staðan 17-16 fyrir FH. Þegar um tólf mínútur voru eftir af leiknum voru gestirnir komnir yfir 19-18. Leikurinn var mjög spennandi það sem eftir lifði og þegar 45 sekúndur voru eftir var staðan jöfn 22-22. Eftir æsispennandi lokasekúndur fór leikurinn að lokum jafntefli 23-23. Kristófer Fannar var frábær í marki Aftureldingar og varði hann tuttugu skot. Mikk Pinnonen skoraði sjö mörk fyrir gestina og Jóhann Birgir Ingvarsson sex fyrir FH. Afturelding er því enn á toppi deildarinnar með 20 stig. FH-ingar eru með 16 stig.Kristófer í leik með Aftureldingu.vísir/stefánKristófer: Súrt að tapa þessu stigi „Eins og leikurinn spilaðist undir lokin þá hefðum við viljað fara með tvö stig heim,“ segir Kristófer Fannar Guðmundsson, markvörður FH, eftir leikinn í kvöld. „Við sýnum samt karakter að vinna upp fjögurra marka mun sem þeir náðu í byrjun síðari hálfleiksins. Við vorum mjög lélegir í byrjun seinni hálfleiks en náðum sem betur fer að vinna það aftur upp.“ Kristófer segir að sóknarleikur liðsins hafi verið í molum í byrjun síðari hálfleiksins. „Við vorum kannski örlítið óheppnir og að skjóta í stangirnar og svona en við vorum bara ekki að skapa okkur færi eins og við gerum svo vel.“ Fyrri leikur þessara liða fór 28-27 í Mosfellsbænum og þá hafði Afturelding betur. „FH og bara með mjög gott lið og við líka. Þetta eru mjög jöfn lið, í raun bara eins og öll deildin, hún er alveg gríðarlega jöfn. Það geta allir unnið alla.“ Kristófer var sjálfur mjög góður í leiknum í kvöld og varði tuttugu bolta. „Ég er mjög ánægður með minn leik, en samt súrt að tapa þessu stigi.“Einar í leik með FH.Einar Rafn: Agaðir erum við drullu flottir „Við tókum bara sama kerfi og var búið að virka allan leikinn, ég fékk gott færi og það var ekki annað í stöðunni en að setja boltann í netið,“ segir Einar Rafn Eiðsson, leikmaður FH, sem skoraði síðasta mark heimamanna og tryggði þeim eitt stig í leiknum en markið hans koma aðeins nokkrum sekúndum fyrir leikslok. „Um leið og við komumst fjórum mörkum yfir í byrjun síðari hálfleiksins, þá fórum við að flýta okkur og hættum að vera agaðir í okkar leik. Byrjuðum að gera það sem við vorum búnir að vera forðast.“ Hann segir að það sé alltaf nauðsynlegt fyrir FH-liðið að vera agað í sóknarleiknum. „Við höfum verið að spila fantavörn upp á síðkastið og ef við höldum í agann sóknarlega þá erum við drullu flottir.“ Einar segir að deildin sé það jöfn að dagsformið skipti alltaf mestu máli. „Mér finnst samt að við hefðum átt að vinna þennan leik í kvöld, við vorum að spila nægilega vel.“
Olís-deild karla Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira