Guðni sefur á ákvörðun sinni fram yfir áramót Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 6. desember 2016 07:00 Guðni Bergsson í banastuði við Laugardalsvöllinn um árið. Vísir/Hörður Sveinsson Guðni Bergsson ætlar ekki að ákveða hvort hann fari í formannskjör KSÍ fyrr en í janúar. Guðni sagði í samtali við Fréttablaðið að það væri nægur tími enda ársþing KSÍ ekki fyrr en 11. febrúar. „Maður er bara að vega og meta. Við sjáum hvað setur,“ sagði Guðni. Töluverður þrýstingur hefur verið á Guðna í nokkurn tíma að hann bjóði sig fram. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er líklegra en ekki að Guðni tilkynni framboð sitt strax á nýju ári. Þá hefur nokkur fjöldi skorað á Björn Einarsson, formann Víkings, um að taka slaginn í febrúar. Er hann einnig að vega og meta stöðuna og hefur ekki tekið neina ákvörðun en íhugar málin.Björn Einarsson, formaður Víkings.„Þetta eru þreifingar, ekki mjög djúpar pælingar og ég hef ekki tekið neina ákvörðun. En ímynd þessa glæsilega sambands þarf að vera önnur en hún er núna,“ segir Björn. Björn segir að síminn hafi mikið hringt og ákall um breytingar sé augljóst. „Ég hef aldrei fundið jafn mikið fyrir því og nú. Ég hef verið lengi í því að reka íþróttafélag sem er dýrmæt reynsla og ég er líka með mikla rekstrarreynslu í fyrirtækjum, bæði hér heima og erlendis. Það þarf að styrkja ímynd KSÍ og það eru allir sammála því, hvar sem fólk stendur. Ég hef aldrei fundið jafn mikla spennu og togstreitu í þessum málum og nú þannig að ég ætla að meta og spá í þetta.Ímynd Knattspyrnusambands Íslands hefur beðið töluverða hnekki að undanförnu vegna bónusgreiðslu formannsins, landsliðsnefndarinnar og FIFA tölvuleiksins.vísir/ernirÉg tel að ég hafi góða reynslu í þetta og ég myndi gera þetta sem hefðbundna stjórnarformennsku. Þannig að sterk skrifstofa með sterkan framkvæmdastjóra sæi um daglegan rekstur. Það er mín sýn.“ Geir Þorsteinsson hefur verið formaður KSÍ síðan 2007 en gustað hefur um starfsemi KSÍ að undanförnu. Bæði eftir að greint var frá því að Geir hefði fengið tveggja mánaða bónus fyrir ótilgreinda vinnu sína í kringum EM í Frakklandi og landsliðsnefnd sambandsins. Ársþing KSÍ verður haldið í Vestmannaeyjum þann 11. febrúar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. KSÍ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Nefndin sem Lars gagnrýndi: Í bjórbanni í Annecy og formaðurinn reifst við Sigga Dúllu Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu hrista höfuðið og skilja ekki tilgang nefndarinnar frekar en landsliðsþjálfararnir. 1. desember 2016 13:00 Bónusgreiðslur Geirs tilkomnar vegna aukaálags í tengslum við framkvæmdastjóraskipti hjá KSÍ Tveggja mánaða bónusgreiðslur sem Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, fékk vegna vinnu sinnar á EM 2016 voru tilkomnar vegna aukaálags í tengslum við framkvæmdastjóraskipti hjá Knattspyrnusambandinu. Þetta kom fram í viðtali sem Hjörtur Hjartarson tók við Geir í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. 29. nóvember 2016 17:45 Geir gríðarlega stoltur af sínu starfi hjá KSÍ Gamli landsliðsfyrirliðinn Guðni Bergsson íhugar nú að fara í framboð til formanns KSÍ. Núverandi formaður, Geir Þorsteinsson, er þó hvergi banginn og er klár í slag við Guðna fari hann fram. 24. nóvember 2016 06:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Sjá meira
Guðni Bergsson ætlar ekki að ákveða hvort hann fari í formannskjör KSÍ fyrr en í janúar. Guðni sagði í samtali við Fréttablaðið að það væri nægur tími enda ársþing KSÍ ekki fyrr en 11. febrúar. „Maður er bara að vega og meta. Við sjáum hvað setur,“ sagði Guðni. Töluverður þrýstingur hefur verið á Guðna í nokkurn tíma að hann bjóði sig fram. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er líklegra en ekki að Guðni tilkynni framboð sitt strax á nýju ári. Þá hefur nokkur fjöldi skorað á Björn Einarsson, formann Víkings, um að taka slaginn í febrúar. Er hann einnig að vega og meta stöðuna og hefur ekki tekið neina ákvörðun en íhugar málin.Björn Einarsson, formaður Víkings.„Þetta eru þreifingar, ekki mjög djúpar pælingar og ég hef ekki tekið neina ákvörðun. En ímynd þessa glæsilega sambands þarf að vera önnur en hún er núna,“ segir Björn. Björn segir að síminn hafi mikið hringt og ákall um breytingar sé augljóst. „Ég hef aldrei fundið jafn mikið fyrir því og nú. Ég hef verið lengi í því að reka íþróttafélag sem er dýrmæt reynsla og ég er líka með mikla rekstrarreynslu í fyrirtækjum, bæði hér heima og erlendis. Það þarf að styrkja ímynd KSÍ og það eru allir sammála því, hvar sem fólk stendur. Ég hef aldrei fundið jafn mikla spennu og togstreitu í þessum málum og nú þannig að ég ætla að meta og spá í þetta.Ímynd Knattspyrnusambands Íslands hefur beðið töluverða hnekki að undanförnu vegna bónusgreiðslu formannsins, landsliðsnefndarinnar og FIFA tölvuleiksins.vísir/ernirÉg tel að ég hafi góða reynslu í þetta og ég myndi gera þetta sem hefðbundna stjórnarformennsku. Þannig að sterk skrifstofa með sterkan framkvæmdastjóra sæi um daglegan rekstur. Það er mín sýn.“ Geir Þorsteinsson hefur verið formaður KSÍ síðan 2007 en gustað hefur um starfsemi KSÍ að undanförnu. Bæði eftir að greint var frá því að Geir hefði fengið tveggja mánaða bónus fyrir ótilgreinda vinnu sína í kringum EM í Frakklandi og landsliðsnefnd sambandsins. Ársþing KSÍ verður haldið í Vestmannaeyjum þann 11. febrúar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
KSÍ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Nefndin sem Lars gagnrýndi: Í bjórbanni í Annecy og formaðurinn reifst við Sigga Dúllu Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu hrista höfuðið og skilja ekki tilgang nefndarinnar frekar en landsliðsþjálfararnir. 1. desember 2016 13:00 Bónusgreiðslur Geirs tilkomnar vegna aukaálags í tengslum við framkvæmdastjóraskipti hjá KSÍ Tveggja mánaða bónusgreiðslur sem Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, fékk vegna vinnu sinnar á EM 2016 voru tilkomnar vegna aukaálags í tengslum við framkvæmdastjóraskipti hjá Knattspyrnusambandinu. Þetta kom fram í viðtali sem Hjörtur Hjartarson tók við Geir í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. 29. nóvember 2016 17:45 Geir gríðarlega stoltur af sínu starfi hjá KSÍ Gamli landsliðsfyrirliðinn Guðni Bergsson íhugar nú að fara í framboð til formanns KSÍ. Núverandi formaður, Geir Þorsteinsson, er þó hvergi banginn og er klár í slag við Guðna fari hann fram. 24. nóvember 2016 06:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Sjá meira
Nefndin sem Lars gagnrýndi: Í bjórbanni í Annecy og formaðurinn reifst við Sigga Dúllu Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu hrista höfuðið og skilja ekki tilgang nefndarinnar frekar en landsliðsþjálfararnir. 1. desember 2016 13:00
Bónusgreiðslur Geirs tilkomnar vegna aukaálags í tengslum við framkvæmdastjóraskipti hjá KSÍ Tveggja mánaða bónusgreiðslur sem Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, fékk vegna vinnu sinnar á EM 2016 voru tilkomnar vegna aukaálags í tengslum við framkvæmdastjóraskipti hjá Knattspyrnusambandinu. Þetta kom fram í viðtali sem Hjörtur Hjartarson tók við Geir í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. 29. nóvember 2016 17:45
Geir gríðarlega stoltur af sínu starfi hjá KSÍ Gamli landsliðsfyrirliðinn Guðni Bergsson íhugar nú að fara í framboð til formanns KSÍ. Núverandi formaður, Geir Þorsteinsson, er þó hvergi banginn og er klár í slag við Guðna fari hann fram. 24. nóvember 2016 06:00