McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2024 10:31 Rory McIlroy er búinn að vinna í sveiflunni sinni síðustu vikur og það verður fróðlegt að sjá hverju það skilar þessum vinsæla kylfingi. Getty/Andrew Redington Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy getur orðið besti kylfingur Evrópumótaraðarinnar í sjötta sinn vinni hann Abú Dabí meistaramótið í þessari viku. Golfáhugafólk mun hins vegar sjá mögulega breytingu á leikstíl McIlroy á þessu móti. Hann er að koma úr felum eftir þriggja vikna æfingarbúðir þar sem hann vann í nýrri golfsveiflu hjá sér. McIlroy sagði að hann hafi verið fastur í golfhermum þessar vikur og unnið í sveiflunni sinni, fyrst á Flórída og svo í New York. Hann eyddi dögunum í það að slá boltanum í skjá með nýju sveiflunni sinni. ESPN segir frá. McIlroy hefur ekki verið ánægður með sveifluna sína en hann var líka mjög ósáttur við það að hafa kastað marg oft frá sér góðri stöðu á mótum á þessu ári. Besta dæmið um það var Opna bandaríska meistaramótið í júní þar sem hann klúðraði tveimur stuttum púttum á síðustu þremur holunum. Hann hefur ekki unnið risamót í heilan áratug. „Eina leiðin fyrir mig til að breyta sveiflunni, eða í það minnsta að komast í rétta átt með sveifluna mína, var að læsa mig inni og hætta að horfa á það hvert boltinn færi. Bara einbeita mér að réttu hreyfingunum,“ sagði Rory McIlroy á blaðamannafundi fyrir mótið. „Ég reyndi að gera sveifluna markvissari og þá er ólíklegra að hún riðlist þegar pressan er mikil. Ef ég horfi á þetta ár þá er það eina sem ég get fundið að er að ég klúðraði þremur tækifærum til að vinna mót,“ sagði McIlroy. Takist McIlroy að vinna í Abú Dabí þá verða úrslitin ráðin fyrir lokamótið. „Ef ég fer út og vinn í þessari viku, þá verður þetta kannski svolítið leiðinlegt í næstu viku. Það verður samt ekki leiðinlegt fyrir mig, heldur bara yndislegt,“ sagði McIlroy sposkur. „Ég er evrópskur kylfingur. Ég vil tryggja stöðu mína sem besti evrópski kylfingur sögunnar,“ sagði McIlroy en tók það fram að hann sé hvergi nærri hættur og stefnir á frekari titla í framtíðinni. Rory McIlroy says he's spent 3 weeks working on swing changes.He didn't allow himself to see ball flights.Do you notice anything different? pic.twitter.com/71sn6OIkIa— Jamie Kennedy (@jamierkennedy) November 6, 2024 Golf Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Golfáhugafólk mun hins vegar sjá mögulega breytingu á leikstíl McIlroy á þessu móti. Hann er að koma úr felum eftir þriggja vikna æfingarbúðir þar sem hann vann í nýrri golfsveiflu hjá sér. McIlroy sagði að hann hafi verið fastur í golfhermum þessar vikur og unnið í sveiflunni sinni, fyrst á Flórída og svo í New York. Hann eyddi dögunum í það að slá boltanum í skjá með nýju sveiflunni sinni. ESPN segir frá. McIlroy hefur ekki verið ánægður með sveifluna sína en hann var líka mjög ósáttur við það að hafa kastað marg oft frá sér góðri stöðu á mótum á þessu ári. Besta dæmið um það var Opna bandaríska meistaramótið í júní þar sem hann klúðraði tveimur stuttum púttum á síðustu þremur holunum. Hann hefur ekki unnið risamót í heilan áratug. „Eina leiðin fyrir mig til að breyta sveiflunni, eða í það minnsta að komast í rétta átt með sveifluna mína, var að læsa mig inni og hætta að horfa á það hvert boltinn færi. Bara einbeita mér að réttu hreyfingunum,“ sagði Rory McIlroy á blaðamannafundi fyrir mótið. „Ég reyndi að gera sveifluna markvissari og þá er ólíklegra að hún riðlist þegar pressan er mikil. Ef ég horfi á þetta ár þá er það eina sem ég get fundið að er að ég klúðraði þremur tækifærum til að vinna mót,“ sagði McIlroy. Takist McIlroy að vinna í Abú Dabí þá verða úrslitin ráðin fyrir lokamótið. „Ef ég fer út og vinn í þessari viku, þá verður þetta kannski svolítið leiðinlegt í næstu viku. Það verður samt ekki leiðinlegt fyrir mig, heldur bara yndislegt,“ sagði McIlroy sposkur. „Ég er evrópskur kylfingur. Ég vil tryggja stöðu mína sem besti evrópski kylfingur sögunnar,“ sagði McIlroy en tók það fram að hann sé hvergi nærri hættur og stefnir á frekari titla í framtíðinni. Rory McIlroy says he's spent 3 weeks working on swing changes.He didn't allow himself to see ball flights.Do you notice anything different? pic.twitter.com/71sn6OIkIa— Jamie Kennedy (@jamierkennedy) November 6, 2024
Golf Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira