Meiri líkur en minni á rauðum jólum Birgir Olgeirsson skrifar 6. desember 2016 11:19 Það stefnir í rauð jól í ár. Vísir/GVA „Það er ekki neinn kuldi í kortunum hjá okkur,“ segir Árni Sigurðsson hjá Veðurstofu Íslands um veðrið sem er fram undan nú í desember. Langtímaspáin nær fram yfir næstu helgi og þar er ekkert að sjá nema suðlægar áttir og hlýindi. Það sem af er desember mánuði er meðalhitinn í Reykjavík 7,42 gráður, sem er 6,41 gráðu hlýrra en á árunum 1961 til 1990. Svipaða sögu er að segja af Akureyri þar sem meðalhitinn er 5,75 gráður það sem af er mánuðinum og 5,03 gráður á Kirkjubæjarklaustri. Miðað við þetta allt saman er eðlilegt að spyrja hvort veðurfræðingar sjái fram á rauð jól hér á landi í ár. „Ég veit ekki hvort maður þori að slá því föstu, en eins og staðan er núna eru meiri líkur en minni á því að það verði rauð jól,“ segir Árni. Næstu daga verður áframhaldandi vætutíð sunnan og vestanlands, en það mun hins vegar stytta upp annað kvöld. Norðan- og austanlands hefur kólnað heldur en það var heiðskírt í nótt og verður áfram í dag. Ekki er að sjá markverðar breytingar á veðri næstu daga, þó heldur kólni fram að helgi með skammvinnri norðanátt á föstudag.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Norðaustan 13-18 á Vestfjörðum og með norðurströndinni og rigning eða slydda, en yfirleitt fremur hæg suðlæg eða breytileg átt annars staðar. Rigning eða skúrir suðvestantil en þurrt að mestu um landið austanvert. Hiti 2 til 7 stig, mildast með suðurströndinni.Á föstudag:Gengur í norðaustan 10-15 m/s með rigningu, en úrkomulítið vestanlands. Sums staðar vægt frost fram eftir degi norðanlands, en annars hiti 1 til 6 stig, mildast með suðurströndinniÁ laugardag:Norðaustan 8-15 með rigningu, hvassast á Vestfjörðum, en hægari og úrkomulítið suðvestantil. Hiti breytist lítið.Á sunnudag:Líklega suðaustanátt með rigningu.Á mánudag:Útlit fyrir suðlægar áttir með vætu og áfram mildu veðri. Veður Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
„Það er ekki neinn kuldi í kortunum hjá okkur,“ segir Árni Sigurðsson hjá Veðurstofu Íslands um veðrið sem er fram undan nú í desember. Langtímaspáin nær fram yfir næstu helgi og þar er ekkert að sjá nema suðlægar áttir og hlýindi. Það sem af er desember mánuði er meðalhitinn í Reykjavík 7,42 gráður, sem er 6,41 gráðu hlýrra en á árunum 1961 til 1990. Svipaða sögu er að segja af Akureyri þar sem meðalhitinn er 5,75 gráður það sem af er mánuðinum og 5,03 gráður á Kirkjubæjarklaustri. Miðað við þetta allt saman er eðlilegt að spyrja hvort veðurfræðingar sjái fram á rauð jól hér á landi í ár. „Ég veit ekki hvort maður þori að slá því föstu, en eins og staðan er núna eru meiri líkur en minni á því að það verði rauð jól,“ segir Árni. Næstu daga verður áframhaldandi vætutíð sunnan og vestanlands, en það mun hins vegar stytta upp annað kvöld. Norðan- og austanlands hefur kólnað heldur en það var heiðskírt í nótt og verður áfram í dag. Ekki er að sjá markverðar breytingar á veðri næstu daga, þó heldur kólni fram að helgi með skammvinnri norðanátt á föstudag.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Norðaustan 13-18 á Vestfjörðum og með norðurströndinni og rigning eða slydda, en yfirleitt fremur hæg suðlæg eða breytileg átt annars staðar. Rigning eða skúrir suðvestantil en þurrt að mestu um landið austanvert. Hiti 2 til 7 stig, mildast með suðurströndinni.Á föstudag:Gengur í norðaustan 10-15 m/s með rigningu, en úrkomulítið vestanlands. Sums staðar vægt frost fram eftir degi norðanlands, en annars hiti 1 til 6 stig, mildast með suðurströndinniÁ laugardag:Norðaustan 8-15 með rigningu, hvassast á Vestfjörðum, en hægari og úrkomulítið suðvestantil. Hiti breytist lítið.Á sunnudag:Líklega suðaustanátt með rigningu.Á mánudag:Útlit fyrir suðlægar áttir með vætu og áfram mildu veðri.
Veður Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira