Valdís Þóra byrjaði á skramba en er samt í 15. sæti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2016 18:21 Valdís Þóra Jónsdóttir. Mynd/Golfsamband Íslands Valdís Þóra Jónsdóttir hóf í dag keppni á fyrsta stigi úrtökumótsins fyrir LET Evrópumótaröðina en úrtökumótin fara fram í Marokkó. Fall er vonandi fararheill fyrir Valdísi Þóru sem er að reyna að komast á lokaúrtökumótið sem fram fer í Marokkó 17.til 21. desember. Hún fékk nefnilega skramba á fyrstu holu þegar hún lék þessa par fjögur holu á sex höggum. Valdís Þóra tapaði síðan höggi líka á holu tvö og var því komin þrjú högg yfir par eftir aðeins tvær holur. Hún lét þessa slæmu byrjun þó ekki slá sig útaf laginu. Valdís Þóra lék hinar sextán holurnar á hringnum á einu höggi yfir par þar sem hún fékk meðal annars þrjá fugla. Valdís Þóra spilaði fyrsta hringinn á samtals 76 höggum eða fjórum höggum yfir pari. Hún er í 15. til 20. sæti. Það komast á bilinu 27 til 28 keppendur áfram af fyrsta stiginu inn á lokaúrtökumótið. Aðeins sex kylfingar náðu að spila fyrsta hringinn á pari eða betur og golfvöllurinn í Marokkó er greinilega mjög krefjandi. Valdís er með heimamann sem aðstoðarmann í mótinu en hún er ánægð með samstarfið ef marka má viðtal við hana á heimasíðu Golfsambands Íslands. „Hann heitir Múhammeð og er algjör dúlla. Hann var með mér á æfingahringnum og stóð sig vel. Gerði allt sem ég vil að aðstoðarmenn eiga að gera, toppkall hann Múhammeð,“ sagði Valdís Þóra. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir hóf í dag keppni á fyrsta stigi úrtökumótsins fyrir LET Evrópumótaröðina en úrtökumótin fara fram í Marokkó. Fall er vonandi fararheill fyrir Valdísi Þóru sem er að reyna að komast á lokaúrtökumótið sem fram fer í Marokkó 17.til 21. desember. Hún fékk nefnilega skramba á fyrstu holu þegar hún lék þessa par fjögur holu á sex höggum. Valdís Þóra tapaði síðan höggi líka á holu tvö og var því komin þrjú högg yfir par eftir aðeins tvær holur. Hún lét þessa slæmu byrjun þó ekki slá sig útaf laginu. Valdís Þóra lék hinar sextán holurnar á hringnum á einu höggi yfir par þar sem hún fékk meðal annars þrjá fugla. Valdís Þóra spilaði fyrsta hringinn á samtals 76 höggum eða fjórum höggum yfir pari. Hún er í 15. til 20. sæti. Það komast á bilinu 27 til 28 keppendur áfram af fyrsta stiginu inn á lokaúrtökumótið. Aðeins sex kylfingar náðu að spila fyrsta hringinn á pari eða betur og golfvöllurinn í Marokkó er greinilega mjög krefjandi. Valdís er með heimamann sem aðstoðarmann í mótinu en hún er ánægð með samstarfið ef marka má viðtal við hana á heimasíðu Golfsambands Íslands. „Hann heitir Múhammeð og er algjör dúlla. Hann var með mér á æfingahringnum og stóð sig vel. Gerði allt sem ég vil að aðstoðarmenn eiga að gera, toppkall hann Múhammeð,“ sagði Valdís Þóra.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira