Ég dó næstum því í síðasta niðurskurði Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. desember 2016 15:30 Þó svo Cyborg hafi verið veikburða þá gat hún fagnað sigri í annarri lotu. Hún hafði þó ekki orku í viðtöl. vísir/getty Cris Cyborg hefur útskýrt af hverju hún er búin að hafna tveimur titilbardögum í röð. Dana White, forseti UFC, hefur komið til móts við brasilísku bardagakonuna og stofnað nýjan þyngdarflokk sem að hentar henni. Kvennaflokkarnir eru tveir núna - strávigt og bantamvigt - en þeir flokkar eru of léttir fyrir Cyborg. Því er búið að stofna fjaðurvigtarflokk sem á að henta Cyborg og fleiri konum í MMA. Cyborg er búin að keppa tvisvar í UFC í hentivigtarbardögum. Síðast keppti hún í 63 kg flokki en sagðist aldrei ætla að gera það aftur. Niðurskurðurinn hefði einfaldlega verið of erfiður. Fjaðurvigtarflokkurinn er 54 kg flokkur. „Ég bauð henni titilbardaga i fjaðurvigtinni fyrir mánuði síðan. Hún hafði átta vikur til að undirbúa sig en sagðist ekki geta náð vigt. Þá bauð ég henni að berjast á UFC 208 í febrúar en hún hafnaði því líka,“ sagði White. Cyborg segir að síðasti niðurskurður hafi farið það illa með hana að hún þurfi að passa sig. Hún fékk þá næringarfræðing frá UFC. George Lockhart, til að hjálpa sér við niðurskurðinn og hún ætlar aldrei að vinna með honum aftur. „Ég dó næstum því í síðasta niðurskurði. Ég lá í baðkarinu að skera mig niður og hugsaði að ég myndi deyja í baðkarinu. Þetta var versti niðurskurður sem ég hef lent í um ævina,“ sagði Cyborg í ítarlegri yfirlýsingu.Cyborg í bardaganum gegn Linu Lansberg í september.vísir/getty„Næringarfræðingurinn, sem er starfsmaður UFC, stóð sig ekki vel í því að setja mig á pilluna sem átti að hjálpa mér. Ég naði samt vigt eftir að hafa misst 11 kíló á einni viku. Þá var ég í slæmu ástandi. Næringarfræðingurinn hvarf eftir bardagann og með honum mun ég aldrei aftur vinna.“ Cyborg segir að ástand sitt í síðasta bardaga hafi langt í frá verið eðlilegt. „Ég hitaði ekki upp í búningsklefanum eins og ég geri venjulega. Ég var of veikburða. Svo fór ég heim og var bara lasin. Mamma gaf mér te og ég sofnaði. Ég fer alltaf í blóðprufu eftir bardaga en þarna var ekki hægt að taka blóð úr mér. Það var of þykkt. Ég fór svo í 10 daga meðferð enda var ég fárveik.“ Cyborg hafði ekki einu sinni orku í að gefa viðtöl eftir bardagann. Hún ætlar að taka sér nægan tíma í undirbúning fyrir næsta bardaga. „Ég sagði við UFC að ég gæti keppt næst í mars. Þá skal ég berjast við hvern sem er. Ég þarf að hugsa um líkamann og svo er ég líka að glíma við þunglyndi. Ég þarf að hugsa um heilsuna og verð tilbúin í mars.“ MMA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fleiri fréttir Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Sjá meira
Cris Cyborg hefur útskýrt af hverju hún er búin að hafna tveimur titilbardögum í röð. Dana White, forseti UFC, hefur komið til móts við brasilísku bardagakonuna og stofnað nýjan þyngdarflokk sem að hentar henni. Kvennaflokkarnir eru tveir núna - strávigt og bantamvigt - en þeir flokkar eru of léttir fyrir Cyborg. Því er búið að stofna fjaðurvigtarflokk sem á að henta Cyborg og fleiri konum í MMA. Cyborg er búin að keppa tvisvar í UFC í hentivigtarbardögum. Síðast keppti hún í 63 kg flokki en sagðist aldrei ætla að gera það aftur. Niðurskurðurinn hefði einfaldlega verið of erfiður. Fjaðurvigtarflokkurinn er 54 kg flokkur. „Ég bauð henni titilbardaga i fjaðurvigtinni fyrir mánuði síðan. Hún hafði átta vikur til að undirbúa sig en sagðist ekki geta náð vigt. Þá bauð ég henni að berjast á UFC 208 í febrúar en hún hafnaði því líka,“ sagði White. Cyborg segir að síðasti niðurskurður hafi farið það illa með hana að hún þurfi að passa sig. Hún fékk þá næringarfræðing frá UFC. George Lockhart, til að hjálpa sér við niðurskurðinn og hún ætlar aldrei að vinna með honum aftur. „Ég dó næstum því í síðasta niðurskurði. Ég lá í baðkarinu að skera mig niður og hugsaði að ég myndi deyja í baðkarinu. Þetta var versti niðurskurður sem ég hef lent í um ævina,“ sagði Cyborg í ítarlegri yfirlýsingu.Cyborg í bardaganum gegn Linu Lansberg í september.vísir/getty„Næringarfræðingurinn, sem er starfsmaður UFC, stóð sig ekki vel í því að setja mig á pilluna sem átti að hjálpa mér. Ég naði samt vigt eftir að hafa misst 11 kíló á einni viku. Þá var ég í slæmu ástandi. Næringarfræðingurinn hvarf eftir bardagann og með honum mun ég aldrei aftur vinna.“ Cyborg segir að ástand sitt í síðasta bardaga hafi langt í frá verið eðlilegt. „Ég hitaði ekki upp í búningsklefanum eins og ég geri venjulega. Ég var of veikburða. Svo fór ég heim og var bara lasin. Mamma gaf mér te og ég sofnaði. Ég fer alltaf í blóðprufu eftir bardaga en þarna var ekki hægt að taka blóð úr mér. Það var of þykkt. Ég fór svo í 10 daga meðferð enda var ég fárveik.“ Cyborg hafði ekki einu sinni orku í að gefa viðtöl eftir bardagann. Hún ætlar að taka sér nægan tíma í undirbúning fyrir næsta bardaga. „Ég sagði við UFC að ég gæti keppt næst í mars. Þá skal ég berjast við hvern sem er. Ég þarf að hugsa um líkamann og svo er ég líka að glíma við þunglyndi. Ég þarf að hugsa um heilsuna og verð tilbúin í mars.“
MMA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fleiri fréttir Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Sjá meira