Hóf skothríð á umdeildum pítsustað Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2016 13:48 Maðurinn gekk inn og miðaði byssunni á starfsmann áður en hann skaut einu skoti í gólfið. Vísir/EPA Lögregla í Bandaríkjunum handtók mann sem skaut úr riffli á pítsastaðinn Comet Ping Pong í Washington í nótt. Veitingastaðurinn var skotmark falskrar fréttar sem hefur verið í mikilli dreifingu meðal „alt-right“ fólks svokallaðs um mánaðaskeið. Þar var því haldið fram að Hillary Clinton ræki barnaklámshring úr fyrirtækinu.Engan sakaði í árásinni en árásarmaðurinn sagðist hafa farið á veitingahúsið til að rannsaka samsæriskenninguna, sem hefur gengið undir nafninu „Pizzagate“. Maðurinn gekk inn og miðaði byssunni á starfsmann áður en hann skaut einu skoti í gólfið. Hann var með tvær byssur á sér og ein til viðbótar fannst í bílnum hans. Uppruna samsæriskenningunnar má, samkvæmt BBC, rekja til spjallborða 4chan þar sem umræðurnar byggðu á leka tölvupósta John Pedesta og Wikileaks. Podesta hafði rætt veitingastaðinn í tölvupóstum sínum og einn notandi stakk upp á því að orð eins og ostur, pylsa og pizza væru dulmál fyrir ung börn og kynlíf. Kenningum þessum, sem byggja á engu, hefur verið dreift á bloggsíðum eins og Infowars, sem Alex Jones, stuðningsmaður Donald Trump, sér um og víðar. Þar á meðal dreifði sonur þjóðaröryggisráðgjafa Trump, Michael Flynn, kenningunni. Eiganda og starfsmönnum Comet Ping Pong hefur margsinnis verið hótað á samfélagsmiðlum og jafnvel lífláti. „Ég vona að þeir sem taka þátt í að kynda undir eldana hugsi um það sem gerðist hérna í dag og hætti að dreifa þessum lygum strax,“ sagði James Alefantis, eigandi Comet Ping Pong. Donald Trump Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Lögregla í Bandaríkjunum handtók mann sem skaut úr riffli á pítsastaðinn Comet Ping Pong í Washington í nótt. Veitingastaðurinn var skotmark falskrar fréttar sem hefur verið í mikilli dreifingu meðal „alt-right“ fólks svokallaðs um mánaðaskeið. Þar var því haldið fram að Hillary Clinton ræki barnaklámshring úr fyrirtækinu.Engan sakaði í árásinni en árásarmaðurinn sagðist hafa farið á veitingahúsið til að rannsaka samsæriskenninguna, sem hefur gengið undir nafninu „Pizzagate“. Maðurinn gekk inn og miðaði byssunni á starfsmann áður en hann skaut einu skoti í gólfið. Hann var með tvær byssur á sér og ein til viðbótar fannst í bílnum hans. Uppruna samsæriskenningunnar má, samkvæmt BBC, rekja til spjallborða 4chan þar sem umræðurnar byggðu á leka tölvupósta John Pedesta og Wikileaks. Podesta hafði rætt veitingastaðinn í tölvupóstum sínum og einn notandi stakk upp á því að orð eins og ostur, pylsa og pizza væru dulmál fyrir ung börn og kynlíf. Kenningum þessum, sem byggja á engu, hefur verið dreift á bloggsíðum eins og Infowars, sem Alex Jones, stuðningsmaður Donald Trump, sér um og víðar. Þar á meðal dreifði sonur þjóðaröryggisráðgjafa Trump, Michael Flynn, kenningunni. Eiganda og starfsmönnum Comet Ping Pong hefur margsinnis verið hótað á samfélagsmiðlum og jafnvel lífláti. „Ég vona að þeir sem taka þátt í að kynda undir eldana hugsi um það sem gerðist hérna í dag og hætti að dreifa þessum lygum strax,“ sagði James Alefantis, eigandi Comet Ping Pong.
Donald Trump Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira