Styttist í að garðyrkjufólk fari að klóra sér í höfðinu yfir hlýindunum Birgir Olgeirsson skrifar 7. desember 2016 13:17 "Við erum farin að sjá brum þrútna, sem við sjáum yfirleitt alltaf í febrúar.“ Vísir/Valli „Ef hlýindin halda áfram fer maður að klóra sér í höfðinu,“ segir Kristinn H. Þorsteinsson, fræðslu- og verkefnisstjóri hjá Garðyrkjufélagi Íslands, um hlýindin sem eru yfir landinu. Þetta milda loft sem er yfir landinu er engin óska staða fyrir garðyrkjufólk. „Við vonum að það fari kólnandi og helst vildum við sjá smá snjó yfir jörðinni,“ segir Kristinn en snjórinn verndar gróður fyrir frostskemmdum. „Hann verndar að klaki hlaupi ekki niður í jörðina og fer betur með ræturnar,“ segir Kristinn. Þó svo að hann hafi ekki áhyggjur af ástandinu enn sem komið er þá er ákveðin óvissa sem fylgir svona mildu veðri um vetur. „Við erum farin að sjá brum þrútna, sem við sjáum yfirleitt alltaf í febrúar,“ segir Kristinn en þegar gróðurinn nær slíku ástandi getur hann orðið illa úti ef það snögg kólnar og frystir. „Áhyggjur okkar eru ekkert mjög stórar. Plöntur hafa mjög mikinn sveigjanleika gagnvart svona löguðu. Ljós vekur þær upp á vorin og við erum að fara inn í skammdegið. En við vitum ekki nákvæmlega hvað getur gerst. Við óskum þess að hitastig lækki, ekki endilega að það komi frost en það fari kannski niður í tvær til þrjár gráður,“ segir Kristinn. Hann bendir á að árið 2014 kom vetur sem garðyrkjufólk taldi mjög hagstæðan öllum gróðri en engu að síður komu margar plöntur illa undan vetri. Kristinn segir ástæðuna ekki liggja fyrir og þetta sýni að það sé alltaf eitthvað nýtt að læra þegar kemur að náttúrunni. Hann bendir á að vorið og sumarið hafi verið afar gott, og naut gróðurinn góðs af því og fór fyrir vikið afar þroskaður inn í veturinn. Veður Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Sjá meira
„Ef hlýindin halda áfram fer maður að klóra sér í höfðinu,“ segir Kristinn H. Þorsteinsson, fræðslu- og verkefnisstjóri hjá Garðyrkjufélagi Íslands, um hlýindin sem eru yfir landinu. Þetta milda loft sem er yfir landinu er engin óska staða fyrir garðyrkjufólk. „Við vonum að það fari kólnandi og helst vildum við sjá smá snjó yfir jörðinni,“ segir Kristinn en snjórinn verndar gróður fyrir frostskemmdum. „Hann verndar að klaki hlaupi ekki niður í jörðina og fer betur með ræturnar,“ segir Kristinn. Þó svo að hann hafi ekki áhyggjur af ástandinu enn sem komið er þá er ákveðin óvissa sem fylgir svona mildu veðri um vetur. „Við erum farin að sjá brum þrútna, sem við sjáum yfirleitt alltaf í febrúar,“ segir Kristinn en þegar gróðurinn nær slíku ástandi getur hann orðið illa úti ef það snögg kólnar og frystir. „Áhyggjur okkar eru ekkert mjög stórar. Plöntur hafa mjög mikinn sveigjanleika gagnvart svona löguðu. Ljós vekur þær upp á vorin og við erum að fara inn í skammdegið. En við vitum ekki nákvæmlega hvað getur gerst. Við óskum þess að hitastig lækki, ekki endilega að það komi frost en það fari kannski niður í tvær til þrjár gráður,“ segir Kristinn. Hann bendir á að árið 2014 kom vetur sem garðyrkjufólk taldi mjög hagstæðan öllum gróðri en engu að síður komu margar plöntur illa undan vetri. Kristinn segir ástæðuna ekki liggja fyrir og þetta sýni að það sé alltaf eitthvað nýtt að læra þegar kemur að náttúrunni. Hann bendir á að vorið og sumarið hafi verið afar gott, og naut gróðurinn góðs af því og fór fyrir vikið afar þroskaður inn í veturinn.
Veður Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Sjá meira