Ferðasaga nýs þingmanns á Bessastaði: Forsetinn „góður gestgjafi og eðalnörd“ Atli Ísleifsson skrifar 1. desember 2016 23:06 Andrés Ingi Jónsson, Guðni Th. Jóhannesson og Ásta Guðrún Helgadóttir. Mynd/Andrés Ingi Andrés Ingi Jónsson, nýr þingmaður Vinstri grænna, var í hópi þingmanna sem mætti til veislu á Bessastöðum sem forsetinn Guðni Th. Jóhannesson bauð til í kvöld. Andrés Ingi skrásetti ferðasöguna nokkuð skilmerkilega á Twitter-síðu sinni, en nýir þingmenn eru þessa dagana að venjast nýju hlutverki bíða spenntir eftir að þing komi loks saman næstkomandi þriðjudag. Andrés Ingi segir frá því á Twitter að hann hafi byrjað heimsóknina á því að rita nafn sitt í gestabók forsetans, líkt og venja er.Ballið að byrja á Bessastöðum. #fullveldisdagur pic.twitter.com/X4hs2bQ32K— Andrés Ingi (@andresingi) December 1, 2016 Að því loknu stillti Andrés Ingi sér upp með Rósu Björk Brynjólfsdóttur, þingmanni Vinstri Grænna, fyrir framan Kjarvalsverkið Flugþrá sem sett var upp í móttökusal Bessastaða eftir embættistöku Guðna. Tekin var „selfie“ áður en þingmennirnir þurftu frá að hverfa vegna komu Guðna og forsetafrúarinnar Elizu Reid.Með @RosaBjorkB og frímerkjamynd áður en dyravörðurinn ýtti okkur til hliðar svo forsetinn kæmist að. #fullveldisdagur pic.twitter.com/e3Y6ZwJEZM— Andrés Ingi (@andresingi) December 1, 2016 Næst birtir Andrés Ingi mynd af saltkjöti í hlaupi sem boðið var upp á í veislunni.Fyrir áhugasama: nærmynd af saltkjöti í hlaupi. #fullveldisdagur pic.twitter.com/yMBBkIn8pu— Andrés Ingi (@andresingi) December 1, 2016 Guðni bauð svo þingmönnum upp á leiðsögn um Bessastaði og lýsti Andrés Ingi forsetanum sem „góðum gestgjafa og eðalnörd“.Sagnfræðiforsetinn býður þingmönnum og fylgdarliði upp á leiðsögn um Bessastaði. Góður gestgjafi og eðalnörd. #fullveldisdagur pic.twitter.com/XGPEdLwVWo— Andrés Ingi (@andresingi) December 1, 2016 Eftirrétturinn á ballinu á Bessastöðum var svo á þessa leið.Desertinn á Bessó. Sérstaklega hrifinn af portvínslegna gráðaostinum. #fullveldisdagur pic.twitter.com/3aKeU9O7pN— Andrés Ingi (@andresingi) December 1, 2016 Loks birtir Andrés Ingi svo mynd af sjálfum sér með Guðna forseta. Fyrir aftan þá félaga má svo sjá Ástu Guðrúnu Helgadóttur, þingmann Pírata, bregða á leik.Guðni biður að heilsa @Sentilmennid. Cc: @asta_fish pic.twitter.com/37sxzZFqWg— Andrés Ingi (@andresingi) December 1, 2016 Eliza Reid, Guðni Th. Jóhannesson og Björt Ólafsdóttir.Vísir/EyþórEliza Reid, Guðni Th. Jóhannesson og Bjarni Benediktsson.Vísir/EyþórÞingmenn mæta til Bessastaða.Vísir/Eyþór Kosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni boðar flokksformenn á sinn fund á morgun Forseti Íslands mun fyrst hitta formann Sjálfstæðisflokksins klukkan 10. 1. desember 2016 17:55 Bók forsetans um forsetana komin út Bókin Fyrstu forsetarnir – embætti þjóðhöfðingja Íslands á 20. öld eftir Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, kemur út í dag hjá Sögufélaginu. 1. desember 2016 12:07 Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Margmenni kom saman á hungurgöngu Eldsvoði í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Andrés Ingi Jónsson, nýr þingmaður Vinstri grænna, var í hópi þingmanna sem mætti til veislu á Bessastöðum sem forsetinn Guðni Th. Jóhannesson bauð til í kvöld. Andrés Ingi skrásetti ferðasöguna nokkuð skilmerkilega á Twitter-síðu sinni, en nýir þingmenn eru þessa dagana að venjast nýju hlutverki bíða spenntir eftir að þing komi loks saman næstkomandi þriðjudag. Andrés Ingi segir frá því á Twitter að hann hafi byrjað heimsóknina á því að rita nafn sitt í gestabók forsetans, líkt og venja er.Ballið að byrja á Bessastöðum. #fullveldisdagur pic.twitter.com/X4hs2bQ32K— Andrés Ingi (@andresingi) December 1, 2016 Að því loknu stillti Andrés Ingi sér upp með Rósu Björk Brynjólfsdóttur, þingmanni Vinstri Grænna, fyrir framan Kjarvalsverkið Flugþrá sem sett var upp í móttökusal Bessastaða eftir embættistöku Guðna. Tekin var „selfie“ áður en þingmennirnir þurftu frá að hverfa vegna komu Guðna og forsetafrúarinnar Elizu Reid.Með @RosaBjorkB og frímerkjamynd áður en dyravörðurinn ýtti okkur til hliðar svo forsetinn kæmist að. #fullveldisdagur pic.twitter.com/e3Y6ZwJEZM— Andrés Ingi (@andresingi) December 1, 2016 Næst birtir Andrés Ingi mynd af saltkjöti í hlaupi sem boðið var upp á í veislunni.Fyrir áhugasama: nærmynd af saltkjöti í hlaupi. #fullveldisdagur pic.twitter.com/yMBBkIn8pu— Andrés Ingi (@andresingi) December 1, 2016 Guðni bauð svo þingmönnum upp á leiðsögn um Bessastaði og lýsti Andrés Ingi forsetanum sem „góðum gestgjafa og eðalnörd“.Sagnfræðiforsetinn býður þingmönnum og fylgdarliði upp á leiðsögn um Bessastaði. Góður gestgjafi og eðalnörd. #fullveldisdagur pic.twitter.com/XGPEdLwVWo— Andrés Ingi (@andresingi) December 1, 2016 Eftirrétturinn á ballinu á Bessastöðum var svo á þessa leið.Desertinn á Bessó. Sérstaklega hrifinn af portvínslegna gráðaostinum. #fullveldisdagur pic.twitter.com/3aKeU9O7pN— Andrés Ingi (@andresingi) December 1, 2016 Loks birtir Andrés Ingi svo mynd af sjálfum sér með Guðna forseta. Fyrir aftan þá félaga má svo sjá Ástu Guðrúnu Helgadóttur, þingmann Pírata, bregða á leik.Guðni biður að heilsa @Sentilmennid. Cc: @asta_fish pic.twitter.com/37sxzZFqWg— Andrés Ingi (@andresingi) December 1, 2016 Eliza Reid, Guðni Th. Jóhannesson og Björt Ólafsdóttir.Vísir/EyþórEliza Reid, Guðni Th. Jóhannesson og Bjarni Benediktsson.Vísir/EyþórÞingmenn mæta til Bessastaða.Vísir/Eyþór
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni boðar flokksformenn á sinn fund á morgun Forseti Íslands mun fyrst hitta formann Sjálfstæðisflokksins klukkan 10. 1. desember 2016 17:55 Bók forsetans um forsetana komin út Bókin Fyrstu forsetarnir – embætti þjóðhöfðingja Íslands á 20. öld eftir Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, kemur út í dag hjá Sögufélaginu. 1. desember 2016 12:07 Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Margmenni kom saman á hungurgöngu Eldsvoði í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Guðni boðar flokksformenn á sinn fund á morgun Forseti Íslands mun fyrst hitta formann Sjálfstæðisflokksins klukkan 10. 1. desember 2016 17:55
Bók forsetans um forsetana komin út Bókin Fyrstu forsetarnir – embætti þjóðhöfðingja Íslands á 20. öld eftir Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, kemur út í dag hjá Sögufélaginu. 1. desember 2016 12:07