Hafnar alfarið ábyrgð á brúneggjamáli Svavar Hávarðsson skrifar 30. nóvember 2016 07:00 Kristinn Hugason Kristinn Hugason, fyrrverandi starfsmaður atvinnuvegaráðuneytisins, hafnar því með öllu í viðtali við Fréttablaðið að hann beri á nokkurn hátt ábyrgð á því að málefni fyrirtækisins Brúnegg, sem Kastljós fjallaði um á mánudagskvöld, dagaði uppi í ráðuneytinu án aðgerða. Ábyrgð á málinu hvað varðar ráðuneytið liggi öll og óskipt hjá núverandi skrifstofustjóra, Halldóri Runólfssyni, og yfirmönnum hans. Í umfjöllun Kastljóss kom fram að dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun lét atvinnuvegaráðuneytið vita 19. desember 2013 að Brúnegg uppfylltu ekki skilyrði vistvænnar vottunar því stofnunin vildi ekki að neytendur væru blekktir. Halldór Runólfsson skrifstofustjóri sendi erindið til Kristins samdægurs og bað hann að „fronta“ málið og fara ofan í saumana á því og gera tillögur um hvað gera skyldi. Í Kastljósi sagði að ekkert hefði gerst – málið sofnað. Til þessa vísaði Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra í gær þegar hann var spurður um afdrif málsins í ráðuneytinu, sem þá var undir forvera hans, Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra. Gunnar Bragi talaði um að sá starfsmaður hafi hætt „sem var með málið og einhvern veginn í ósköpunum þá týnist málið, eða því er ekki sinnt í einhvern tíma,“ sagði ráðherra í viðtali við Vísi. Kristinn, sem meðal annars kom að samningu lagafrumvarps um ný lög um velferð dýra, er afar ósáttur við að nafn hans sé bendlað við málið, enda hafi hann verið rekinn skömmu eftir að erindið barst til hans – eða í janúar. Mál þess vegna reki hann nú fyrir dómstólum. „Nafn mitt má vissulega sjá á einum tölvupósti undir lok Kastljóss-þáttarins. Jafnframt því sem núverandi ráðherra hefur reynt að draga þetta inn sem skýringu á athafnaleysi ráðuneytisins; að starfsmaður ábyrgur fyrir málinu hefði hætt störfum – fallegt orðfæri um að vera sparkað eftir margra ára vammlausan feril,“ segir Kristinn og minnir á að Rebekka Hilmarsdóttir lögfræðingur hafi einnig fengið málið á sitt borð, og starfar hún enn hjá ráðuneytinu. Hann hafi lengi unnið með Halldóri skrifstofustjóra, m.a. á meðan hann var hjá Matvælastofnun sem yfirdýralæknir – áður en hann varð skrifstofustjóri og yfirmaður hans í ráðuneytinu. Aldrei hafi á þeim tíma verið minnst á mál Brúneggs frá hendi stofnunarinnar. Halldór hafi þó verið „forveri Boggu [Sigurborg Daðadóttir] í starfi yfirdýralæknis og Brúneggsmál voru búin að velkjast hjá Matvælastofnun í hans embættistíð,“ segir Kristinn og segir að enginn embættismaður gæti haft hreinni skjöld en hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Brúneggjamálið Stjórnsýsla Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Kristinn Hugason, fyrrverandi starfsmaður atvinnuvegaráðuneytisins, hafnar því með öllu í viðtali við Fréttablaðið að hann beri á nokkurn hátt ábyrgð á því að málefni fyrirtækisins Brúnegg, sem Kastljós fjallaði um á mánudagskvöld, dagaði uppi í ráðuneytinu án aðgerða. Ábyrgð á málinu hvað varðar ráðuneytið liggi öll og óskipt hjá núverandi skrifstofustjóra, Halldóri Runólfssyni, og yfirmönnum hans. Í umfjöllun Kastljóss kom fram að dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun lét atvinnuvegaráðuneytið vita 19. desember 2013 að Brúnegg uppfylltu ekki skilyrði vistvænnar vottunar því stofnunin vildi ekki að neytendur væru blekktir. Halldór Runólfsson skrifstofustjóri sendi erindið til Kristins samdægurs og bað hann að „fronta“ málið og fara ofan í saumana á því og gera tillögur um hvað gera skyldi. Í Kastljósi sagði að ekkert hefði gerst – málið sofnað. Til þessa vísaði Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra í gær þegar hann var spurður um afdrif málsins í ráðuneytinu, sem þá var undir forvera hans, Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra. Gunnar Bragi talaði um að sá starfsmaður hafi hætt „sem var með málið og einhvern veginn í ósköpunum þá týnist málið, eða því er ekki sinnt í einhvern tíma,“ sagði ráðherra í viðtali við Vísi. Kristinn, sem meðal annars kom að samningu lagafrumvarps um ný lög um velferð dýra, er afar ósáttur við að nafn hans sé bendlað við málið, enda hafi hann verið rekinn skömmu eftir að erindið barst til hans – eða í janúar. Mál þess vegna reki hann nú fyrir dómstólum. „Nafn mitt má vissulega sjá á einum tölvupósti undir lok Kastljóss-þáttarins. Jafnframt því sem núverandi ráðherra hefur reynt að draga þetta inn sem skýringu á athafnaleysi ráðuneytisins; að starfsmaður ábyrgur fyrir málinu hefði hætt störfum – fallegt orðfæri um að vera sparkað eftir margra ára vammlausan feril,“ segir Kristinn og minnir á að Rebekka Hilmarsdóttir lögfræðingur hafi einnig fengið málið á sitt borð, og starfar hún enn hjá ráðuneytinu. Hann hafi lengi unnið með Halldóri skrifstofustjóra, m.a. á meðan hann var hjá Matvælastofnun sem yfirdýralæknir – áður en hann varð skrifstofustjóri og yfirmaður hans í ráðuneytinu. Aldrei hafi á þeim tíma verið minnst á mál Brúneggs frá hendi stofnunarinnar. Halldór hafi þó verið „forveri Boggu [Sigurborg Daðadóttir] í starfi yfirdýralæknis og Brúneggsmál voru búin að velkjast hjá Matvælastofnun í hans embættistíð,“ segir Kristinn og segir að enginn embættismaður gæti haft hreinni skjöld en hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Brúneggjamálið Stjórnsýsla Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira