Algjör pattstaða við stjórnarmyndun Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. desember 2016 06:00 Þórunn Egilsdóttir var annar þingforseti á síðasta þingi. Þeir sem voru á undan henni í röðinni, Einar K. Guðfinnsson og Kristján Möller, eru hættir á þingi og því gegnir hún embættinu þangað til nýr þingforseti verður kosinn. Vísir/Pjetur Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað formenn stjórnmálaflokkanna til fundar í dag og ætlar að ræða við þá einslega. Forsetinn mun byrja á að ræða við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, og hefst fundur þeirra klukkan tíu. Algjör pattstaða virðist komin upp við myndun ríkisstjórnar. Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, ræddu í byrjun vikunnar möguleika á ríkisstjórnarsamstarfi. Þau tilkynntu í gær að þeim viðræðum yrði ekki haldið áfram. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hafa forystumenn Samfylkingarinnar, Pírata, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar á sama tíma rætt möguleikann á samstarfi sín í milli. Katrín Jakobsdóttir minnir á að viðræður VG með þessum flokkum hafi áður siglt í strand en til greina komi að mynda breiða þjóðstjórn. Bjarni Benediktsson sagði við Stöð 2 í gær að hann vildi skoða möguleikann á að ræða aftur myndun þriggja flokka stjórnar með Viðreisn og Bjartri framtíð. Þær viðræður hafa hins vegar líka verið reyndar áður án árangurs. Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2017 verður kynnt á þriðjudaginn, sama dag og þing kemur fyrst saman eftir alþingiskosningarnar. Venjulegast þegar Alþingi er sett er byrjað á guðsþjónustu í Dómkirkjunni áður en forseti Íslands, biskup Íslands og þingmenn ganga til þinghússins og forseti Íslands setur þingið. Haldið verður í þessa hefð. Á þingfundi er svo kjörinn nýr forseti Alþingis og kosið í fastanefndir. Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og starfandi forseti Alþingis, segist reikna með því að vikið verði frá hefðbundinni dagskrá vegna óvenjulegra aðstæðna í stjórnmálum, þegar ekki er útlit fyrir að búið verði að mynda ríkisstjórn áður en Alþingi er sett. „Það verður það örugglega en við erum ekki búin að gefa út dagskrá. Það er ennþá í vinnslu í þinginu hvernig farið verður með þetta,“ segir Þórunn. Alþingi muni vinna þetta saman með forsætisráðherra og forystu allra flokkanna. „Það þurfa allir að koma að þessari ákvörðun,“ segir hún. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað formenn stjórnmálaflokkanna til fundar í dag og ætlar að ræða við þá einslega. Forsetinn mun byrja á að ræða við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, og hefst fundur þeirra klukkan tíu. Algjör pattstaða virðist komin upp við myndun ríkisstjórnar. Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, ræddu í byrjun vikunnar möguleika á ríkisstjórnarsamstarfi. Þau tilkynntu í gær að þeim viðræðum yrði ekki haldið áfram. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hafa forystumenn Samfylkingarinnar, Pírata, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar á sama tíma rætt möguleikann á samstarfi sín í milli. Katrín Jakobsdóttir minnir á að viðræður VG með þessum flokkum hafi áður siglt í strand en til greina komi að mynda breiða þjóðstjórn. Bjarni Benediktsson sagði við Stöð 2 í gær að hann vildi skoða möguleikann á að ræða aftur myndun þriggja flokka stjórnar með Viðreisn og Bjartri framtíð. Þær viðræður hafa hins vegar líka verið reyndar áður án árangurs. Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2017 verður kynnt á þriðjudaginn, sama dag og þing kemur fyrst saman eftir alþingiskosningarnar. Venjulegast þegar Alþingi er sett er byrjað á guðsþjónustu í Dómkirkjunni áður en forseti Íslands, biskup Íslands og þingmenn ganga til þinghússins og forseti Íslands setur þingið. Haldið verður í þessa hefð. Á þingfundi er svo kjörinn nýr forseti Alþingis og kosið í fastanefndir. Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og starfandi forseti Alþingis, segist reikna með því að vikið verði frá hefðbundinni dagskrá vegna óvenjulegra aðstæðna í stjórnmálum, þegar ekki er útlit fyrir að búið verði að mynda ríkisstjórn áður en Alþingi er sett. „Það verður það örugglega en við erum ekki búin að gefa út dagskrá. Það er ennþá í vinnslu í þinginu hvernig farið verður með þetta,“ segir Þórunn. Alþingi muni vinna þetta saman með forsætisráðherra og forystu allra flokkanna. „Það þurfa allir að koma að þessari ákvörðun,“ segir hún.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira