Ólýsanleg tilfinning að sjá ljósin á vélsleðanum Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 20. nóvember 2016 15:34 „Ég get bara ekki lýst því hvers konar tilfinning það var núna um tíuleytið þegar ég sá ljósin á vélsleðanum,“ sagði Friðrik Rúnar Garðarsson í samtali við Stöð 2 síðdegis í dag. Friðrik Rúnar varð viðskila við félaga sína seinnipart dags á föstudaginn en hann hafði farið á rjúpuveiðar í landi Einarsstaða á Héraði. Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna alls staðar að af landinu tók þátt í leitinni af Friðriki, 440 manns þegar mest lét.Friðrik fannst um tíuleytið í morgun á mel á austanverðum Ketilsstaðahálsi og var hann fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til byggða. Heimtur úr helju Friðrik var kaldur og hrakinn þegar hann fannst en að öðru leyti heill heilsu. „Mér leið eins og ég hefði verið heimtur úr helju,“ sagði Friðrik. „Ég er búinn að sofa úti í tvær nætur, grafinn í skafl,“ sagði hann og fullyrðir að hann hafi verið orðinn dálítið blautur þrátt fyrir að hafa verið vel búinn. Friðrik var ekki með síma þegar hann týndist. „Við vorum þrír saman og ætluðum allir að vera með síma,“ sagði hann. Hann kveðst þekkja svæðið vel og oft hafa gengið um þessar slóðir en skyggnið var óvenju slæmt á föstudaginn. „Núna urðu skilyrðin þau að ég sá ekkert.“Ítarlegra viðtal við Friðrik verður í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 Veiðimanni á rjúpu bjargað Tengdar fréttir Hífa þurfti skyttuna um borð í þyrluna Hundur hans var fluttur til byggða af björgunarsveitarmönnum. 20. nóvember 2016 12:34 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
„Ég get bara ekki lýst því hvers konar tilfinning það var núna um tíuleytið þegar ég sá ljósin á vélsleðanum,“ sagði Friðrik Rúnar Garðarsson í samtali við Stöð 2 síðdegis í dag. Friðrik Rúnar varð viðskila við félaga sína seinnipart dags á föstudaginn en hann hafði farið á rjúpuveiðar í landi Einarsstaða á Héraði. Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna alls staðar að af landinu tók þátt í leitinni af Friðriki, 440 manns þegar mest lét.Friðrik fannst um tíuleytið í morgun á mel á austanverðum Ketilsstaðahálsi og var hann fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til byggða. Heimtur úr helju Friðrik var kaldur og hrakinn þegar hann fannst en að öðru leyti heill heilsu. „Mér leið eins og ég hefði verið heimtur úr helju,“ sagði Friðrik. „Ég er búinn að sofa úti í tvær nætur, grafinn í skafl,“ sagði hann og fullyrðir að hann hafi verið orðinn dálítið blautur þrátt fyrir að hafa verið vel búinn. Friðrik var ekki með síma þegar hann týndist. „Við vorum þrír saman og ætluðum allir að vera með síma,“ sagði hann. Hann kveðst þekkja svæðið vel og oft hafa gengið um þessar slóðir en skyggnið var óvenju slæmt á föstudaginn. „Núna urðu skilyrðin þau að ég sá ekkert.“Ítarlegra viðtal við Friðrik verður í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30
Veiðimanni á rjúpu bjargað Tengdar fréttir Hífa þurfti skyttuna um borð í þyrluna Hundur hans var fluttur til byggða af björgunarsveitarmönnum. 20. nóvember 2016 12:34 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Hífa þurfti skyttuna um borð í þyrluna Hundur hans var fluttur til byggða af björgunarsveitarmönnum. 20. nóvember 2016 12:34