Notaði rjúpuna sem kodda í snjóbyrginu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. nóvember 2016 06:00 Fjölskylda Friðriks Rúnars tók á móti honum við Landspítalann í Fossvogi eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar lenti með hann. vísir/friðrik þór Ein fjölmennasta leitaraðgerð Landsbjargar frá upphafi fór fram um helgina þegar 450 björgunarsveitarmenn, frá nær öllum landshornum, leituðu Friðriks Rúnars Garðarssonar sem skilaði sér ekki til byggða eftir rjúpnaveiði á Einarsstöðum á Héraði á föstudagskvöld. Friðrik fannst heill á húfi í gærmorgunn. Álíka mannmargar leitir hafa allar spannað lengra leitartímabil. „Það bættist um metri af snjó við á meðan við vorum að leita. Landið var erfitt yfirferðar sökum þess auk þess að mikið var um bratta, kjarr og kletta,“ segir Sveinn Halldór Oddsson Zoëga, formaður svæðisstjórnar á Austurlandi. Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöð á Egilstöðum fyrir leitarmenn en þar gistu á annað hundrað manns. „Það var strax tekin ákvörðun um að hefja fjölmenna leit og sífellt bætt í til að tryggja á svæðinu væri óþreytt fólk að leita,“ segir Þorsteinn Gunnarsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar. „Meðan það er von þá leitum við og menn voru ekki vonlitlir á að hann finndist á lífi.“ Friðrik var vel útbúinn að öðru leiti en því að hann skorti fjarksiptatæki til að láta vita af sér. Hann gróf sig í fönn í tvær nætur. Með honum í för var Labrador hundur en þeir héldu hita á hvor öðrum í mesta kuldanum. „Þetta var allur tilfinningaskalinn,“ segir Garðar Sigurvaldason faðir Friðriks Rúnars. Garðar var í Reykjavík þegar hann fékk fréttir af leitinni á föstudegi en flaug austur morguninn eftir. „Maður var agalega kvíðinn, listarlaus og ómögulegur. Hugur manns flakkaði frá fullkominni björgun yfir í það að maður myndi ekki sjá hann aftur.“ Garðar var í stjórnstöðinni á Egilsstöðum þegar fréttin um fund sonar hans barst þangað. „Maður hafði ímyndað sér hræðilega hluti og gríðarlega ógnvekjandi verkefni framundan. Sem betur fer snerist það í eintóma hamingju. Ég nánast „flikk flakkaði“ afturábak, öskraði og veinaði,“ segir Garðar. Það sem snart Garðar mest var að vinir sonar hans flykktust á Egilsstaði. Menn komu frá Dalvík, Akureyri, Selfossi, Vestmannaeyjum, Reykjavík að ógleymdum þyrluskíðamönnum úr Skíðadal. „Það var áberandi hve samstaðan var ofboðslega mikil og allir lögðust á eitt að veita andlegan stuðning.“ Markmið fararinnar var að veiða rjúpu og það tókst. „Hann veiddi eina rjúpu sem hann notaði sem kodda í báðum snjóbyrgjunum,“ segir Garðar að lokum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Veiðimanni á rjúpu bjargað Tengdar fréttir „Ég brotnaði aldrei niður eða svoleiðis“ 440 björgunarsveitarmenn af nær öllu landinu tóku þátt í leitinni að Friðriki Rúnari Garðarssyni sem týndist við rjúpnaveiðar á föstudag. 20. nóvember 2016 18:30 Ólýsanleg tilfinning að sjá ljósin á vélsleðanum Friðrik Rúnar Friðriksson fannst í morgun eftir að hafa orðið viðskila við vini sína á rjúpnaveiðum á föstudag. 20. nóvember 2016 15:34 Bróðir Friðriks Rúnars: „Takk allir“ Stefán segist vera þakklátur öllum sem tóku þátt í leitinni að Friðriki, sem fannst í dag eftir umfangsmikla leit. 20. nóvember 2016 21:18 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Erlent Fleiri fréttir „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Sjá meira
Ein fjölmennasta leitaraðgerð Landsbjargar frá upphafi fór fram um helgina þegar 450 björgunarsveitarmenn, frá nær öllum landshornum, leituðu Friðriks Rúnars Garðarssonar sem skilaði sér ekki til byggða eftir rjúpnaveiði á Einarsstöðum á Héraði á föstudagskvöld. Friðrik fannst heill á húfi í gærmorgunn. Álíka mannmargar leitir hafa allar spannað lengra leitartímabil. „Það bættist um metri af snjó við á meðan við vorum að leita. Landið var erfitt yfirferðar sökum þess auk þess að mikið var um bratta, kjarr og kletta,“ segir Sveinn Halldór Oddsson Zoëga, formaður svæðisstjórnar á Austurlandi. Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöð á Egilstöðum fyrir leitarmenn en þar gistu á annað hundrað manns. „Það var strax tekin ákvörðun um að hefja fjölmenna leit og sífellt bætt í til að tryggja á svæðinu væri óþreytt fólk að leita,“ segir Þorsteinn Gunnarsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar. „Meðan það er von þá leitum við og menn voru ekki vonlitlir á að hann finndist á lífi.“ Friðrik var vel útbúinn að öðru leiti en því að hann skorti fjarksiptatæki til að láta vita af sér. Hann gróf sig í fönn í tvær nætur. Með honum í för var Labrador hundur en þeir héldu hita á hvor öðrum í mesta kuldanum. „Þetta var allur tilfinningaskalinn,“ segir Garðar Sigurvaldason faðir Friðriks Rúnars. Garðar var í Reykjavík þegar hann fékk fréttir af leitinni á föstudegi en flaug austur morguninn eftir. „Maður var agalega kvíðinn, listarlaus og ómögulegur. Hugur manns flakkaði frá fullkominni björgun yfir í það að maður myndi ekki sjá hann aftur.“ Garðar var í stjórnstöðinni á Egilsstöðum þegar fréttin um fund sonar hans barst þangað. „Maður hafði ímyndað sér hræðilega hluti og gríðarlega ógnvekjandi verkefni framundan. Sem betur fer snerist það í eintóma hamingju. Ég nánast „flikk flakkaði“ afturábak, öskraði og veinaði,“ segir Garðar. Það sem snart Garðar mest var að vinir sonar hans flykktust á Egilsstaði. Menn komu frá Dalvík, Akureyri, Selfossi, Vestmannaeyjum, Reykjavík að ógleymdum þyrluskíðamönnum úr Skíðadal. „Það var áberandi hve samstaðan var ofboðslega mikil og allir lögðust á eitt að veita andlegan stuðning.“ Markmið fararinnar var að veiða rjúpu og það tókst. „Hann veiddi eina rjúpu sem hann notaði sem kodda í báðum snjóbyrgjunum,“ segir Garðar að lokum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Veiðimanni á rjúpu bjargað Tengdar fréttir „Ég brotnaði aldrei niður eða svoleiðis“ 440 björgunarsveitarmenn af nær öllu landinu tóku þátt í leitinni að Friðriki Rúnari Garðarssyni sem týndist við rjúpnaveiðar á föstudag. 20. nóvember 2016 18:30 Ólýsanleg tilfinning að sjá ljósin á vélsleðanum Friðrik Rúnar Friðriksson fannst í morgun eftir að hafa orðið viðskila við vini sína á rjúpnaveiðum á föstudag. 20. nóvember 2016 15:34 Bróðir Friðriks Rúnars: „Takk allir“ Stefán segist vera þakklátur öllum sem tóku þátt í leitinni að Friðriki, sem fannst í dag eftir umfangsmikla leit. 20. nóvember 2016 21:18 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Erlent Fleiri fréttir „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Sjá meira
„Ég brotnaði aldrei niður eða svoleiðis“ 440 björgunarsveitarmenn af nær öllu landinu tóku þátt í leitinni að Friðriki Rúnari Garðarssyni sem týndist við rjúpnaveiðar á föstudag. 20. nóvember 2016 18:30
Ólýsanleg tilfinning að sjá ljósin á vélsleðanum Friðrik Rúnar Friðriksson fannst í morgun eftir að hafa orðið viðskila við vini sína á rjúpnaveiðum á föstudag. 20. nóvember 2016 15:34
Bróðir Friðriks Rúnars: „Takk allir“ Stefán segist vera þakklátur öllum sem tóku þátt í leitinni að Friðriki, sem fannst í dag eftir umfangsmikla leit. 20. nóvember 2016 21:18