Tólf marka leikur í Dortmund | Sjáðu öll mörk kvöldsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. nóvember 2016 22:15 Marco Reus skoraði þrennu í ótrúlegum leik Dortmund og Legia. vísir/getty Átta leikir fóru fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.Tottenham er úr leik í E-riðli eftir 2-1 tap fyrir Monaco á útivelli.Í hinum leik riðilsins gerðu CSKA Moskva og Bayer Leverkusen 1-1 jafntefli. Monaco og Leverkusen eru komin áfram í 16-liða úrslit. Það hafði enginn áhuga á að spila vörn þegar Dortmund fékk Legia Varsjá í heimsókn í F-riðli. Lokatölur 8-4, Dortmund í vil. Marco Reus sneri aftur í lið Dortmund og minnti hressilega á sig, skoraði þrennu og lagði upp eitt mark til viðbótar. Aldrei hafa jafn mörg mörk verið skoruð í einum leik í sögu Meistaradeildarinnar.Í hinum leik riðilsins vann Real Madrid 1-2 sigur á Sporting í Lissabon. Karim Benzema tryggði Evrópumeisturunum sigurinn með marki þremur mínútum fyrir leikslok. Dortmund og Real Madrid eru komin áfram og mætast í hreinum úrslitaleik um efsta sætið í riðlinum á Santíago Bernabeu í næstu umferð.Leicester tryggði sér sigur í G-riðli og sæti í 16-liða úrslitunum með 2-1 sigri á Club Brugge á heimavelli. FC Köbenhavn og Porto gerðu markalaust jafntefli í hinum leik riðilsins. FCK og Porto berjast um 2. sætið í riðlinum en Leicester er sem áður sagði komið áfram. Juventus er komið með farseðilinn í 16-liða úrslitin eftir 1-3 sigur á Sevilla á útivelli í H-riðli. Sevilla komst yfir með marki Nicolas Pareja á 9. mínútu. Heimamenn voru ósáttir við störf enska dómarans Marks Clattenburg í leiknum en hann rak Franco Vazquez af velli á 36. mínútu og dæmdi svo umdeilda vítaspyrnu á Sevilla í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Claudio Marchisio skoraði úr vítinu. Tíu leikmenn Sevilla héldu jöfnu fram á 84. mínútu þegar Leonardo Bonucci kom Juventus yfir með góðu skoti fyrir utan teig. Mario Mandzukic gulltryggði svo sigur ítölsku meistarana með marki í uppbótartíma. Í hinum leik riðilsins vann Lyon Dinamo Zagreb á útivelli. Alexandre Lacazette skoraði eina mark leiksins. Juventus og Sevilla eru komin áfram í 16-liða úrslit.Úrslit kvöldsins:E-riðill:Monaco 2-1 Tottenham 0-1 Djibril Sidibé (48.), 1-1 Harry Kane, víti (52.), 2-1 Thomas Lemar (53.)CSKA Moskva 1-1 Leverkusen 0-1 Kevin Volland (16.), 1-1 Bebars Natcho, víti (76.).F-riðill:Sporting 1-2 Real Madrid 0-1 Raphaël Varane (29.), 1-1 Adrien Silva, víti (80.), 1-2 Karim Benzema (87.) Rautt spjald: Joao Pereira, Sporting (64.)Dortmund 8-4 Legia 0-1 Aleksandar Prijovic (10.), 1-1 Shinji Kagawa (17.), 2-1 Kagawa (18.), 3-1 Nuri Sahin (20.), 3-2 Prijovic (24.), 4-2 Ousmane Dembélé (29.), 5-2 Marco Reus (32.), 6-2 Reus (52.), 6-3 Michal Kucharczyk (57.), 7-3 Felix Passlack (81.), 7-4 Nemanja Nikolic (83.), 8-4 Marco Reus (90+2.).G-riðill:Leicester 2-1 Club Brugge 1-0 Shinji Okazaki (5.), 2-0 Riyad Mahrez, víti (30.), José Izquierdo (52.)FCK 0-0 PortoH-riðill:Sevilla 1-3 Juventus 1-0 Nicolas Pareja (9.), 1-1 Claudio Marchisio, víti (45+2.), 1-2 Leonardo Bonucci (84.), 1-3 Mario Mandzukic (90+4.).Rautt spjald: Franco Vazquez, Sevilla (36.)Dinamo Zagreb 0-1 Lyon 0-1 Alexandre Lacazette (72.). Meistaradeild Evrópu Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Körfubolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Sjá meira
Átta leikir fóru fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.Tottenham er úr leik í E-riðli eftir 2-1 tap fyrir Monaco á útivelli.Í hinum leik riðilsins gerðu CSKA Moskva og Bayer Leverkusen 1-1 jafntefli. Monaco og Leverkusen eru komin áfram í 16-liða úrslit. Það hafði enginn áhuga á að spila vörn þegar Dortmund fékk Legia Varsjá í heimsókn í F-riðli. Lokatölur 8-4, Dortmund í vil. Marco Reus sneri aftur í lið Dortmund og minnti hressilega á sig, skoraði þrennu og lagði upp eitt mark til viðbótar. Aldrei hafa jafn mörg mörk verið skoruð í einum leik í sögu Meistaradeildarinnar.Í hinum leik riðilsins vann Real Madrid 1-2 sigur á Sporting í Lissabon. Karim Benzema tryggði Evrópumeisturunum sigurinn með marki þremur mínútum fyrir leikslok. Dortmund og Real Madrid eru komin áfram og mætast í hreinum úrslitaleik um efsta sætið í riðlinum á Santíago Bernabeu í næstu umferð.Leicester tryggði sér sigur í G-riðli og sæti í 16-liða úrslitunum með 2-1 sigri á Club Brugge á heimavelli. FC Köbenhavn og Porto gerðu markalaust jafntefli í hinum leik riðilsins. FCK og Porto berjast um 2. sætið í riðlinum en Leicester er sem áður sagði komið áfram. Juventus er komið með farseðilinn í 16-liða úrslitin eftir 1-3 sigur á Sevilla á útivelli í H-riðli. Sevilla komst yfir með marki Nicolas Pareja á 9. mínútu. Heimamenn voru ósáttir við störf enska dómarans Marks Clattenburg í leiknum en hann rak Franco Vazquez af velli á 36. mínútu og dæmdi svo umdeilda vítaspyrnu á Sevilla í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Claudio Marchisio skoraði úr vítinu. Tíu leikmenn Sevilla héldu jöfnu fram á 84. mínútu þegar Leonardo Bonucci kom Juventus yfir með góðu skoti fyrir utan teig. Mario Mandzukic gulltryggði svo sigur ítölsku meistarana með marki í uppbótartíma. Í hinum leik riðilsins vann Lyon Dinamo Zagreb á útivelli. Alexandre Lacazette skoraði eina mark leiksins. Juventus og Sevilla eru komin áfram í 16-liða úrslit.Úrslit kvöldsins:E-riðill:Monaco 2-1 Tottenham 0-1 Djibril Sidibé (48.), 1-1 Harry Kane, víti (52.), 2-1 Thomas Lemar (53.)CSKA Moskva 1-1 Leverkusen 0-1 Kevin Volland (16.), 1-1 Bebars Natcho, víti (76.).F-riðill:Sporting 1-2 Real Madrid 0-1 Raphaël Varane (29.), 1-1 Adrien Silva, víti (80.), 1-2 Karim Benzema (87.) Rautt spjald: Joao Pereira, Sporting (64.)Dortmund 8-4 Legia 0-1 Aleksandar Prijovic (10.), 1-1 Shinji Kagawa (17.), 2-1 Kagawa (18.), 3-1 Nuri Sahin (20.), 3-2 Prijovic (24.), 4-2 Ousmane Dembélé (29.), 5-2 Marco Reus (32.), 6-2 Reus (52.), 6-3 Michal Kucharczyk (57.), 7-3 Felix Passlack (81.), 7-4 Nemanja Nikolic (83.), 8-4 Marco Reus (90+2.).G-riðill:Leicester 2-1 Club Brugge 1-0 Shinji Okazaki (5.), 2-0 Riyad Mahrez, víti (30.), José Izquierdo (52.)FCK 0-0 PortoH-riðill:Sevilla 1-3 Juventus 1-0 Nicolas Pareja (9.), 1-1 Claudio Marchisio, víti (45+2.), 1-2 Leonardo Bonucci (84.), 1-3 Mario Mandzukic (90+4.).Rautt spjald: Franco Vazquez, Sevilla (36.)Dinamo Zagreb 0-1 Lyon 0-1 Alexandre Lacazette (72.).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Körfubolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Sjá meira