Tólf marka leikur í Dortmund | Sjáðu öll mörk kvöldsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. nóvember 2016 22:15 Marco Reus skoraði þrennu í ótrúlegum leik Dortmund og Legia. vísir/getty Átta leikir fóru fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.Tottenham er úr leik í E-riðli eftir 2-1 tap fyrir Monaco á útivelli.Í hinum leik riðilsins gerðu CSKA Moskva og Bayer Leverkusen 1-1 jafntefli. Monaco og Leverkusen eru komin áfram í 16-liða úrslit. Það hafði enginn áhuga á að spila vörn þegar Dortmund fékk Legia Varsjá í heimsókn í F-riðli. Lokatölur 8-4, Dortmund í vil. Marco Reus sneri aftur í lið Dortmund og minnti hressilega á sig, skoraði þrennu og lagði upp eitt mark til viðbótar. Aldrei hafa jafn mörg mörk verið skoruð í einum leik í sögu Meistaradeildarinnar.Í hinum leik riðilsins vann Real Madrid 1-2 sigur á Sporting í Lissabon. Karim Benzema tryggði Evrópumeisturunum sigurinn með marki þremur mínútum fyrir leikslok. Dortmund og Real Madrid eru komin áfram og mætast í hreinum úrslitaleik um efsta sætið í riðlinum á Santíago Bernabeu í næstu umferð.Leicester tryggði sér sigur í G-riðli og sæti í 16-liða úrslitunum með 2-1 sigri á Club Brugge á heimavelli. FC Köbenhavn og Porto gerðu markalaust jafntefli í hinum leik riðilsins. FCK og Porto berjast um 2. sætið í riðlinum en Leicester er sem áður sagði komið áfram. Juventus er komið með farseðilinn í 16-liða úrslitin eftir 1-3 sigur á Sevilla á útivelli í H-riðli. Sevilla komst yfir með marki Nicolas Pareja á 9. mínútu. Heimamenn voru ósáttir við störf enska dómarans Marks Clattenburg í leiknum en hann rak Franco Vazquez af velli á 36. mínútu og dæmdi svo umdeilda vítaspyrnu á Sevilla í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Claudio Marchisio skoraði úr vítinu. Tíu leikmenn Sevilla héldu jöfnu fram á 84. mínútu þegar Leonardo Bonucci kom Juventus yfir með góðu skoti fyrir utan teig. Mario Mandzukic gulltryggði svo sigur ítölsku meistarana með marki í uppbótartíma. Í hinum leik riðilsins vann Lyon Dinamo Zagreb á útivelli. Alexandre Lacazette skoraði eina mark leiksins. Juventus og Sevilla eru komin áfram í 16-liða úrslit.Úrslit kvöldsins:E-riðill:Monaco 2-1 Tottenham 0-1 Djibril Sidibé (48.), 1-1 Harry Kane, víti (52.), 2-1 Thomas Lemar (53.)CSKA Moskva 1-1 Leverkusen 0-1 Kevin Volland (16.), 1-1 Bebars Natcho, víti (76.).F-riðill:Sporting 1-2 Real Madrid 0-1 Raphaël Varane (29.), 1-1 Adrien Silva, víti (80.), 1-2 Karim Benzema (87.) Rautt spjald: Joao Pereira, Sporting (64.)Dortmund 8-4 Legia 0-1 Aleksandar Prijovic (10.), 1-1 Shinji Kagawa (17.), 2-1 Kagawa (18.), 3-1 Nuri Sahin (20.), 3-2 Prijovic (24.), 4-2 Ousmane Dembélé (29.), 5-2 Marco Reus (32.), 6-2 Reus (52.), 6-3 Michal Kucharczyk (57.), 7-3 Felix Passlack (81.), 7-4 Nemanja Nikolic (83.), 8-4 Marco Reus (90+2.).G-riðill:Leicester 2-1 Club Brugge 1-0 Shinji Okazaki (5.), 2-0 Riyad Mahrez, víti (30.), José Izquierdo (52.)FCK 0-0 PortoH-riðill:Sevilla 1-3 Juventus 1-0 Nicolas Pareja (9.), 1-1 Claudio Marchisio, víti (45+2.), 1-2 Leonardo Bonucci (84.), 1-3 Mario Mandzukic (90+4.).Rautt spjald: Franco Vazquez, Sevilla (36.)Dinamo Zagreb 0-1 Lyon 0-1 Alexandre Lacazette (72.). Meistaradeild Evrópu Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Sjá meira
Átta leikir fóru fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.Tottenham er úr leik í E-riðli eftir 2-1 tap fyrir Monaco á útivelli.Í hinum leik riðilsins gerðu CSKA Moskva og Bayer Leverkusen 1-1 jafntefli. Monaco og Leverkusen eru komin áfram í 16-liða úrslit. Það hafði enginn áhuga á að spila vörn þegar Dortmund fékk Legia Varsjá í heimsókn í F-riðli. Lokatölur 8-4, Dortmund í vil. Marco Reus sneri aftur í lið Dortmund og minnti hressilega á sig, skoraði þrennu og lagði upp eitt mark til viðbótar. Aldrei hafa jafn mörg mörk verið skoruð í einum leik í sögu Meistaradeildarinnar.Í hinum leik riðilsins vann Real Madrid 1-2 sigur á Sporting í Lissabon. Karim Benzema tryggði Evrópumeisturunum sigurinn með marki þremur mínútum fyrir leikslok. Dortmund og Real Madrid eru komin áfram og mætast í hreinum úrslitaleik um efsta sætið í riðlinum á Santíago Bernabeu í næstu umferð.Leicester tryggði sér sigur í G-riðli og sæti í 16-liða úrslitunum með 2-1 sigri á Club Brugge á heimavelli. FC Köbenhavn og Porto gerðu markalaust jafntefli í hinum leik riðilsins. FCK og Porto berjast um 2. sætið í riðlinum en Leicester er sem áður sagði komið áfram. Juventus er komið með farseðilinn í 16-liða úrslitin eftir 1-3 sigur á Sevilla á útivelli í H-riðli. Sevilla komst yfir með marki Nicolas Pareja á 9. mínútu. Heimamenn voru ósáttir við störf enska dómarans Marks Clattenburg í leiknum en hann rak Franco Vazquez af velli á 36. mínútu og dæmdi svo umdeilda vítaspyrnu á Sevilla í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Claudio Marchisio skoraði úr vítinu. Tíu leikmenn Sevilla héldu jöfnu fram á 84. mínútu þegar Leonardo Bonucci kom Juventus yfir með góðu skoti fyrir utan teig. Mario Mandzukic gulltryggði svo sigur ítölsku meistarana með marki í uppbótartíma. Í hinum leik riðilsins vann Lyon Dinamo Zagreb á útivelli. Alexandre Lacazette skoraði eina mark leiksins. Juventus og Sevilla eru komin áfram í 16-liða úrslit.Úrslit kvöldsins:E-riðill:Monaco 2-1 Tottenham 0-1 Djibril Sidibé (48.), 1-1 Harry Kane, víti (52.), 2-1 Thomas Lemar (53.)CSKA Moskva 1-1 Leverkusen 0-1 Kevin Volland (16.), 1-1 Bebars Natcho, víti (76.).F-riðill:Sporting 1-2 Real Madrid 0-1 Raphaël Varane (29.), 1-1 Adrien Silva, víti (80.), 1-2 Karim Benzema (87.) Rautt spjald: Joao Pereira, Sporting (64.)Dortmund 8-4 Legia 0-1 Aleksandar Prijovic (10.), 1-1 Shinji Kagawa (17.), 2-1 Kagawa (18.), 3-1 Nuri Sahin (20.), 3-2 Prijovic (24.), 4-2 Ousmane Dembélé (29.), 5-2 Marco Reus (32.), 6-2 Reus (52.), 6-3 Michal Kucharczyk (57.), 7-3 Felix Passlack (81.), 7-4 Nemanja Nikolic (83.), 8-4 Marco Reus (90+2.).G-riðill:Leicester 2-1 Club Brugge 1-0 Shinji Okazaki (5.), 2-0 Riyad Mahrez, víti (30.), José Izquierdo (52.)FCK 0-0 PortoH-riðill:Sevilla 1-3 Juventus 1-0 Nicolas Pareja (9.), 1-1 Claudio Marchisio, víti (45+2.), 1-2 Leonardo Bonucci (84.), 1-3 Mario Mandzukic (90+4.).Rautt spjald: Franco Vazquez, Sevilla (36.)Dinamo Zagreb 0-1 Lyon 0-1 Alexandre Lacazette (72.).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Sjá meira