Hljóðið í kennurum er þungt um allt land Sveinn Arnarsson skrifar 23. nóvember 2016 07:00 Fullt var út úr dyrum á samstöðufundi grunnskólakennara á Akureyri í gær. Mikill hugur er í fólki að berjast fyrir leiðréttingu á launum þeirra. vísir/auðunn Þungt hljóð er í kennurum á Akureyri vegna kjarabaráttu kennara. Kollegar þeirra á höfuðborgarsvæðinu hafa sagt upp störfum í stórum stíl og gangi uppsagnir eftir gæti ófremdarástand skapast í kennslu víða á höfuðborgarsvæðinu. Kennarar á Akureyri lögðu einnig niður störf í gær og gengu til fundar þar sem farið var yfir stöðuna. Helga Dögg Sverrisdóttir, ein af skipuleggjendum samstöðufundar á Akureyri, segir stöðuna alvarlega og fundurinn því mjög mikilvægur svo stéttin geti talað saman og stappað stálinu hvert í annað.Helga Dögg Sverrisdóttir, grunnskólakennari á Akureyri.vísir/auðunn„Nú er boltinn hjá sveitarfélögunum að bæta laun kennara. Það gengur ekki að við séum alltaf látin sitja eftir. Til þess að við samþykkjum þriðja samninginn sem skrifað er undir er ljóst að það þarf að bæta verulega í,“ segir Helga Dögg. „Við hljótum að sjá að menntun kennara og sú ábyrgð sem er sett á herðar okkar er ekki í samræmi við laun okkar. Þessu þarf að breyta.“ Hún segir kennara á Akureyri vera tilbúna til að ganga lengra en þetta til að berjast fyrir hærri launum. Hún segir einnig að komi til verkfalls gæti það gerst að flótti bresti á í stéttinni. „Það er næga vinnu að hafa fyrir fólk með kennaramenntun í samfélaginu. Við sjáum það til dæmis glögglega í Reykjavík og í Reykjanesbæ. Þurfi að koma til verkfalls gæti ég séð mun fleiri hætta kennslu og færa sig um set á vinnumarkaði, fá mun betur borgað og þurfa ekki að fara á verkfallsbætur á meðan,“ segir Helga og bætir við að nýliðun í stéttinni sé allt of lítil. „Ef það er vilji til að viðhalda stéttinni með menntuðu og öflugu fólki þarf að sýna það í verki.“ Grunnskólakennarar á Ísafirði mættu einnig á fund bæjarráðs í gær og lásu þar upp áskorun til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar. Skoruðu kennarar á bæinn að samið yrði við grunnskólakennara sem fyrst. Ef ekkert verður að gert að mati kennara á Ísafirði mun grunnskólakerfið bíða alvarlegan hnekki. „Lág laun kennara hafa nú þegar valdið uppsögnum og sækja sífellt færri í kennaranám og margir menntaðir kennarar sækja í önnur störf. Alvarlegur kennaraskortur blasir því við á næstu misserum. Við krefjumst þess að grunnlaun kennara hækki nú þegar til samræmis við laun framhaldsskólakennara,“ segir í yfirlýsingu þeirra.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Foreldrafélög lýsa yfir áhyggjum og skora á stjórnvöld Foreldrafélög grunnskólanna sex í Breiðholti skora á borgaryfirvöld að semja við kennara hið fyrsta. 22. nóvember 2016 08:46 Kennarar við Hagaskóla hætta innleiðingu nýrrar aðalnámskrár Kennarar við Hagaskóla hafa ákveðið að hætta frekari innleiðingu nýrrar aðalnámskrár grunnskóla og ekki hefja vinnu við hana aftur fyrr en samningar nást um kaup og kjör kennara. 22. nóvember 2016 16:58 Fjölmargir kennarar íhuga uppsögn fyrir næstu mánaðamót Grunnskólakennarar lögðu niður störf klukkan hálf tvö í dag. Fjörutíu hafa sagt upp störfum og enn fleiri íhuga uppsögn fyrir næstu mánaðarmót. 22. nóvember 2016 18:42 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Þungt hljóð er í kennurum á Akureyri vegna kjarabaráttu kennara. Kollegar þeirra á höfuðborgarsvæðinu hafa sagt upp störfum í stórum stíl og gangi uppsagnir eftir gæti ófremdarástand skapast í kennslu víða á höfuðborgarsvæðinu. Kennarar á Akureyri lögðu einnig niður störf í gær og gengu til fundar þar sem farið var yfir stöðuna. Helga Dögg Sverrisdóttir, ein af skipuleggjendum samstöðufundar á Akureyri, segir stöðuna alvarlega og fundurinn því mjög mikilvægur svo stéttin geti talað saman og stappað stálinu hvert í annað.Helga Dögg Sverrisdóttir, grunnskólakennari á Akureyri.vísir/auðunn„Nú er boltinn hjá sveitarfélögunum að bæta laun kennara. Það gengur ekki að við séum alltaf látin sitja eftir. Til þess að við samþykkjum þriðja samninginn sem skrifað er undir er ljóst að það þarf að bæta verulega í,“ segir Helga Dögg. „Við hljótum að sjá að menntun kennara og sú ábyrgð sem er sett á herðar okkar er ekki í samræmi við laun okkar. Þessu þarf að breyta.“ Hún segir kennara á Akureyri vera tilbúna til að ganga lengra en þetta til að berjast fyrir hærri launum. Hún segir einnig að komi til verkfalls gæti það gerst að flótti bresti á í stéttinni. „Það er næga vinnu að hafa fyrir fólk með kennaramenntun í samfélaginu. Við sjáum það til dæmis glögglega í Reykjavík og í Reykjanesbæ. Þurfi að koma til verkfalls gæti ég séð mun fleiri hætta kennslu og færa sig um set á vinnumarkaði, fá mun betur borgað og þurfa ekki að fara á verkfallsbætur á meðan,“ segir Helga og bætir við að nýliðun í stéttinni sé allt of lítil. „Ef það er vilji til að viðhalda stéttinni með menntuðu og öflugu fólki þarf að sýna það í verki.“ Grunnskólakennarar á Ísafirði mættu einnig á fund bæjarráðs í gær og lásu þar upp áskorun til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar. Skoruðu kennarar á bæinn að samið yrði við grunnskólakennara sem fyrst. Ef ekkert verður að gert að mati kennara á Ísafirði mun grunnskólakerfið bíða alvarlegan hnekki. „Lág laun kennara hafa nú þegar valdið uppsögnum og sækja sífellt færri í kennaranám og margir menntaðir kennarar sækja í önnur störf. Alvarlegur kennaraskortur blasir því við á næstu misserum. Við krefjumst þess að grunnlaun kennara hækki nú þegar til samræmis við laun framhaldsskólakennara,“ segir í yfirlýsingu þeirra.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Foreldrafélög lýsa yfir áhyggjum og skora á stjórnvöld Foreldrafélög grunnskólanna sex í Breiðholti skora á borgaryfirvöld að semja við kennara hið fyrsta. 22. nóvember 2016 08:46 Kennarar við Hagaskóla hætta innleiðingu nýrrar aðalnámskrár Kennarar við Hagaskóla hafa ákveðið að hætta frekari innleiðingu nýrrar aðalnámskrár grunnskóla og ekki hefja vinnu við hana aftur fyrr en samningar nást um kaup og kjör kennara. 22. nóvember 2016 16:58 Fjölmargir kennarar íhuga uppsögn fyrir næstu mánaðamót Grunnskólakennarar lögðu niður störf klukkan hálf tvö í dag. Fjörutíu hafa sagt upp störfum og enn fleiri íhuga uppsögn fyrir næstu mánaðarmót. 22. nóvember 2016 18:42 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Foreldrafélög lýsa yfir áhyggjum og skora á stjórnvöld Foreldrafélög grunnskólanna sex í Breiðholti skora á borgaryfirvöld að semja við kennara hið fyrsta. 22. nóvember 2016 08:46
Kennarar við Hagaskóla hætta innleiðingu nýrrar aðalnámskrár Kennarar við Hagaskóla hafa ákveðið að hætta frekari innleiðingu nýrrar aðalnámskrár grunnskóla og ekki hefja vinnu við hana aftur fyrr en samningar nást um kaup og kjör kennara. 22. nóvember 2016 16:58
Fjölmargir kennarar íhuga uppsögn fyrir næstu mánaðamót Grunnskólakennarar lögðu niður störf klukkan hálf tvö í dag. Fjörutíu hafa sagt upp störfum og enn fleiri íhuga uppsögn fyrir næstu mánaðarmót. 22. nóvember 2016 18:42