Eggi hent í hús Kristins Gylfa: Fjölskyldan skelkuð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. desember 2016 18:33 Eggi var kastað í hús Kristins Gylfa, framkvæmdastjóra Brúneggja í seinustu viku eftir umfjöllun fjölmiðla um fyrirtækið. Þetta kom fram í viðtali við Kristinn í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. Í viðtalinu var Kristinn meðal annars spurður hvernig honum og hans fólki hefði liðið undir umfjöllun fjölmiðla frá því í seinustu viku. „Okkur hefur ekki liðið vel, okkar fólk hefur tekið þetta mjög nærri sér, það er verið að kalla okkur eigendur Brúneggja dýraníðinga þegar við höfum verið í landbúnaðarrekstri í 35 ár og það vita allir sem þekkja okkur að við höfum alla tíð farið vel með okkar dýr“ svaraði Kristinn. Sjá einnig: Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði Kristinn sagði að þeir bræður hefðu ekki alltaf getað verið í húsunum við nægilegt eftirlit og að sumt hefði mátt betur fara. Sér þætti það mjög miður. Áður hefði samstarf við fólk um sölu á vörunni alltaf verið gott. „Þessi uppákoma hefur stórskaðað okkar ímynd og ég vona bara að við fáum tækifæri til þess að sanna okkur á ný. Hvort fyrirtækið verði undir höndum nýrra aðila eða hvort það líður undir lok verður bara að koma í ljós“ sagði Kristinn. Sjá einnig: Brúnum eggjum kastað í Matís fyrir misskilning Loks var Kristinn spurður hvort hann og hans fólk hefði orðið fyrir aðkasti eftir umfjöllun fjölmiðla. „Já, eggi var hent í húsið þar sem ég og fjölskyldan mín búum eitt kvöldið í síðustu viku. Krökkunum leið ekki vel með það.“ sagði Kristinn. Hann sagði jafnframt að hann teldi fólk gríðarlega dómhart. Kristinn tók þó fram að fyrirtæki hans vilji eiga samtal og biðlaði til fólks um að horfa á málið í heild sinni. Þetta gæti verið hvatning til sín og annarra um að vanda betur til verka í matvælaframleiðslu á Íslandi. Kristinn var ekki viss hvort að umrætt egg hefði verið brúnegg. Brúneggjamálið Tengdar fréttir Spældir enda búnir að missa alla kúnna Kristinn Gylfi Jónsson, einn af eigendum Brúneggja, segir afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem sköpuðust eftir að Kastljós fjallaði um málefni fyrirtækisins á mánudagskvöld. 30. nóvember 2016 07:00 Brúnum eggjum kastað í Matís fyrir misskilning Steinar B. Aðalbjörnsson, upplýsingafulltrúi Matís, gerir ráð fyrir að gremja eggjakastarans hafi beinst að Matvælastofnun. 30. nóvember 2016 14:52 Formaður Neytendasamtakanna: Vistvæn framleiðsla einungis blekking Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir það grafalvarlegt að fyrirtækið Brúnegg hafi ítrekað komist upp með að brjóta lög um velferð dýra þrátt fyrir athugasemdir frá Matvælastofnun. 29. nóvember 2016 08:56 Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði Komið hefur í ljós að fyrirtækið hefur ítrekað brotið lög um velferð dýra auk þess að merkja vörur sínar með villandi hætti. 28. nóvember 2016 22:09 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Eggi var kastað í hús Kristins Gylfa, framkvæmdastjóra Brúneggja í seinustu viku eftir umfjöllun fjölmiðla um fyrirtækið. Þetta kom fram í viðtali við Kristinn í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. Í viðtalinu var Kristinn meðal annars spurður hvernig honum og hans fólki hefði liðið undir umfjöllun fjölmiðla frá því í seinustu viku. „Okkur hefur ekki liðið vel, okkar fólk hefur tekið þetta mjög nærri sér, það er verið að kalla okkur eigendur Brúneggja dýraníðinga þegar við höfum verið í landbúnaðarrekstri í 35 ár og það vita allir sem þekkja okkur að við höfum alla tíð farið vel með okkar dýr“ svaraði Kristinn. Sjá einnig: Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði Kristinn sagði að þeir bræður hefðu ekki alltaf getað verið í húsunum við nægilegt eftirlit og að sumt hefði mátt betur fara. Sér þætti það mjög miður. Áður hefði samstarf við fólk um sölu á vörunni alltaf verið gott. „Þessi uppákoma hefur stórskaðað okkar ímynd og ég vona bara að við fáum tækifæri til þess að sanna okkur á ný. Hvort fyrirtækið verði undir höndum nýrra aðila eða hvort það líður undir lok verður bara að koma í ljós“ sagði Kristinn. Sjá einnig: Brúnum eggjum kastað í Matís fyrir misskilning Loks var Kristinn spurður hvort hann og hans fólk hefði orðið fyrir aðkasti eftir umfjöllun fjölmiðla. „Já, eggi var hent í húsið þar sem ég og fjölskyldan mín búum eitt kvöldið í síðustu viku. Krökkunum leið ekki vel með það.“ sagði Kristinn. Hann sagði jafnframt að hann teldi fólk gríðarlega dómhart. Kristinn tók þó fram að fyrirtæki hans vilji eiga samtal og biðlaði til fólks um að horfa á málið í heild sinni. Þetta gæti verið hvatning til sín og annarra um að vanda betur til verka í matvælaframleiðslu á Íslandi. Kristinn var ekki viss hvort að umrætt egg hefði verið brúnegg.
Brúneggjamálið Tengdar fréttir Spældir enda búnir að missa alla kúnna Kristinn Gylfi Jónsson, einn af eigendum Brúneggja, segir afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem sköpuðust eftir að Kastljós fjallaði um málefni fyrirtækisins á mánudagskvöld. 30. nóvember 2016 07:00 Brúnum eggjum kastað í Matís fyrir misskilning Steinar B. Aðalbjörnsson, upplýsingafulltrúi Matís, gerir ráð fyrir að gremja eggjakastarans hafi beinst að Matvælastofnun. 30. nóvember 2016 14:52 Formaður Neytendasamtakanna: Vistvæn framleiðsla einungis blekking Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir það grafalvarlegt að fyrirtækið Brúnegg hafi ítrekað komist upp með að brjóta lög um velferð dýra þrátt fyrir athugasemdir frá Matvælastofnun. 29. nóvember 2016 08:56 Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði Komið hefur í ljós að fyrirtækið hefur ítrekað brotið lög um velferð dýra auk þess að merkja vörur sínar með villandi hætti. 28. nóvember 2016 22:09 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Spældir enda búnir að missa alla kúnna Kristinn Gylfi Jónsson, einn af eigendum Brúneggja, segir afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem sköpuðust eftir að Kastljós fjallaði um málefni fyrirtækisins á mánudagskvöld. 30. nóvember 2016 07:00
Brúnum eggjum kastað í Matís fyrir misskilning Steinar B. Aðalbjörnsson, upplýsingafulltrúi Matís, gerir ráð fyrir að gremja eggjakastarans hafi beinst að Matvælastofnun. 30. nóvember 2016 14:52
Formaður Neytendasamtakanna: Vistvæn framleiðsla einungis blekking Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir það grafalvarlegt að fyrirtækið Brúnegg hafi ítrekað komist upp með að brjóta lög um velferð dýra þrátt fyrir athugasemdir frá Matvælastofnun. 29. nóvember 2016 08:56
Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði Komið hefur í ljós að fyrirtækið hefur ítrekað brotið lög um velferð dýra auk þess að merkja vörur sínar með villandi hætti. 28. nóvember 2016 22:09