Pósturinn vill koma á framfæri öruggum skiladögum fyrir jólasendingarnar í ár. Til að tryggja að jólasendingar komist til skila fyrir jólin þarf að póstleggja fyrir ákveðnar dagsetningar sem miðast við hvert sending er að fara. Hér að neðan eru þær dagsetningar sem þarf að hafa í huga fyrir jólapóstinn í ár.
Skiladagar 2016:
9. desember - Jólapakkar sjóleiðis til Norðurlanda
9. desember - Jólapakkar utan Evrópu
9. desember - Jólakort í A-pósti utan Evrópu og jólakort í B-pósti til Evrópu
14. desember - jólapakkar, flugpóstur innan Evrópu
16. desember - jólapakkar sendir með flugpósti til Norðurlanda
16. desember - jólakort, B póstur innanlands, jólakort A póstur innan Evrópu
19. desember – Hraðsending utan Evrópu
20. desember - jólakort í A-pósti innanlands og jólapakkar innanlands, hraðsending til Evrópu
Opnunartími pósthúsa
Pósturinn vill einnig benda á að opnunartími pósthúsa á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri breytist fyrir jólin. Opið verður um helgar fram að jólum og opnunartími verður frá 9-19 á virkum dögum frá og með mánudeginum 12. desember. Jólapósthúsin í Kringlunni og Smáralind opna 12. desember og verða opin til 23. desember. Allar frekari upplýsingar um opnunartíma er að finna á postur.is/jol.
Pakkasendingum hefur fjölgað mikið á síðustu mánuðum sem hefur leitt til aukins álags á pósthúsum, búast má við enn meiri fjölda á pósthúsum fyrir þessi jól en á síðustu árum. Til að flýta fyrir afgreiðslu eru viðskiptavinir hvattir til þess að skrá sendingar á postur.is áður en þeir koma á pósthús og þeir sem geta eru hvattir til að koma fyrri hluta dags en minnst álag er á þeim tíma.
Öruggir skiladagar fyrir jólapóstsendingar
Birgir Olgeirsson skrifar
