Morgundagurinn ræður úrslitum varðandi það hvort flokkarnir fimm fara í formlegar viðræður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. desember 2016 10:15 Samfylkingin, Viðreisn, Píratar, Björt framtíð og Vinstri græn eiga nú í óformlegum viðræðum til að kanna grundvöll fyrir myndun ríkisstjórn flokkanna fimm. vísir Það mun ráðast á morgun hvort að Píratar, Vinstri grænir, Samfylkingin, Viðreisn og Björt framtíð muni hefja formlegar viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þetta segir Kristján Gunnarsson, fjölmiðlafulltrúi Pírata, í samtali við Vísi en Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata sem fer með stjórnarmyndunarumboðið, baðst undan viðtali um stöðuna í viðræðunum þegar eftir því var leitað. Birgitta og formenn hinna flokkanna, það er þau Katrín Jakobsdóttir, Logi Már Einarsson, Benedikt Jóhannesson og Óttarr Proppé, hafa átt í óformlegum viðræðum í þessari viku og fundað daglega síðan á mánudag. Að sögn Kristjáns munu þeir funda aftur í dag eftir að þingfundi lýkur en á fundunum hefur verið lögð áhersla á það að ræða stór mál á borð við sjávarútvegsmálin, skattamáli og fjármögnun ríkissjóðs til að kanna hvort að þar séu einhverjir ásteytingarsteinar. Þá hafa formenn flokkanna einnig unnið að því að finna sameiginlega ferla varðandi það hvernig taka skuli ákvarðanir í formlegum stjórnarmyndunar-viðræðum og hvernig vinna skuli stjórnarsáttmála ef til þess kemur. Kristján segir að það sé í raun enginn tímarammi varðandi það hvenær formlegar stjórnarmyndunarviðræður þurfa að hefjast þó flokkarnir miði við að það liggi fyrir á morgun en þá verður vika liðin frá því að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Birgittu stjórnarmyndunarumboðið. „Ég held að það sé alveg hægt að segja að það sé fullur skilningur á því frá forseta Íslands að það þurfi að taka sér tíma í þetta og vanda sig. Það er búið að gefa það út að við viljum geta svarað því fyrir helgi, sem er þá á morgun, hvort farið verði í formlegar viðræður og þessir fundir í þessari viku miða að því að geta svarað þeirri spurningu í lok vikunnar,“ segir Kristján og bætir við að öll vinna við viðræðurnar sé unnin í fullu samráði flokkanna; það sé ekki þannig að Birgitta eða Píratar stýri þeim. Fundur hefst á Alþingi núna klukkan 10:30 en þá mælir Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, fyrir bandorminum svokallaða en í honum felast margvíslegar lagabreytingar sem þarf að gera vegna fjárlaga sem ráðherrann mælti fyrir í gær. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Birgitta um viðræður: Fundurinn í dag var frábær Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segist vongóð um að það takist að fara í formlegar viðræður um stjórnarsamstarf í lok þessarar viku. Fundir milli flokkanna fimm halda áfram á morgun. 6. desember 2016 23:39 Fyrsta fundi lokið: Ætla að halda óformlegum viðræðum áfram á morgun Flokkarnir fimm ræddu hvernig þeir geta náð saman í stærstu málunum. 5. desember 2016 15:34 Alþingi sett í miðri stjórnarmyndun í dag Leiðtogar flokkanna sammála um að gefa sér tíma fram að helgi eða inn í helgina til að komast að því hvort þeir hefji formlegar viðræður. 6. desember 2016 12:43 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira
Það mun ráðast á morgun hvort að Píratar, Vinstri grænir, Samfylkingin, Viðreisn og Björt framtíð muni hefja formlegar viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þetta segir Kristján Gunnarsson, fjölmiðlafulltrúi Pírata, í samtali við Vísi en Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata sem fer með stjórnarmyndunarumboðið, baðst undan viðtali um stöðuna í viðræðunum þegar eftir því var leitað. Birgitta og formenn hinna flokkanna, það er þau Katrín Jakobsdóttir, Logi Már Einarsson, Benedikt Jóhannesson og Óttarr Proppé, hafa átt í óformlegum viðræðum í þessari viku og fundað daglega síðan á mánudag. Að sögn Kristjáns munu þeir funda aftur í dag eftir að þingfundi lýkur en á fundunum hefur verið lögð áhersla á það að ræða stór mál á borð við sjávarútvegsmálin, skattamáli og fjármögnun ríkissjóðs til að kanna hvort að þar séu einhverjir ásteytingarsteinar. Þá hafa formenn flokkanna einnig unnið að því að finna sameiginlega ferla varðandi það hvernig taka skuli ákvarðanir í formlegum stjórnarmyndunar-viðræðum og hvernig vinna skuli stjórnarsáttmála ef til þess kemur. Kristján segir að það sé í raun enginn tímarammi varðandi það hvenær formlegar stjórnarmyndunarviðræður þurfa að hefjast þó flokkarnir miði við að það liggi fyrir á morgun en þá verður vika liðin frá því að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Birgittu stjórnarmyndunarumboðið. „Ég held að það sé alveg hægt að segja að það sé fullur skilningur á því frá forseta Íslands að það þurfi að taka sér tíma í þetta og vanda sig. Það er búið að gefa það út að við viljum geta svarað því fyrir helgi, sem er þá á morgun, hvort farið verði í formlegar viðræður og þessir fundir í þessari viku miða að því að geta svarað þeirri spurningu í lok vikunnar,“ segir Kristján og bætir við að öll vinna við viðræðurnar sé unnin í fullu samráði flokkanna; það sé ekki þannig að Birgitta eða Píratar stýri þeim. Fundur hefst á Alþingi núna klukkan 10:30 en þá mælir Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, fyrir bandorminum svokallaða en í honum felast margvíslegar lagabreytingar sem þarf að gera vegna fjárlaga sem ráðherrann mælti fyrir í gær.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Birgitta um viðræður: Fundurinn í dag var frábær Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segist vongóð um að það takist að fara í formlegar viðræður um stjórnarsamstarf í lok þessarar viku. Fundir milli flokkanna fimm halda áfram á morgun. 6. desember 2016 23:39 Fyrsta fundi lokið: Ætla að halda óformlegum viðræðum áfram á morgun Flokkarnir fimm ræddu hvernig þeir geta náð saman í stærstu málunum. 5. desember 2016 15:34 Alþingi sett í miðri stjórnarmyndun í dag Leiðtogar flokkanna sammála um að gefa sér tíma fram að helgi eða inn í helgina til að komast að því hvort þeir hefji formlegar viðræður. 6. desember 2016 12:43 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira
Birgitta um viðræður: Fundurinn í dag var frábær Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segist vongóð um að það takist að fara í formlegar viðræður um stjórnarsamstarf í lok þessarar viku. Fundir milli flokkanna fimm halda áfram á morgun. 6. desember 2016 23:39
Fyrsta fundi lokið: Ætla að halda óformlegum viðræðum áfram á morgun Flokkarnir fimm ræddu hvernig þeir geta náð saman í stærstu málunum. 5. desember 2016 15:34
Alþingi sett í miðri stjórnarmyndun í dag Leiðtogar flokkanna sammála um að gefa sér tíma fram að helgi eða inn í helgina til að komast að því hvort þeir hefji formlegar viðræður. 6. desember 2016 12:43