Játa þátt kaþólsku kirkjunnar í þjóðarmorðunum 1994 í Rúanda Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. nóvember 2016 00:03 Höfuðkúpur margra sem slátrað var árið 1994 eru nú geymdar á safni í Kigali, höfuðborg Rúanda, sem geymir ýmsa muni tengda þjóðarmorðunum. vísir/getty Forstöðumenn kaþólsku kirkjunnar í Rúanda hafa beðist afsökunar á þætti hennar og gjörðum kristinna manna í þjóðarmorðunum sem áttu sér stað þar í landi árið 1994. Þetta kemur fram í frétt á vef Al-Jazeera. Í yfirlýsingu frá biskupum kirkjunnar, sem birtist í dag, var viðurkennt að meðlimir hennar hefðu lagt á ráð um og tekið þátt í að myrða meira en 800 þúsund Tútsía og Hútúa. Flestir vígamannanna voru öfgamenn úr hópi Hútúa. „Við biðjumst afsökunar á öllu því ranga sem kirkjan átti þátt í. Við biðjumst afsökunar fyrir hönd allra kristinna manna. Það er okkur mikill harmur að meðlimir kirkjunnar hafi brotið gegn hollustu sinni við boðorð Guðs,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Margir, sem sluppu lifandi úr hörmungunum, báru vitni um að klerkar, prestar, nunnur og aðrir þjónar kirkjunnar hefðu tekið þátt í morðunum. Í skýrslum, sem unnar hafa verið af yfirvöldum í landinu, kemur meðal annars fram að kirkjunnar menn hafi banað fólki sem leitaði náðar í húsum Guðs. Þjóðarmorðin áttu sér stað fyrir rúmum tuttugu árum eftir að þáverandi forseti landsins, Hútúinn Juvénal Habyarimana, lést í flugslysi. Kirkjan hefur löngum neitað þætti sínum í þjóðarmorðunum og hefur hingað til borið því við að böðlarnir hefðu tekið sjálfir upp á ósómanum. „Fyrirgefið okkur þessa hræðilegu hatursglæpi sem áttu sér stað í landinu og hatrið sem við sýndum fólki af öðrum ættbálkum. Í stað þess að vera ein fjölskylda gripum við til vopna og morða,“ segir í yfirlýsingunni. Rúanda Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Forstöðumenn kaþólsku kirkjunnar í Rúanda hafa beðist afsökunar á þætti hennar og gjörðum kristinna manna í þjóðarmorðunum sem áttu sér stað þar í landi árið 1994. Þetta kemur fram í frétt á vef Al-Jazeera. Í yfirlýsingu frá biskupum kirkjunnar, sem birtist í dag, var viðurkennt að meðlimir hennar hefðu lagt á ráð um og tekið þátt í að myrða meira en 800 þúsund Tútsía og Hútúa. Flestir vígamannanna voru öfgamenn úr hópi Hútúa. „Við biðjumst afsökunar á öllu því ranga sem kirkjan átti þátt í. Við biðjumst afsökunar fyrir hönd allra kristinna manna. Það er okkur mikill harmur að meðlimir kirkjunnar hafi brotið gegn hollustu sinni við boðorð Guðs,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Margir, sem sluppu lifandi úr hörmungunum, báru vitni um að klerkar, prestar, nunnur og aðrir þjónar kirkjunnar hefðu tekið þátt í morðunum. Í skýrslum, sem unnar hafa verið af yfirvöldum í landinu, kemur meðal annars fram að kirkjunnar menn hafi banað fólki sem leitaði náðar í húsum Guðs. Þjóðarmorðin áttu sér stað fyrir rúmum tuttugu árum eftir að þáverandi forseti landsins, Hútúinn Juvénal Habyarimana, lést í flugslysi. Kirkjan hefur löngum neitað þætti sínum í þjóðarmorðunum og hefur hingað til borið því við að böðlarnir hefðu tekið sjálfir upp á ósómanum. „Fyrirgefið okkur þessa hræðilegu hatursglæpi sem áttu sér stað í landinu og hatrið sem við sýndum fólki af öðrum ættbálkum. Í stað þess að vera ein fjölskylda gripum við til vopna og morða,“ segir í yfirlýsingunni.
Rúanda Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent