Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2024 11:02 Bryson DeChambeau og Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, eru góðir vinir. Getty/Jonathan Ferrey Bandaríski kylfingurinn Bryson DeChambeau var á svæðinu í Flórída í nótt þegar Donald Trump fagnaði sigri í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. DeChambeau er einn besti kylfingur heims og vann Opna bandaríska meistaramótið í golfi á þessu ári. Það var í annað skipið sem hann vann risamót en hinn sigurinn kom líka á Opna bandaríska mótinu á kosningaári eða árið 2020. Kylfingurinn var líka mikið í fréttunum á sínum tíma þegar DeChambeau hætti á bandarísku mótaröðinni, elti peningana til Sádi Arabíu og samdi við LIV. DeChambeau var mættur á sviðið með Trump í nótt og var þá með svarta Maga-húfu með orðunum „Make America great again“ eða „Gerum Bandaríkin frábær á ný". Trump kallaði hann upp á svið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem golfstjarnan lýsir yfir stuðningi sínum við Trump. Í sumar setti DeChambeau inn myndband á Youtube síðu sína þar sem hann sást spila golf með Trump. Þrettán milljónir manna hafa horft á það. Eins og staðan er núna þá er DeChambeau níundi á heimslistanum í golfi. 🏌️♂️🇺🇸🏆 JUST IN: President-Elect Trump called U.S. Open Champion Bryson DeChambeau on stage during his victory speech“Where is he? He’s hitting balls?” 🤣(Via: @flushingitgolf) pic.twitter.com/Npcf4xiCwD— NUCLR GOLF (@NUCLRGOLF) November 6, 2024 Golf Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
DeChambeau er einn besti kylfingur heims og vann Opna bandaríska meistaramótið í golfi á þessu ári. Það var í annað skipið sem hann vann risamót en hinn sigurinn kom líka á Opna bandaríska mótinu á kosningaári eða árið 2020. Kylfingurinn var líka mikið í fréttunum á sínum tíma þegar DeChambeau hætti á bandarísku mótaröðinni, elti peningana til Sádi Arabíu og samdi við LIV. DeChambeau var mættur á sviðið með Trump í nótt og var þá með svarta Maga-húfu með orðunum „Make America great again“ eða „Gerum Bandaríkin frábær á ný". Trump kallaði hann upp á svið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem golfstjarnan lýsir yfir stuðningi sínum við Trump. Í sumar setti DeChambeau inn myndband á Youtube síðu sína þar sem hann sást spila golf með Trump. Þrettán milljónir manna hafa horft á það. Eins og staðan er núna þá er DeChambeau níundi á heimslistanum í golfi. 🏌️♂️🇺🇸🏆 JUST IN: President-Elect Trump called U.S. Open Champion Bryson DeChambeau on stage during his victory speech“Where is he? He’s hitting balls?” 🤣(Via: @flushingitgolf) pic.twitter.com/Npcf4xiCwD— NUCLR GOLF (@NUCLRGOLF) November 6, 2024
Golf Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira